Ný reynsla á hverjum degi 11. apríl 2005 00:01 "Starfið er mjög skemmtilegt og gefandi, og vinna með börnum býður upp á eitthvað nýtt á hverjum degi og maður veit aldrei hvort maður kemur heim í lok dags með bros á vör eða ekki," segir Georg Lárusson stuðningsfulltrúi og brosir lítið eitt. Hann starfar við Háteigsskóla þar sem hann er að mestu í bekkjarstofunni með umsjónarkennara og aðstoðar þá nemendur sem hafa þörf á stuðningi við námið. "Yfirleitt er maður settur á vissa einstaklinga og geta þetta verið til dæmis verið börn með athyglisbrest eða ofvirkni, en það er ekki algilt," segir Georg. Hann segist oft sjá mikla framför hjá börnunum og sé það sérstaklega gefandi. "Ég aðstoða þau ekki bara í bekkjarstofunni, heldur einnig í allri útivist, leikfimi, sundi og í öllum sérgreinum," segir Georg sem kynnist börnunum oft afar vel. hann segir líka oft erfitt að kveðja börnin þegar þau hafa vaxið upp og lokið skólanum. "Ég hef verið í þessu starfi í ein sex ár en mér bauðst starfið eftir að hafa starfað hér sem skólaliði í eitt ár," segir Georg sem segist ekki sjá eftir því að hafa þegið starfið. "Það er gaman að fara í vinnuna á morgnana þó að stundum sé maður andlega þreyttur eftir daginn, því maður skilur vinnuna ekki beint eftir," segir Georg. "Það eina sem er erfitt við starfið er að lifa af laununum," segir Georg. Atvinna Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Starfið er mjög skemmtilegt og gefandi, og vinna með börnum býður upp á eitthvað nýtt á hverjum degi og maður veit aldrei hvort maður kemur heim í lok dags með bros á vör eða ekki," segir Georg Lárusson stuðningsfulltrúi og brosir lítið eitt. Hann starfar við Háteigsskóla þar sem hann er að mestu í bekkjarstofunni með umsjónarkennara og aðstoðar þá nemendur sem hafa þörf á stuðningi við námið. "Yfirleitt er maður settur á vissa einstaklinga og geta þetta verið til dæmis verið börn með athyglisbrest eða ofvirkni, en það er ekki algilt," segir Georg. Hann segist oft sjá mikla framför hjá börnunum og sé það sérstaklega gefandi. "Ég aðstoða þau ekki bara í bekkjarstofunni, heldur einnig í allri útivist, leikfimi, sundi og í öllum sérgreinum," segir Georg sem kynnist börnunum oft afar vel. hann segir líka oft erfitt að kveðja börnin þegar þau hafa vaxið upp og lokið skólanum. "Ég hef verið í þessu starfi í ein sex ár en mér bauðst starfið eftir að hafa starfað hér sem skólaliði í eitt ár," segir Georg sem segist ekki sjá eftir því að hafa þegið starfið. "Það er gaman að fara í vinnuna á morgnana þó að stundum sé maður andlega þreyttur eftir daginn, því maður skilur vinnuna ekki beint eftir," segir Georg. "Það eina sem er erfitt við starfið er að lifa af laununum," segir Georg.
Atvinna Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira