Féll fyrir dönskum stígvélum 13. apríl 2005 00:01 "Ég sit einmitt með vinkonu minni og við vorum að tala um föt. Við eigum akkúrat ekkert til að vera í," segir Inga María og þegar blaðakona spyr um uppáhaldið í fataskápnum fer hún alveg í kleinu. "Ég er alltaf í því sama. Dettur þér eitthvað í hug?" spyr hún vinkonu sína. "Heyrðu jú, nú man ég eftir einu. Skórnir sem ég keypti í Köbenhavn. Þetta er stígvél sem ég er eiginlega að reyna að spara en ég ætti auðvitað að nota þau meira hversdagslega áður en þau hætta að vera móðins." Inga María féll strax fyrir dönsku stígvélunum. "Ég sá þau í búðarglugga og þetta varð ást við fyrstu sýn. Þau voru á útsölu en mér fannst þau samt kosta ógeðslega mikinn pening. Dágóðan skilding. En ég féll eiginlega fyrir bandinu sem er yfir ökklann. Það er úr snákaskinni skreytt tveimur semalíusteinum og þremur svörtum. Ég féll fyrir þessu glingri þó ég sé vanalega ekki mikið gefin fyrir slíkt. Snákaskinni er fremst á tánni og líka efst á stígvélunum," segir Inga María sem er alls ekkert tískufrík. "Ég er annars alltaf í því sama -- gallabuxum og svartri peysu. Ég á örugglega tuttugu pör af gallabuxum og fimmtán svartar peysur og boli. Það er frekar leiðinlegt stundum að vera alltaf í því sama, því ég þarf alltaf að taka það fram að ég sé ekki í sömu fötum og í gær," segir Inga María og nýtir tækifærið og skellir sér í sitt besta pils fyrir ljósmyndarann. Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
"Ég sit einmitt með vinkonu minni og við vorum að tala um föt. Við eigum akkúrat ekkert til að vera í," segir Inga María og þegar blaðakona spyr um uppáhaldið í fataskápnum fer hún alveg í kleinu. "Ég er alltaf í því sama. Dettur þér eitthvað í hug?" spyr hún vinkonu sína. "Heyrðu jú, nú man ég eftir einu. Skórnir sem ég keypti í Köbenhavn. Þetta er stígvél sem ég er eiginlega að reyna að spara en ég ætti auðvitað að nota þau meira hversdagslega áður en þau hætta að vera móðins." Inga María féll strax fyrir dönsku stígvélunum. "Ég sá þau í búðarglugga og þetta varð ást við fyrstu sýn. Þau voru á útsölu en mér fannst þau samt kosta ógeðslega mikinn pening. Dágóðan skilding. En ég féll eiginlega fyrir bandinu sem er yfir ökklann. Það er úr snákaskinni skreytt tveimur semalíusteinum og þremur svörtum. Ég féll fyrir þessu glingri þó ég sé vanalega ekki mikið gefin fyrir slíkt. Snákaskinni er fremst á tánni og líka efst á stígvélunum," segir Inga María sem er alls ekkert tískufrík. "Ég er annars alltaf í því sama -- gallabuxum og svartri peysu. Ég á örugglega tuttugu pör af gallabuxum og fimmtán svartar peysur og boli. Það er frekar leiðinlegt stundum að vera alltaf í því sama, því ég þarf alltaf að taka það fram að ég sé ekki í sömu fötum og í gær," segir Inga María og nýtir tækifærið og skellir sér í sitt besta pils fyrir ljósmyndarann.
Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning