Fjölbreytnin gefur starfinu gildi 19. apríl 2005 00:01 "Maður telst vera allt í senn, framkvæmdastjóri, starfsmannastjóri og einhvers konar hugmyndafræðilegur forystusauður, þannig að verkefnin eru margþætt," segir Lárus þegar hann er beðinn að lýsa starfinu sínu. Hann hefur verið skólameistari í MH frá árinu 1998 og kveðst hafa kennt þar með hléum frá 1982. "Ég fór í framhaldsnám á tímabilinu og gerðist aðstoðarskólameistari í Borgarholtsskóla 1996 en hélt þó áfram að kenna við Öldungadeildina í MH þannig að ég hef haldið tengslum við skólann ansi lengi," segir hann. Stöku sinnum segist Lárus hafa sinnt forfallakennslu í stærðfræði eftir að hann tók við skólameistaraembættinu og nú síðustu misserin verið með stúdentsefnin í litlu lífsleikninámskeiði. Hann vilji gjarnan vera í snertingu við krakkana og fylgjast með því sem þeir séu að gera en verði þó vissulega að finna meðalhóf í því. Hann er nýkominn úr þriggja daga ferðalagi með kórnum um Vesturland. "Kórinn er samofinn ímynd skólans og ég fer með honum í flestar ferðir enda er ég stoltur af að vera með þeim hópi," segir hann brosandi. En hvað telur hann ánægjulegast við starfið? "Ef ég á að nefna eitthvað eitt er það líklega sú athöfn að útskrifa stúdentana. Það er alltaf hátíðleg stund að sjá ungmennin stíga bjartsýn og glöð út í lífið og maður leikur sér að því að gera sér mynd af þeim í framtíðinni. Svo finnst mér líka gaman að fylgjast með störfum kennaranna. Almennt er það fjölbreytnin sem gefur starfinu mínu gildi og öll þessi mannlegu samskipti." Hann hlær þegar hann er í lokin spurður hvort hann sjái sig fyrir sér gamlan í þessu starfi - og svarar. "Ég hugsa nú ekkert óskaplega langt fram í tímann!" Atvinna Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Maður telst vera allt í senn, framkvæmdastjóri, starfsmannastjóri og einhvers konar hugmyndafræðilegur forystusauður, þannig að verkefnin eru margþætt," segir Lárus þegar hann er beðinn að lýsa starfinu sínu. Hann hefur verið skólameistari í MH frá árinu 1998 og kveðst hafa kennt þar með hléum frá 1982. "Ég fór í framhaldsnám á tímabilinu og gerðist aðstoðarskólameistari í Borgarholtsskóla 1996 en hélt þó áfram að kenna við Öldungadeildina í MH þannig að ég hef haldið tengslum við skólann ansi lengi," segir hann. Stöku sinnum segist Lárus hafa sinnt forfallakennslu í stærðfræði eftir að hann tók við skólameistaraembættinu og nú síðustu misserin verið með stúdentsefnin í litlu lífsleikninámskeiði. Hann vilji gjarnan vera í snertingu við krakkana og fylgjast með því sem þeir séu að gera en verði þó vissulega að finna meðalhóf í því. Hann er nýkominn úr þriggja daga ferðalagi með kórnum um Vesturland. "Kórinn er samofinn ímynd skólans og ég fer með honum í flestar ferðir enda er ég stoltur af að vera með þeim hópi," segir hann brosandi. En hvað telur hann ánægjulegast við starfið? "Ef ég á að nefna eitthvað eitt er það líklega sú athöfn að útskrifa stúdentana. Það er alltaf hátíðleg stund að sjá ungmennin stíga bjartsýn og glöð út í lífið og maður leikur sér að því að gera sér mynd af þeim í framtíðinni. Svo finnst mér líka gaman að fylgjast með störfum kennaranna. Almennt er það fjölbreytnin sem gefur starfinu mínu gildi og öll þessi mannlegu samskipti." Hann hlær þegar hann er í lokin spurður hvort hann sjái sig fyrir sér gamlan í þessu starfi - og svarar. "Ég hugsa nú ekkert óskaplega langt fram í tímann!"
Atvinna Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira