Skemmtilegt starf er forréttindi 19. apríl 2005 00:01 "Þetta er mjög viðamikið starfsheiti og ég tek á mjög mörgu í mínu starfi. Ég sé um að auglýsa allt sem um er að vera í Kringlunni og ég vinn líka að því að finna eitthvað að gera og skipuleggja viðburði Kringlunnar. Dagatal Kringlunnar er unnið ár fram í tímann í lok hvers árs en það er alltaf eitthvað nýtt að bætast við. Það má því segja að ég sjái um markaðsmál og viðburðastjórnun," segir Hermann. Áður en Hermann kom til starfa hjá Kringlunni hafði hann unnið hjá Olís í tíu ár, allt frá afgreiðslu og upp í markaðsdeild. Hann settist síðan á skólabekk í Viðskiptaháskólanum á Bifröst. "Ég er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Bifröst og mér finnst tvímælalaust að það sé aðalskólinn fyrir þá sem stefna á að vinna við stjórnunarstörf. Síðan stendur alltaf til hjá mér að halda áfram í námi en mér finnst nauðsynlegt fyrir fólk sem vinnur við stjórnun að mennta sig alla tíð. Maður hefur líka gott af því að taka sjálfan sig alltaf skrefinu framar." Þar sem Hermann skipuleggur alls kyns viðburði í starfi sínu þarf hann vissulega að hugsa utan rammans og vera frumlegur en ekki alltaf hugsa um viðskiptahliðina. "Ég verð að vera frjór og fá mikið af hugmyndum en ég er líka með mjög mikið af góðu fólki í kringum mig. Ég vinn með alls kyns fólki úr samfélaginu og er með mjög góð tengsl við fyrirtæki í landinu, eins og til dæmis gosdrykkjaframleiðendur, þannig að það gerir starfið mitt auðveldara," segir Hermann, sem kann vel við sig í stjórnunarstöðu. "Ég nýt starfsins vissulega. Ég hef sjaldan verið í eins fjölbreyttu starfi þar sem ég er í sambandi við hæfileikaríkt fólk á hverjum einasta degi. Ég leiði hugann oft að því hve mikil forréttindi það eru að vera í svona skemmtilegu starfi. En því fylgir auðvitað mikil ábyrgð og ég stend og fell með öllum mínum ákvörðunum. Stundum eru þær réttar og stundum eru þær rangar en ég nýti mér mistökin og læri af þeim. Maður má líka ekki vera hræddur við að gera eitthvað nýtt því þannig verður framþróunin." Atvinna Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Þetta er mjög viðamikið starfsheiti og ég tek á mjög mörgu í mínu starfi. Ég sé um að auglýsa allt sem um er að vera í Kringlunni og ég vinn líka að því að finna eitthvað að gera og skipuleggja viðburði Kringlunnar. Dagatal Kringlunnar er unnið ár fram í tímann í lok hvers árs en það er alltaf eitthvað nýtt að bætast við. Það má því segja að ég sjái um markaðsmál og viðburðastjórnun," segir Hermann. Áður en Hermann kom til starfa hjá Kringlunni hafði hann unnið hjá Olís í tíu ár, allt frá afgreiðslu og upp í markaðsdeild. Hann settist síðan á skólabekk í Viðskiptaháskólanum á Bifröst. "Ég er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Bifröst og mér finnst tvímælalaust að það sé aðalskólinn fyrir þá sem stefna á að vinna við stjórnunarstörf. Síðan stendur alltaf til hjá mér að halda áfram í námi en mér finnst nauðsynlegt fyrir fólk sem vinnur við stjórnun að mennta sig alla tíð. Maður hefur líka gott af því að taka sjálfan sig alltaf skrefinu framar." Þar sem Hermann skipuleggur alls kyns viðburði í starfi sínu þarf hann vissulega að hugsa utan rammans og vera frumlegur en ekki alltaf hugsa um viðskiptahliðina. "Ég verð að vera frjór og fá mikið af hugmyndum en ég er líka með mjög mikið af góðu fólki í kringum mig. Ég vinn með alls kyns fólki úr samfélaginu og er með mjög góð tengsl við fyrirtæki í landinu, eins og til dæmis gosdrykkjaframleiðendur, þannig að það gerir starfið mitt auðveldara," segir Hermann, sem kann vel við sig í stjórnunarstöðu. "Ég nýt starfsins vissulega. Ég hef sjaldan verið í eins fjölbreyttu starfi þar sem ég er í sambandi við hæfileikaríkt fólk á hverjum einasta degi. Ég leiði hugann oft að því hve mikil forréttindi það eru að vera í svona skemmtilegu starfi. En því fylgir auðvitað mikil ábyrgð og ég stend og fell með öllum mínum ákvörðunum. Stundum eru þær réttar og stundum eru þær rangar en ég nýti mér mistökin og læri af þeim. Maður má líka ekki vera hræddur við að gera eitthvað nýtt því þannig verður framþróunin."
Atvinna Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira