Krafa um áhættumat á Landspítala 20. apríl 2005 00:01 Vinnueftirlitið hefur sett fram kröfu um að fram fari áhættumat á Landspítala háskólasjúkrahúsi, að sögn Hafdísar Sverrisdóttur eftirlitsmanns. Áhættumatið svokallaða er mismunandi eftir því hvaða stofnanir og fyrirtæki er verið að athuga. Þannig er sértækt mat fyrir bifreiðaverkstæði, annað fyrir skóla og leikskóla og þriðja gerðin fyrir umönnunargeirann, en undir hann falla sjúkra- og hjúkrunarstofnanir. Síðastnefnda matið tekur meðal annars til vinnuverndar, hollustuhátta, líkamsbeitingar, félagslegs og andlegs aðbúnaðar, öryggis og svo eitthvað sé nefnt. Eins og um hefur verið fjallað í Fréttablaðinu hefur í vaxandi mæli borið á kvörtunum starfsfólks á LSH vegna aukins vinnuálags. Það er þó mjög mismunandi eftir deildum spítalans. Oddur Gunnarsson lögmaður á skrifstofu starfsmannamála hefur sagt að því miður komi upp aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líði illa vegna álags. Hann benti á að starfandi væri á spítalanum stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrareiningum. Síðan væri starfandi deild heilsu, öryggis og vinnuumhverfis á skrifstofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Hafdís kvaðst hafa verið í eftirliti á Landspítalanum á síðasta ári. Í framhaldi af því hefði hún sett fram kröfu að hálfu Vinnueftirlitsins um að stofnunin léti fara fram mat. Sjálfsagt væri að hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir færu í áhættumat, því það miðaði að því að gera faglegan og félagslegan aðbúnað enn betri en áður. Hún sagði enn fremur að áhættumat væri nú bundið í lög, en reglur um framkvæmd þess væru ekki fullbúnar. Þess vegna hefði spítalanum verið gefinn lengri frestur til að framkvæma það heldur en hinn hefðbundni sem væri þrír mánuðir, að viðbættum tímanum sem færi í könnunina. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Vinnueftirlitið hefur sett fram kröfu um að fram fari áhættumat á Landspítala háskólasjúkrahúsi, að sögn Hafdísar Sverrisdóttur eftirlitsmanns. Áhættumatið svokallaða er mismunandi eftir því hvaða stofnanir og fyrirtæki er verið að athuga. Þannig er sértækt mat fyrir bifreiðaverkstæði, annað fyrir skóla og leikskóla og þriðja gerðin fyrir umönnunargeirann, en undir hann falla sjúkra- og hjúkrunarstofnanir. Síðastnefnda matið tekur meðal annars til vinnuverndar, hollustuhátta, líkamsbeitingar, félagslegs og andlegs aðbúnaðar, öryggis og svo eitthvað sé nefnt. Eins og um hefur verið fjallað í Fréttablaðinu hefur í vaxandi mæli borið á kvörtunum starfsfólks á LSH vegna aukins vinnuálags. Það er þó mjög mismunandi eftir deildum spítalans. Oddur Gunnarsson lögmaður á skrifstofu starfsmannamála hefur sagt að því miður komi upp aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líði illa vegna álags. Hann benti á að starfandi væri á spítalanum stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrareiningum. Síðan væri starfandi deild heilsu, öryggis og vinnuumhverfis á skrifstofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Hafdís kvaðst hafa verið í eftirliti á Landspítalanum á síðasta ári. Í framhaldi af því hefði hún sett fram kröfu að hálfu Vinnueftirlitsins um að stofnunin léti fara fram mat. Sjálfsagt væri að hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir færu í áhættumat, því það miðaði að því að gera faglegan og félagslegan aðbúnað enn betri en áður. Hún sagði enn fremur að áhættumat væri nú bundið í lög, en reglur um framkvæmd þess væru ekki fullbúnar. Þess vegna hefði spítalanum verið gefinn lengri frestur til að framkvæma það heldur en hinn hefðbundni sem væri þrír mánuðir, að viðbættum tímanum sem færi í könnunina.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira