Krafa um áhættumat á Landspítala 20. apríl 2005 00:01 Vinnueftirlitið hefur sett fram kröfu um að fram fari áhættumat á Landspítala háskólasjúkrahúsi, að sögn Hafdísar Sverrisdóttur eftirlitsmanns. Áhættumatið svokallaða er mismunandi eftir því hvaða stofnanir og fyrirtæki er verið að athuga. Þannig er sértækt mat fyrir bifreiðaverkstæði, annað fyrir skóla og leikskóla og þriðja gerðin fyrir umönnunargeirann, en undir hann falla sjúkra- og hjúkrunarstofnanir. Síðastnefnda matið tekur meðal annars til vinnuverndar, hollustuhátta, líkamsbeitingar, félagslegs og andlegs aðbúnaðar, öryggis og svo eitthvað sé nefnt. Eins og um hefur verið fjallað í Fréttablaðinu hefur í vaxandi mæli borið á kvörtunum starfsfólks á LSH vegna aukins vinnuálags. Það er þó mjög mismunandi eftir deildum spítalans. Oddur Gunnarsson lögmaður á skrifstofu starfsmannamála hefur sagt að því miður komi upp aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líði illa vegna álags. Hann benti á að starfandi væri á spítalanum stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrareiningum. Síðan væri starfandi deild heilsu, öryggis og vinnuumhverfis á skrifstofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Hafdís kvaðst hafa verið í eftirliti á Landspítalanum á síðasta ári. Í framhaldi af því hefði hún sett fram kröfu að hálfu Vinnueftirlitsins um að stofnunin léti fara fram mat. Sjálfsagt væri að hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir færu í áhættumat, því það miðaði að því að gera faglegan og félagslegan aðbúnað enn betri en áður. Hún sagði enn fremur að áhættumat væri nú bundið í lög, en reglur um framkvæmd þess væru ekki fullbúnar. Þess vegna hefði spítalanum verið gefinn lengri frestur til að framkvæma það heldur en hinn hefðbundni sem væri þrír mánuðir, að viðbættum tímanum sem færi í könnunina. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Sjá meira
Vinnueftirlitið hefur sett fram kröfu um að fram fari áhættumat á Landspítala háskólasjúkrahúsi, að sögn Hafdísar Sverrisdóttur eftirlitsmanns. Áhættumatið svokallaða er mismunandi eftir því hvaða stofnanir og fyrirtæki er verið að athuga. Þannig er sértækt mat fyrir bifreiðaverkstæði, annað fyrir skóla og leikskóla og þriðja gerðin fyrir umönnunargeirann, en undir hann falla sjúkra- og hjúkrunarstofnanir. Síðastnefnda matið tekur meðal annars til vinnuverndar, hollustuhátta, líkamsbeitingar, félagslegs og andlegs aðbúnaðar, öryggis og svo eitthvað sé nefnt. Eins og um hefur verið fjallað í Fréttablaðinu hefur í vaxandi mæli borið á kvörtunum starfsfólks á LSH vegna aukins vinnuálags. Það er þó mjög mismunandi eftir deildum spítalans. Oddur Gunnarsson lögmaður á skrifstofu starfsmannamála hefur sagt að því miður komi upp aðstæður annað slagið vegna mönnunar, þar sem fólki líði illa vegna álags. Hann benti á að starfandi væri á spítalanum stuðnings- og ráðgjafateymi, sem tæki á málum sem upp kynnu að koma hjá einstökum starfsmönnum og rekstrareiningum. Síðan væri starfandi deild heilsu, öryggis og vinnuumhverfis á skrifstofu starfsmannamála LSH sem sinnti málum er varðaði líðan starfsmanna. Hafdís kvaðst hafa verið í eftirliti á Landspítalanum á síðasta ári. Í framhaldi af því hefði hún sett fram kröfu að hálfu Vinnueftirlitsins um að stofnunin léti fara fram mat. Sjálfsagt væri að hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir færu í áhættumat, því það miðaði að því að gera faglegan og félagslegan aðbúnað enn betri en áður. Hún sagði enn fremur að áhættumat væri nú bundið í lög, en reglur um framkvæmd þess væru ekki fullbúnar. Þess vegna hefði spítalanum verið gefinn lengri frestur til að framkvæma það heldur en hinn hefðbundni sem væri þrír mánuðir, að viðbættum tímanum sem færi í könnunina.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Sjá meira