Hannar grifflur í stað vettlinga 20. apríl 2005 00:01 Inga Björk Andrésdóttir er 22 ára Reykjavíkurmær sem hefur alltaf þótt gaman að hanna hluti og skapa. Hún útskrifaðist af myndlistarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti vorið 2003 og brautskráðist einnig af handíðabraut. Því næst eyddi hún einu ári í hönnunarskóla í Danmörku og starfar nú í verslunni KC -- Kristín Cardew ehf. á Skólavörðustíg 18 í Reykjavík við ástríðu sína. "Í versluninni er seld íslensk hönnun, aðallega peysur. Ég vinn við að sauma flíkur og sinna afgreiðslunni. Þegar ég var í skóla úti í Danmörku fékk ég mikla reynslu og lærði á atvinnuvélar sem eru ólíkar hefðbundnum saumavélum. Ég sótti um þetta starf stuttu eftir að ég kom heim frá Danmörku og fékk það. Ég er rosalega ánægð með að vera vinna við það sem ég hef áhuga á, því ég var búin að ákveða að taka mér frí frá skóla í eitt ár," segir Inga Björk. Inga Björk saumar ekki bara flíkur fyrir verslunina heldur hannar hún ýmislegt sjálf. "Ég hef verið að sauma grifflur í talsverðan tíma en ég hef aðallega gert þær fyrir fólk sem ég þekki. En þótt ótrúlegt megi virðast þá eiga vinkonur mínar ekki mikið af þessum grifflum eða öðru sem ég hef hannað," segir Inga Björk sem vinnur aðallega með flís. "Ég nota afgangs flís í grifflurnar en ég hef líka verið að prófa mig áfram með blúndur sem gætu verið aðeins fínni sparigrifflur. Ég fékk hugmyndina að þessu því að ég er svo mikil vettlingamanneskja en ég týni alltaf vettlingunum mínum. Síðan þoli ég ekki að manni er yfirleitt of heitt með vettlinga og of kalt án þeirra. Ég átti einar grifflur sem maður gat sett vettling yfir en þeir voru prjónaðir og slitnuðu. Þá ákvað ég að sauma mér grifflur sem ég er alltaf með í meira en ár þó að ég sé með þær næstum alla daga," segir Inga Björk sem ætlar að athuga það á næstunni hvort hún geti selt grifflurnar í verslunum í höfuðborginni. "Ég er alltaf að sauma á sjálfa mig, pils og kjóla og þess háttar og ég er að vinna í því að sauma nokkrar flíkur til að fara með í einhverjar verslanir og athuga hvort áhugi sé fyrir að selja þær. En það tekur tíma og ég þarf að hugsa það aðeins betur," segir Inga Björk sem er að spá í að sækja um í Listaháskóla Íslands á næstunni. "Ég er ekki viss um hvort mig langi í Listaháskólann en ég ætla að prófa að sækja um. Mig langar tvímælalaust í frekara nám." En hver ætli sé uppáhaldshönnuður Ingu Bjarkar? "Það eru voðalega margir. En það er þetta klassíska eins og Alexander McQueen og svo er ég rosalega hrifin af íslenskri hönnun." Hægt er að hafa samband við Ingu Björk á netfanginu inga@fa.is. Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Inga Björk Andrésdóttir er 22 ára Reykjavíkurmær sem hefur alltaf þótt gaman að hanna hluti og skapa. Hún útskrifaðist af myndlistarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti vorið 2003 og brautskráðist einnig af handíðabraut. Því næst eyddi hún einu ári í hönnunarskóla í Danmörku og starfar nú í verslunni KC -- Kristín Cardew ehf. á Skólavörðustíg 18 í Reykjavík við ástríðu sína. "Í versluninni er seld íslensk hönnun, aðallega peysur. Ég vinn við að sauma flíkur og sinna afgreiðslunni. Þegar ég var í skóla úti í Danmörku fékk ég mikla reynslu og lærði á atvinnuvélar sem eru ólíkar hefðbundnum saumavélum. Ég sótti um þetta starf stuttu eftir að ég kom heim frá Danmörku og fékk það. Ég er rosalega ánægð með að vera vinna við það sem ég hef áhuga á, því ég var búin að ákveða að taka mér frí frá skóla í eitt ár," segir Inga Björk. Inga Björk saumar ekki bara flíkur fyrir verslunina heldur hannar hún ýmislegt sjálf. "Ég hef verið að sauma grifflur í talsverðan tíma en ég hef aðallega gert þær fyrir fólk sem ég þekki. En þótt ótrúlegt megi virðast þá eiga vinkonur mínar ekki mikið af þessum grifflum eða öðru sem ég hef hannað," segir Inga Björk sem vinnur aðallega með flís. "Ég nota afgangs flís í grifflurnar en ég hef líka verið að prófa mig áfram með blúndur sem gætu verið aðeins fínni sparigrifflur. Ég fékk hugmyndina að þessu því að ég er svo mikil vettlingamanneskja en ég týni alltaf vettlingunum mínum. Síðan þoli ég ekki að manni er yfirleitt of heitt með vettlinga og of kalt án þeirra. Ég átti einar grifflur sem maður gat sett vettling yfir en þeir voru prjónaðir og slitnuðu. Þá ákvað ég að sauma mér grifflur sem ég er alltaf með í meira en ár þó að ég sé með þær næstum alla daga," segir Inga Björk sem ætlar að athuga það á næstunni hvort hún geti selt grifflurnar í verslunum í höfuðborginni. "Ég er alltaf að sauma á sjálfa mig, pils og kjóla og þess háttar og ég er að vinna í því að sauma nokkrar flíkur til að fara með í einhverjar verslanir og athuga hvort áhugi sé fyrir að selja þær. En það tekur tíma og ég þarf að hugsa það aðeins betur," segir Inga Björk sem er að spá í að sækja um í Listaháskóla Íslands á næstunni. "Ég er ekki viss um hvort mig langi í Listaháskólann en ég ætla að prófa að sækja um. Mig langar tvímælalaust í frekara nám." En hver ætli sé uppáhaldshönnuður Ingu Bjarkar? "Það eru voðalega margir. En það er þetta klassíska eins og Alexander McQueen og svo er ég rosalega hrifin af íslenskri hönnun." Hægt er að hafa samband við Ingu Björk á netfanginu inga@fa.is.
Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira