Ratzinger vígður páfi 24. apríl 2005 00:01 Joseph Ratzinger tók í gær formlega við embætti páfa undir nafninu Benedikt sextándi. Hátíðleg innsetningarathöfn var haldin í Péturskirkjunni í Róm. Í ræðu sinni sagðist páfi ekki ætla að stjórna samkvæmt sínum eigin vilja, "heldur að hlusta, ásamt allri kirkjunni, á orð og vilja drottins, að njóta leiðsagnar hans til þess að hann sjálfur muni leiða kirkjuna á þessari stund í sögu okkar". Benedikt hóf athöfnina með því að ganga að gröf Péturs postula í Péturskirkjunni og votta honum virðingu sína. Síðan blessaði hann gröfina meðan kór söng. Strax að messu lokinni hélt páfi út á Péturstorgið í hvítri opinni bifreið umkringdur óeinkennisklæddum vörðum. Forveri Benedikts, hinn nýlátni Jóhannes Páll II, fór fótgangandi um torgið en af öryggisástæðum var ákveðið að Benedikt myndi notast við bifreið, en engar skotheldar rúður skýldu honum þó. Eitt táknrænasta augnablik athafnarinnar var þegar hinum nýja páfa voru afhentir tveir munir. Annar er fiskimannshringurinn, sem svo er nefndur, með greyptri mynd af Pétri postula að kasta fiskinetum. Hinn hluturinn er þunnt ullarsjal sem páfi ber á öxlum sínum og táknar það hlutverk páfa að vera hirðir er gætir hjarðar sinnar. Ráðamenn frá fjölmörgum löndum voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Kwasniewski forseti Póllands og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands. Talið var að allt að hálf milljón manns hefði verið stödd á Péturstorginu og í næsta nágrenni þess meðan athöfnin stóð yfir. Þar á meðal voru líklega um það bil hundrað þúsund Þjóðverjar. Víða um heim fylgdust kaþólskir menn spenntir með athöfninni og fögnuðu hinum nýja páfa, þótt umdeildur væri. Hvergi var þó meira fagnað, að Rómarborg undanskilinni, en í smábænum Traunstein sunnan til í Þýskalandi. Þar ólst Joseph Ratzinger upp og þangað hefur hann komið á hverju ári. "Þetta kom svolítið á óvart," sagði Rupert Berger, kaþólskur prestur í Traunstein og æskuvinur hins nýja páfa. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Joseph Ratzinger tók í gær formlega við embætti páfa undir nafninu Benedikt sextándi. Hátíðleg innsetningarathöfn var haldin í Péturskirkjunni í Róm. Í ræðu sinni sagðist páfi ekki ætla að stjórna samkvæmt sínum eigin vilja, "heldur að hlusta, ásamt allri kirkjunni, á orð og vilja drottins, að njóta leiðsagnar hans til þess að hann sjálfur muni leiða kirkjuna á þessari stund í sögu okkar". Benedikt hóf athöfnina með því að ganga að gröf Péturs postula í Péturskirkjunni og votta honum virðingu sína. Síðan blessaði hann gröfina meðan kór söng. Strax að messu lokinni hélt páfi út á Péturstorgið í hvítri opinni bifreið umkringdur óeinkennisklæddum vörðum. Forveri Benedikts, hinn nýlátni Jóhannes Páll II, fór fótgangandi um torgið en af öryggisástæðum var ákveðið að Benedikt myndi notast við bifreið, en engar skotheldar rúður skýldu honum þó. Eitt táknrænasta augnablik athafnarinnar var þegar hinum nýja páfa voru afhentir tveir munir. Annar er fiskimannshringurinn, sem svo er nefndur, með greyptri mynd af Pétri postula að kasta fiskinetum. Hinn hluturinn er þunnt ullarsjal sem páfi ber á öxlum sínum og táknar það hlutverk páfa að vera hirðir er gætir hjarðar sinnar. Ráðamenn frá fjölmörgum löndum voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Kwasniewski forseti Póllands og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands. Talið var að allt að hálf milljón manns hefði verið stödd á Péturstorginu og í næsta nágrenni þess meðan athöfnin stóð yfir. Þar á meðal voru líklega um það bil hundrað þúsund Þjóðverjar. Víða um heim fylgdust kaþólskir menn spenntir með athöfninni og fögnuðu hinum nýja páfa, þótt umdeildur væri. Hvergi var þó meira fagnað, að Rómarborg undanskilinni, en í smábænum Traunstein sunnan til í Þýskalandi. Þar ólst Joseph Ratzinger upp og þangað hefur hann komið á hverju ári. "Þetta kom svolítið á óvart," sagði Rupert Berger, kaþólskur prestur í Traunstein og æskuvinur hins nýja páfa.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira