Kostnaður við örorku 52 milljarðar 26. apríl 2005 00:01 Yngstu lífeyrisbótaþegarnir hér á landi voru um 136 prósent fleiri heldur en annars staðar á Norðurlöndum, árið 2002. Þetta kemur fram í skýrslunni Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar, sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands tók saman að beiðni Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Samkvæmt skýrslunni hefur öryrkjum fjölgað umtalsvert á síðustu árum. Sérstaka athygli vekur að mun fleiri ungmenni innan 19 ára aldurs þiggja hér lífeyri af einhverju tagi en annars staðar á Norðurlöndum. Á milli 40 og 49 ára virðist hlutfall öryrkja vera svipað hér og annars staðar á Norðurlöndum. Eftir fimmtugt snýst dæmið hins vegar við og þá verður örorka mun algengari í grannlöndunum en hér. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að ef útgjöld vegna örorkulífeyris yrðu þau sömu í framtíðinni og árið 2004 má ætla að áfallnar skuldbindingar kerfisins nemi um 165 milljörðum króna miðað við 3,5 prósent ávöxtunarkröfu. Augljóst er að ef örorkulífeyrisþegar eru að yngjast þá mun það leiða til aukins kostnaðar í framtíðinni. Þannig myndi eins árs hækkun á líftíma meðalbóta leiða til um 6,5 milljarða hækkunar á áföllnum skuldbindingum. Útgjöld hins opinbera vegna málaflokksins hafa vaxið úr 3,8 milljörðum króna. árið 1990 í um12,7 milljarða árið 2003. Að hluta til má rekja þessa aukningu til 82 prósent fjölgunar bótaþega, en um 18 prósent útgjaldaaukningarinnar stafa af hækkun bótagreiðslna að raunvirði. Ef útgjöld almenna lífeyrissjóðakerfisins eru talin með má ætla að heildarbætur til öryrkja hafi numið um 18 milljörðum króna árið 2003. Að sama skapi nam áætlaður kostnaður samfélagsins vegna tapaðra vinnustunda vegna örorku tæpum fjórum prósentum af landsframleiðslu árið 2003, sem varlega áætlað jafngildir tæplega 34 milljörðum króna á föstu verðlagi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Yngstu lífeyrisbótaþegarnir hér á landi voru um 136 prósent fleiri heldur en annars staðar á Norðurlöndum, árið 2002. Þetta kemur fram í skýrslunni Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar, sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands tók saman að beiðni Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Samkvæmt skýrslunni hefur öryrkjum fjölgað umtalsvert á síðustu árum. Sérstaka athygli vekur að mun fleiri ungmenni innan 19 ára aldurs þiggja hér lífeyri af einhverju tagi en annars staðar á Norðurlöndum. Á milli 40 og 49 ára virðist hlutfall öryrkja vera svipað hér og annars staðar á Norðurlöndum. Eftir fimmtugt snýst dæmið hins vegar við og þá verður örorka mun algengari í grannlöndunum en hér. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að ef útgjöld vegna örorkulífeyris yrðu þau sömu í framtíðinni og árið 2004 má ætla að áfallnar skuldbindingar kerfisins nemi um 165 milljörðum króna miðað við 3,5 prósent ávöxtunarkröfu. Augljóst er að ef örorkulífeyrisþegar eru að yngjast þá mun það leiða til aukins kostnaðar í framtíðinni. Þannig myndi eins árs hækkun á líftíma meðalbóta leiða til um 6,5 milljarða hækkunar á áföllnum skuldbindingum. Útgjöld hins opinbera vegna málaflokksins hafa vaxið úr 3,8 milljörðum króna. árið 1990 í um12,7 milljarða árið 2003. Að hluta til má rekja þessa aukningu til 82 prósent fjölgunar bótaþega, en um 18 prósent útgjaldaaukningarinnar stafa af hækkun bótagreiðslna að raunvirði. Ef útgjöld almenna lífeyrissjóðakerfisins eru talin með má ætla að heildarbætur til öryrkja hafi numið um 18 milljörðum króna árið 2003. Að sama skapi nam áætlaður kostnaður samfélagsins vegna tapaðra vinnustunda vegna örorku tæpum fjórum prósentum af landsframleiðslu árið 2003, sem varlega áætlað jafngildir tæplega 34 milljörðum króna á föstu verðlagi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira