Vill hækkun á tekjumörkum öryrkja 4. maí 2005 00:01 Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, segist telja skynsamlegt að hækka þau tekjumörk sem öryrkjar mega hafa án þess að örorkubæturnar skerðist. Tekjutryggingaraukanum er þannig háttað nú að hann skerðist frá fyrstu krónu sem viðkomandi fær í tekjur. "Við komumst ekkert í gegnum almannatryggingar án þess að hafa tekjutengingar," sagði Karl Steinar. "Sprengjan sem varð með örorkudómunum snérist mikið um það að skerðingarmörkin voru alltof lág. Ég hygg að það sé skynsamlegt að hækka þau, en hef ekki myndað mér skoðun á hversu mikil sú hækkun ætti að vera." Karl Steinar sagði að þegar rætt væri um mikla fjölgun öryrkja nú mætti halda því til haga að Tryggingastofnun hefðu vakið athygli á þeirri þróun í apríl á síðasta ári með skýrslu sinni. Hins vegar væru það rangfærslur að öryrkjar væru hlutfallslega fleiri hér heldur en á hinum Norðurlöndunum "Eigi að síður gefur þróunin hér ástæður til að athuga málin í heild og hafa uppi úrræði sem duga til þess að forða fólki frá örorku," sagði Karl Steinar. "Þar er starfsendurhæfing mikilvæg. Við tölum fyrir því að reynt verði að hafa áhrif á þessa þróun með aukinni slíka endurhæfingu. Langvarandi atvinnuleysi er heilsuspillandi. Það er nokkuð sem menn verða að átta sig á." "Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að hvetja þurfi menn, en ekki letja, til að fara út á vinnumarkaðinn,"sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. " Ef þetta hlutfall er með þeim hætti að það letur menn til að taka þátt í samfélaginu þá er það eitt af þeim atriðum sem kæmu til skoðunar." Ráðherra kvaðst ekki geta sagt neitt um ákvarðanir í þessum efnum. Hann kvaðst ekki geta breytt þessum mörkum með einu pennastriki. Það yrði að gerast í tengslum við fjárlög og lagabreyting þyrfti að koma til. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Sjá meira
Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, segist telja skynsamlegt að hækka þau tekjumörk sem öryrkjar mega hafa án þess að örorkubæturnar skerðist. Tekjutryggingaraukanum er þannig háttað nú að hann skerðist frá fyrstu krónu sem viðkomandi fær í tekjur. "Við komumst ekkert í gegnum almannatryggingar án þess að hafa tekjutengingar," sagði Karl Steinar. "Sprengjan sem varð með örorkudómunum snérist mikið um það að skerðingarmörkin voru alltof lág. Ég hygg að það sé skynsamlegt að hækka þau, en hef ekki myndað mér skoðun á hversu mikil sú hækkun ætti að vera." Karl Steinar sagði að þegar rætt væri um mikla fjölgun öryrkja nú mætti halda því til haga að Tryggingastofnun hefðu vakið athygli á þeirri þróun í apríl á síðasta ári með skýrslu sinni. Hins vegar væru það rangfærslur að öryrkjar væru hlutfallslega fleiri hér heldur en á hinum Norðurlöndunum "Eigi að síður gefur þróunin hér ástæður til að athuga málin í heild og hafa uppi úrræði sem duga til þess að forða fólki frá örorku," sagði Karl Steinar. "Þar er starfsendurhæfing mikilvæg. Við tölum fyrir því að reynt verði að hafa áhrif á þessa þróun með aukinni slíka endurhæfingu. Langvarandi atvinnuleysi er heilsuspillandi. Það er nokkuð sem menn verða að átta sig á." "Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að hvetja þurfi menn, en ekki letja, til að fara út á vinnumarkaðinn,"sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. " Ef þetta hlutfall er með þeim hætti að það letur menn til að taka þátt í samfélaginu þá er það eitt af þeim atriðum sem kæmu til skoðunar." Ráðherra kvaðst ekki geta sagt neitt um ákvarðanir í þessum efnum. Hann kvaðst ekki geta breytt þessum mörkum með einu pennastriki. Það yrði að gerast í tengslum við fjárlög og lagabreyting þyrfti að koma til.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Sjá meira