Þrjú ár fyrir tæp þrjú kíló 26. maí 2005 00:01 Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir fjórum sakborningum í einum anga Dettifossmálsins. Sá angi snýr að innflutningi á um 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Dettifossmálið svokallaða er þó mun stærra í heild sinni. Einn hinna ákærðu, Hinrik Jóhannsson, keypti í mars 2004 1.600 grömm af amfetamíni í Amsterdam og afhenti Jóni Arnari Reynissyni, þá skipverja á Dettifossi, efnið tveimur dögum síðar í Rotterdam til flutnings. Einnig sótti Jón Arnar, með öðrum óþekktum manni, 1.100 grömm af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni sem voru grafin í jörðu nærri sjómannaheimilinu í Rotterdam. Sigurður Þór Sigurðsson, annar skipverji á Dettifossi, aðstoðaði Jón Arnar við að koma efnunum fyrir í gámi í skipinu og útvegaði honum auk þess innsigli á gáminn. Jón Arnar sem þá átti sjálfur við fíkniefnavanda að stríða rauf hins vegar innsiglið á leið yfir hafið til þess að komast í efnin sjálfur. Skipverji varð svo var við það að innsiglið hafði verið rofið, fór inn í gáminn og fann þar pakkana með fíkniefnunum og lét skipstjóra vita. Skipstjórinn hafði samband við lögreglu sem gerði efnin upptæk þegar skipið lagði að bryggju. Í öðrum lið ákærunnar er dæmt fyrir um 400 grömm af amfetamíni sem Jón Arnar reyndi að flytja hingað til lands fyrir Hinrik með Dettifossi í júní sama ár en guggnaði og losaði sig við efnin áður en ferðinni lauk. Maðurinn sem grunaður var um að hafa afhent honum efnin var sýknaður af þeim lið ákærunnar og skipti þar miklu að Hinrik breytti fyrri framburði sínum fyrir dómi og vildi sjálfur taka ábyrgð á því að hafa keypt efnin. Maðurinn var hins vegar dæmdur í fésektir fyrir að hafa undir höndum um 17 grömm af amfetamíni sem lögregla lagði hald á í húsleit hjá honum. Hinrik var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2 kílóum af amfetamíni, Jón Arnar í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2,7 kílóum af amfetamíni og tæplega 600 grömmum af kókaíni og Sigurður Þór í eins árs fangelsi fyrir að hafa aðstoðað Jón Arnar við innflutninginn og að hafa reynt að flytja hingað til lands nokkurt magn af munn- og neftóbaki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir fjórum sakborningum í einum anga Dettifossmálsins. Sá angi snýr að innflutningi á um 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Dettifossmálið svokallaða er þó mun stærra í heild sinni. Einn hinna ákærðu, Hinrik Jóhannsson, keypti í mars 2004 1.600 grömm af amfetamíni í Amsterdam og afhenti Jóni Arnari Reynissyni, þá skipverja á Dettifossi, efnið tveimur dögum síðar í Rotterdam til flutnings. Einnig sótti Jón Arnar, með öðrum óþekktum manni, 1.100 grömm af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni sem voru grafin í jörðu nærri sjómannaheimilinu í Rotterdam. Sigurður Þór Sigurðsson, annar skipverji á Dettifossi, aðstoðaði Jón Arnar við að koma efnunum fyrir í gámi í skipinu og útvegaði honum auk þess innsigli á gáminn. Jón Arnar sem þá átti sjálfur við fíkniefnavanda að stríða rauf hins vegar innsiglið á leið yfir hafið til þess að komast í efnin sjálfur. Skipverji varð svo var við það að innsiglið hafði verið rofið, fór inn í gáminn og fann þar pakkana með fíkniefnunum og lét skipstjóra vita. Skipstjórinn hafði samband við lögreglu sem gerði efnin upptæk þegar skipið lagði að bryggju. Í öðrum lið ákærunnar er dæmt fyrir um 400 grömm af amfetamíni sem Jón Arnar reyndi að flytja hingað til lands fyrir Hinrik með Dettifossi í júní sama ár en guggnaði og losaði sig við efnin áður en ferðinni lauk. Maðurinn sem grunaður var um að hafa afhent honum efnin var sýknaður af þeim lið ákærunnar og skipti þar miklu að Hinrik breytti fyrri framburði sínum fyrir dómi og vildi sjálfur taka ábyrgð á því að hafa keypt efnin. Maðurinn var hins vegar dæmdur í fésektir fyrir að hafa undir höndum um 17 grömm af amfetamíni sem lögregla lagði hald á í húsleit hjá honum. Hinrik var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2 kílóum af amfetamíni, Jón Arnar í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2,7 kílóum af amfetamíni og tæplega 600 grömmum af kókaíni og Sigurður Þór í eins árs fangelsi fyrir að hafa aðstoðað Jón Arnar við innflutninginn og að hafa reynt að flytja hingað til lands nokkurt magn af munn- og neftóbaki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira