Reyndi að flýja úr umsjón lögreglu 2. júní 2005 00:01 Maður frá Singapúr var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að smygla fólki á milli landa. Einn þeirra sem með honum voru í för reyndi að flýja úr umsjón lögreglu með því að stökkva út um glugga af annarri hæð. Fjögur ungmenni, þrjár stúlkur og einn maður, sem voru með manninum í för eru á aldrinum 19 til 24 ára og eru öll kínverskir ríkisborgarar. Þó maðurinn sé grunaður um mansal var hann einungis ákærður og dæmdur fyrir að aðstoða fólk við að komast ólöglega á milli landa. Aðspurður hvers vegna maðurinn var ekki ákærður fyrir mansal fyrst málið ber þess merki að vera angi af skipulagðri glæpastarfsemi segir Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi sýslumanns, að fólkið virðist vera fórnarlömb í málinu og því sé það ekki ákært. Refsing mannsins er í samræmi við dómafordæmi. Þó hefur fylgdarfólkið í fyrri málum verið ákært og dæmt til refsingar ýmist fyrir skjalafals eða skjalamisnotkun en nú virðist hafa orðið breyting á. Að sögn Eyjólfs hefur átt sér stað mikil þróun í þessum málaflokki og alþjóðasamfélagið og ríkisstjórnir um heim allan hafi verið að bregðast við þessum alvarlega brotaflokki. Eyjólfur segir að með aukinni reynslu og þróun sé tekið öðruvísi á þessum málum. Nýverið skrifaði Ísland undir sáttmála Evrópuráðsins um að vernda fórnarlömb mansals og smygls. Um tíma var talið að stúlkurnar þrjár væru 15 til 17 ára gamlar og málið því talið mun alvarlegra ef rétt væri að fórnarlömbin væru börn. Spurður hvað olli þessum misskilningi segir Eyjólfur að þetta sé hluti af ferlinu; fólkinu sé uppálagt að skýra frá með ákveðnum hætti og það hafi gert það í þessu tilviki. Kínverjarnir hafa dvalið á gistiheimili í Reykjnesbæ en þau hafa verið í óvissu um örlög sín og ekki skilið að líklega hafi þeim verið fyrir bestu að för þeirra yrði stöðvuð hér. Í síðustu viku stökk ungi maðurinn út um glugga af annari hæð niður á hellulagða stétt til að flýja. Hann lá vankaður á stéttinni um stund en hljóp af stað þegar lögregluna bar að. Hann náðist svo á hlaupum. Kínverjarnir hafa fengið dvalarleyfi hér á landi til bráðabirgða á meðan unnið er að málum þeirra í stjórnsýslunni. Tvö þeirra hafa lýst yfir vilja til að komast aftur til síns heima. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Maður frá Singapúr var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að smygla fólki á milli landa. Einn þeirra sem með honum voru í för reyndi að flýja úr umsjón lögreglu með því að stökkva út um glugga af annarri hæð. Fjögur ungmenni, þrjár stúlkur og einn maður, sem voru með manninum í för eru á aldrinum 19 til 24 ára og eru öll kínverskir ríkisborgarar. Þó maðurinn sé grunaður um mansal var hann einungis ákærður og dæmdur fyrir að aðstoða fólk við að komast ólöglega á milli landa. Aðspurður hvers vegna maðurinn var ekki ákærður fyrir mansal fyrst málið ber þess merki að vera angi af skipulagðri glæpastarfsemi segir Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi sýslumanns, að fólkið virðist vera fórnarlömb í málinu og því sé það ekki ákært. Refsing mannsins er í samræmi við dómafordæmi. Þó hefur fylgdarfólkið í fyrri málum verið ákært og dæmt til refsingar ýmist fyrir skjalafals eða skjalamisnotkun en nú virðist hafa orðið breyting á. Að sögn Eyjólfs hefur átt sér stað mikil þróun í þessum málaflokki og alþjóðasamfélagið og ríkisstjórnir um heim allan hafi verið að bregðast við þessum alvarlega brotaflokki. Eyjólfur segir að með aukinni reynslu og þróun sé tekið öðruvísi á þessum málum. Nýverið skrifaði Ísland undir sáttmála Evrópuráðsins um að vernda fórnarlömb mansals og smygls. Um tíma var talið að stúlkurnar þrjár væru 15 til 17 ára gamlar og málið því talið mun alvarlegra ef rétt væri að fórnarlömbin væru börn. Spurður hvað olli þessum misskilningi segir Eyjólfur að þetta sé hluti af ferlinu; fólkinu sé uppálagt að skýra frá með ákveðnum hætti og það hafi gert það í þessu tilviki. Kínverjarnir hafa dvalið á gistiheimili í Reykjnesbæ en þau hafa verið í óvissu um örlög sín og ekki skilið að líklega hafi þeim verið fyrir bestu að för þeirra yrði stöðvuð hér. Í síðustu viku stökk ungi maðurinn út um glugga af annari hæð niður á hellulagða stétt til að flýja. Hann lá vankaður á stéttinni um stund en hljóp af stað þegar lögregluna bar að. Hann náðist svo á hlaupum. Kínverjarnir hafa fengið dvalarleyfi hér á landi til bráðabirgða á meðan unnið er að málum þeirra í stjórnsýslunni. Tvö þeirra hafa lýst yfir vilja til að komast aftur til síns heima.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira