Læknar átaldir fyrir morfínávísun 7. júní 2005 00:01 Landlæknisembættið hefur á undanförnum vikum og mánuðum haft samband við hóp lækna og átalið þá fyrir óeðlilegar ávísanir á morfínlyf og önnur ávanabindandi lyf að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Ýmist fá þeir tiltal eða ádrepur, jafnvel áminningar. Síðastnefnda úrræðinu er ekki beitt nema læknirinn sjálfur sé í vímuefnaneyslu af einhverju tagi eða hann fari langt út fyrir velsæmismörk í starfi sínu. Það sem af er þessu ári hefur embættið veitt allt að fjórar áminningar. "Við höfum haft samband við lækna sem hafa eitthvað misst stjórn á sér," sagði landlæknir. "Það verður rætt við fleiri einstaklinga á næstu dögum og vikum. Við erum að vinna með gögn sem við höfum undir höndum úr lyfjagagnagrunni, til að staðfesta eða afsanna orðróm." Landlæknir kvaðst ekki geta gefið upp hve marga lækna hefði verið rætt við á tilteknu tímabili né hversu margir hefðu reynst fara fram úr hófi í tilvísunum á verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf. Málið væri á því stigi þessa dagana, að starfsmenn embættisins skiptu með sér að ræða við tiltekna einstaklinga og því lægju ekki fyrir samræmdar tölur enn sem komið er. Spurður hvort um væri að ræða sömu læknana sem ræða þyrfti við vegna þessa sagði landlæknir svo vera í sumum tilvikum, öðrum ekki. Lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins hefur nú að hluta til verið tekinn í notkun. Landlæknir sagði, að gagnsemi hans væri strax farin að skila sér. Með tilkomu hans yrði mun auðveldara að leita uppi frávik í lyfjaávísunum lækna til fólks. "Þetta tæki breytir miklu varðandi eftirlit, þótt það ráði ekki við að breyta grunnorsökinni, það er að segja af hverju læknar skrifa út lyf til fíkla," sagði landlæknir. "Oft er það þannig að menn gera þetta af einhvers konar miskunnsemi, því þeir vorkenna fíklinum. Í öðru lagi geta fíklarnir talið fólki trú um hluti sem öðrum tekst ekki. Læknar geta verið móttækilegir fyrir því eins og annað fólk. En það er sem betur fer mjög lítið um verstu ástæðuna, að læknar séu að gera þetta til að auka tekjur sínar beinlínis. Ég get ekki sagt hversu stór sá hópur er, en hann er til. Sá hópur þarf mest á því að halda, að tekið sé í lurginn á honum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Sjá meira
Landlæknisembættið hefur á undanförnum vikum og mánuðum haft samband við hóp lækna og átalið þá fyrir óeðlilegar ávísanir á morfínlyf og önnur ávanabindandi lyf að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Ýmist fá þeir tiltal eða ádrepur, jafnvel áminningar. Síðastnefnda úrræðinu er ekki beitt nema læknirinn sjálfur sé í vímuefnaneyslu af einhverju tagi eða hann fari langt út fyrir velsæmismörk í starfi sínu. Það sem af er þessu ári hefur embættið veitt allt að fjórar áminningar. "Við höfum haft samband við lækna sem hafa eitthvað misst stjórn á sér," sagði landlæknir. "Það verður rætt við fleiri einstaklinga á næstu dögum og vikum. Við erum að vinna með gögn sem við höfum undir höndum úr lyfjagagnagrunni, til að staðfesta eða afsanna orðróm." Landlæknir kvaðst ekki geta gefið upp hve marga lækna hefði verið rætt við á tilteknu tímabili né hversu margir hefðu reynst fara fram úr hófi í tilvísunum á verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf. Málið væri á því stigi þessa dagana, að starfsmenn embættisins skiptu með sér að ræða við tiltekna einstaklinga og því lægju ekki fyrir samræmdar tölur enn sem komið er. Spurður hvort um væri að ræða sömu læknana sem ræða þyrfti við vegna þessa sagði landlæknir svo vera í sumum tilvikum, öðrum ekki. Lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins hefur nú að hluta til verið tekinn í notkun. Landlæknir sagði, að gagnsemi hans væri strax farin að skila sér. Með tilkomu hans yrði mun auðveldara að leita uppi frávik í lyfjaávísunum lækna til fólks. "Þetta tæki breytir miklu varðandi eftirlit, þótt það ráði ekki við að breyta grunnorsökinni, það er að segja af hverju læknar skrifa út lyf til fíkla," sagði landlæknir. "Oft er það þannig að menn gera þetta af einhvers konar miskunnsemi, því þeir vorkenna fíklinum. Í öðru lagi geta fíklarnir talið fólki trú um hluti sem öðrum tekst ekki. Læknar geta verið móttækilegir fyrir því eins og annað fólk. En það er sem betur fer mjög lítið um verstu ástæðuna, að læknar séu að gera þetta til að auka tekjur sínar beinlínis. Ég get ekki sagt hversu stór sá hópur er, en hann er til. Sá hópur þarf mest á því að halda, að tekið sé í lurginn á honum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Sjá meira