Ekki Halldórs að leiðrétta? 14. júní 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra taldi það ekki sitt hlutverk að leiðrétta rangar upplýsingar sem einkavæðingarnefnd fékk. Þessar röngu upplýsingar gerðu það að verkum að hvergi kom fram í gögnum nefndarinnar að möguleiki væri á hagsmunaárekstri ríkis og ráðherra. Í úttekt ríkisendurskoðanda á hæfi Halldórs til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum kemur margoft fram að ástæðan fyrir því að engar spurningar hafi vaknað um hæfi ráðherrans á sínum tíma er sú að í gögnum málsins lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að möguleiki væri á hagsmunaárekstri. Í upplýsingum S-hópsins til einkavæðingarnefndar sagði að Hesteyri ehf. væri að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga þegar hið rétta var að Skinney-Þinganes hafði keypt helminginn í Hesteyri í ágúst. En í ljósi þess að rangar upplýsingar voru sendar nefndinni, hefði ekki verið rétt hjá forsætisráðherra að leiðrétta þær og hafa þar með allt uppi á borðinu? Halldór svaraði því til á blaðamannafundinum í gær að hann leiðrétti ekki það sem „aðrir aðilar úti í bæ“ sendi frá sér. Þetta væri honum algjörlega óviðkomandi. Halldór benti einnig á að Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir S-hópinn á sínum tíma, hefði leiðrétt það samkvæmt blöðum gærdagsins. Kristinn sagði í Fréttablaðinu í gær að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefði gert mistök og notað gömul gögn þegar það setti saman sína úttekt fyrir einkavæðingarnefnd. Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, segir þetta rangt - hlutverk endurskoðunarfyrirtækisins hafi verið að meta fjárhagslegt bolmagn aðila S-hópsins til að kaupa bankann og þá sé miðað við endurskoðaða ársreikninga, ekki hvort eða hvernig eignarhald breytist á árinu. Halldór sagðist í gær ekki vita nokkurn skapaðan hlut um hversu mikill persónulegur hagnaður hans hefði verið af hækkunum hlutabréfa Skinneyjar-Þinganess í Hesteyri um hundruð milljóna króna frá kaupunum í ágúst fram að áramótum, enda væri hlutur hans ekki söluvara heldur fjölskylduarfur. Í úttekt ríkisendurskoðanda er óbeinn hlutur Halldórs af þeim hlut sem S-hópurinn keypti í Búnaðarbankanum metinn á um þrjár og hálfa milljón króna og hlutur fjölskyldu hans um sextíu og sjö milljónir. Miðað við umfang viðskiptanna eru hagsmunir ráðherra þvi metnir óverulegir. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra taldi það ekki sitt hlutverk að leiðrétta rangar upplýsingar sem einkavæðingarnefnd fékk. Þessar röngu upplýsingar gerðu það að verkum að hvergi kom fram í gögnum nefndarinnar að möguleiki væri á hagsmunaárekstri ríkis og ráðherra. Í úttekt ríkisendurskoðanda á hæfi Halldórs til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum kemur margoft fram að ástæðan fyrir því að engar spurningar hafi vaknað um hæfi ráðherrans á sínum tíma er sú að í gögnum málsins lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að möguleiki væri á hagsmunaárekstri. Í upplýsingum S-hópsins til einkavæðingarnefndar sagði að Hesteyri ehf. væri að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga þegar hið rétta var að Skinney-Þinganes hafði keypt helminginn í Hesteyri í ágúst. En í ljósi þess að rangar upplýsingar voru sendar nefndinni, hefði ekki verið rétt hjá forsætisráðherra að leiðrétta þær og hafa þar með allt uppi á borðinu? Halldór svaraði því til á blaðamannafundinum í gær að hann leiðrétti ekki það sem „aðrir aðilar úti í bæ“ sendi frá sér. Þetta væri honum algjörlega óviðkomandi. Halldór benti einnig á að Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir S-hópinn á sínum tíma, hefði leiðrétt það samkvæmt blöðum gærdagsins. Kristinn sagði í Fréttablaðinu í gær að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefði gert mistök og notað gömul gögn þegar það setti saman sína úttekt fyrir einkavæðingarnefnd. Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, segir þetta rangt - hlutverk endurskoðunarfyrirtækisins hafi verið að meta fjárhagslegt bolmagn aðila S-hópsins til að kaupa bankann og þá sé miðað við endurskoðaða ársreikninga, ekki hvort eða hvernig eignarhald breytist á árinu. Halldór sagðist í gær ekki vita nokkurn skapaðan hlut um hversu mikill persónulegur hagnaður hans hefði verið af hækkunum hlutabréfa Skinneyjar-Þinganess í Hesteyri um hundruð milljóna króna frá kaupunum í ágúst fram að áramótum, enda væri hlutur hans ekki söluvara heldur fjölskylduarfur. Í úttekt ríkisendurskoðanda er óbeinn hlutur Halldórs af þeim hlut sem S-hópurinn keypti í Búnaðarbankanum metinn á um þrjár og hálfa milljón króna og hlutur fjölskyldu hans um sextíu og sjö milljónir. Miðað við umfang viðskiptanna eru hagsmunir ráðherra þvi metnir óverulegir.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira