Áttum öll jafnan þátt 16. júní 2005 00:01 Áttum öll jafnan þátt í mótmælunum - Yfirlýsing frá mótmælendunum tveimur sem ekki sitja í gæsluvarðhaldi. Arna Ösp Magnúsardóttir og Ólafur Páll Sigurðsson, tvö þeirra sem stóðum að mótmælum á alþjóðlegri álráðstefnu á hótel Nordica í fyrradag, segjast í yfirlýsingu sem barst Talstöðinni í gærkvöld að þau vilji vekja athygli á að gríðarlegt misræmi og ójafnrétti sem þau segja að hafi átt sér stað við málsmeðferð Bretans Paul Gill sem handtekinn var fyrir sama verknað og þau. Paul situr nú í gæsluvarðhaldi sem kunnugt er en Örnu og Ólafi Páli var sleppt úr haldi. “Við viljum taka það skýrt fram að öll áttum við jafnan þátt í verknaðinum og erum slegin yfir slíku misrétti og tilraun yfirvalda til að gera blóraböggul úr Paul,” segir í yfirlýsingunni frá tvímemenningunum. “Við veltum því fyrir okkur hvort sú staðreynd að hann er útlendingur hafi eitthvað með það að gera, ef svo er er það klárt brot á réttindum hans. Sé ástæðan ekki sú krefjumst við réttmætrar skýringa á því hvers vegna hann fær aðra málsmeðferð en við.”Vilja sjálf í gæslu útfrá sömu rökum Arna og Ólafur Páll segja ennfremur að telji lögregla þörf á því að fangelsa einhvern fyrir að koma mótmælum sínum á framfæri með þeim hætti sem var gert eigi jafnt yfir alla að ganga. “Telji þeir sem að rannsókn málsins standa að þörf sé á gæsluvarðhaldi yfir þeim sem koma mótmælum sínum á framfæri með þeim aðferðum sem við beittum - á meðan mönnum sem grunaðir eru um aðild að barnaklámhringjum er sleppt að lokinni yfirheyrslu - er rökrétt að við hljótum einnig sömu meðferð og Paul Gill og verðum úrskurðuð í frekara gæsluvarðhald,” segja Arna og Ólafur sem segja það aukinheldur skjóta skökku við að Paul sé hnepptur í varðhald af þeirri ástæðu að hann kunni að reyna að koma sér úr landi, þegar hann geti það ekki meðan vegabréf hans sé í höndum lögreglu.Jafnt yfir alla “Með þessari yfirlýsingu viljum við ekki fría okkur af ábyrgð gjörða okkar eða reyna að forðast afleiðingarnar, en förum fram á að tekið sé á málum okkar allra jafnt.” Talstöðin Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Áttum öll jafnan þátt í mótmælunum - Yfirlýsing frá mótmælendunum tveimur sem ekki sitja í gæsluvarðhaldi. Arna Ösp Magnúsardóttir og Ólafur Páll Sigurðsson, tvö þeirra sem stóðum að mótmælum á alþjóðlegri álráðstefnu á hótel Nordica í fyrradag, segjast í yfirlýsingu sem barst Talstöðinni í gærkvöld að þau vilji vekja athygli á að gríðarlegt misræmi og ójafnrétti sem þau segja að hafi átt sér stað við málsmeðferð Bretans Paul Gill sem handtekinn var fyrir sama verknað og þau. Paul situr nú í gæsluvarðhaldi sem kunnugt er en Örnu og Ólafi Páli var sleppt úr haldi. “Við viljum taka það skýrt fram að öll áttum við jafnan þátt í verknaðinum og erum slegin yfir slíku misrétti og tilraun yfirvalda til að gera blóraböggul úr Paul,” segir í yfirlýsingunni frá tvímemenningunum. “Við veltum því fyrir okkur hvort sú staðreynd að hann er útlendingur hafi eitthvað með það að gera, ef svo er er það klárt brot á réttindum hans. Sé ástæðan ekki sú krefjumst við réttmætrar skýringa á því hvers vegna hann fær aðra málsmeðferð en við.”Vilja sjálf í gæslu útfrá sömu rökum Arna og Ólafur Páll segja ennfremur að telji lögregla þörf á því að fangelsa einhvern fyrir að koma mótmælum sínum á framfæri með þeim hætti sem var gert eigi jafnt yfir alla að ganga. “Telji þeir sem að rannsókn málsins standa að þörf sé á gæsluvarðhaldi yfir þeim sem koma mótmælum sínum á framfæri með þeim aðferðum sem við beittum - á meðan mönnum sem grunaðir eru um aðild að barnaklámhringjum er sleppt að lokinni yfirheyrslu - er rökrétt að við hljótum einnig sömu meðferð og Paul Gill og verðum úrskurðuð í frekara gæsluvarðhald,” segja Arna og Ólafur sem segja það aukinheldur skjóta skökku við að Paul sé hnepptur í varðhald af þeirri ástæðu að hann kunni að reyna að koma sér úr landi, þegar hann geti það ekki meðan vegabréf hans sé í höndum lögreglu.Jafnt yfir alla “Með þessari yfirlýsingu viljum við ekki fría okkur af ábyrgð gjörða okkar eða reyna að forðast afleiðingarnar, en förum fram á að tekið sé á málum okkar allra jafnt.”
Talstöðin Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira