Hagnaður Alcan lækkaði um 42% 8. ágúst 2005 00:01 Í fréttum frá Greiningardeild Landsbankans er greint frá því að hagnaður Alcan, næst stærsta álframleiðanda í heimi, hafi numið 190 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi og hefur lækkað um 42% frá sama tíma í fyrra, en þá nam hann 330 milljónum dollara. Hagnaður á hvern hlut nam 52 sentum, samanborið við 89 sent á síðasta ári. Tekjur félagsins á öðrum ársfjórðungi lækkuðu um 17% á milli ára og námu alls 5,21 milljónum dollara. Ástæðan fyrir lægri tekjum er sú að Alcan þurfti að selja frá sér eitt dótturfélaga sinna í janúar á þessu ári vegna fyrirskipunar samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum og Evrópu. Rekstrarhagnaður félagsins án áhrifa gengisbreytinga ásamt öðru, nam 286 m.USD eða 0,77 sentum á hvern hlut, samanborið við 230 m.USD eða 0,62 sent á hlut á sama tíma í fyrra. Bætta afkomu má að mestu rekja til mikillar sölu og hærra heimsmarkaðsverðs á áli, en lágt gengi bandaríkjadals og hátt orkuverð vógu hins vegar lítillega upp á móti. Í tilkynningu frá Alcan er því spáð að eftirspurn eftir áli muni aukast um tæp 5% það sem eftir er ársins og að framleiðsla muni aukast um rúm 6%. Einnig er því spáð að umframeftirspurn eftir áli muni nema um 200.000 tonnum á árinu. Sé spá Alcan marktæk, má telja líklegt að heimsmarkaðsverð á áli muni áfram haldast hátt á næstu misserum. Erlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í fréttum frá Greiningardeild Landsbankans er greint frá því að hagnaður Alcan, næst stærsta álframleiðanda í heimi, hafi numið 190 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi og hefur lækkað um 42% frá sama tíma í fyrra, en þá nam hann 330 milljónum dollara. Hagnaður á hvern hlut nam 52 sentum, samanborið við 89 sent á síðasta ári. Tekjur félagsins á öðrum ársfjórðungi lækkuðu um 17% á milli ára og námu alls 5,21 milljónum dollara. Ástæðan fyrir lægri tekjum er sú að Alcan þurfti að selja frá sér eitt dótturfélaga sinna í janúar á þessu ári vegna fyrirskipunar samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum og Evrópu. Rekstrarhagnaður félagsins án áhrifa gengisbreytinga ásamt öðru, nam 286 m.USD eða 0,77 sentum á hvern hlut, samanborið við 230 m.USD eða 0,62 sent á hlut á sama tíma í fyrra. Bætta afkomu má að mestu rekja til mikillar sölu og hærra heimsmarkaðsverðs á áli, en lágt gengi bandaríkjadals og hátt orkuverð vógu hins vegar lítillega upp á móti. Í tilkynningu frá Alcan er því spáð að eftirspurn eftir áli muni aukast um tæp 5% það sem eftir er ársins og að framleiðsla muni aukast um rúm 6%. Einnig er því spáð að umframeftirspurn eftir áli muni nema um 200.000 tonnum á árinu. Sé spá Alcan marktæk, má telja líklegt að heimsmarkaðsverð á áli muni áfram haldast hátt á næstu misserum.
Erlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira