Gengur aldrei í bleiku 11. ágúst 2005 00:01 "Ég veit ekki alveg hvort ég á að velja -- eyrnalokkana mína eða úlpuna," segir Erna og ákveður að gera ekki upp á milli uppáhaldshlutanna sinna og segja frá þeim báðum. "Ég fór inn í Spútnik fyrir algjöra slysni með vinkonum mínum fyrir ári síðan þegar ég var nýflutt í bæinn. Þar sá ég gamaldags skíðaúlpu og hún smellpassaði, þannig að ég keypti hana. Ég fór ekki úr henni allan síðasta vetur og það sama gæti orðið uppi á teningnum núna í vetur. Það er svona þegar maður finnur eitthvað sem passar, þá er erfitt að skipta því út," segir Erna en uppáhaldseyrnalokkarnir eru ívið persónulegri en úlpan. "Vinkona mín var í handverksskóla í Danmörku og bjó þá til handa mér. Þeir eru rosalega fínir og úr gleri og ég er oft með þá þegar ég er að spila. Reyndar er festingin á öðrum þeirra biluð núna þannig að ég verð að láta laga þá fyrir mig. Eyrnalokkarnir eru mjög persónulegir því þeir voru búnir til sérstaklega handa mér og það á enginn alveg eins par." Fatasmekkur Ernu hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. "Þegar ég var yngri þá var ég alltaf í Spútnik og "second hand" búðum. Ég var alltaf í hippalegum fötum og skræpóttum en nú hefur það algjörlega snúist við. Ég geng í mjög venjulegum fötum og þau mega helst ekki vera mynstruð. Mér finnst mjög gaman að vera í litum en ég er aldrei í bleiku. Ég er með ofnæmi fyrir þeim lit og rosa fóbíu síðan ég var alltaf klædd í bleikt þegar ég var lítil." Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
"Ég veit ekki alveg hvort ég á að velja -- eyrnalokkana mína eða úlpuna," segir Erna og ákveður að gera ekki upp á milli uppáhaldshlutanna sinna og segja frá þeim báðum. "Ég fór inn í Spútnik fyrir algjöra slysni með vinkonum mínum fyrir ári síðan þegar ég var nýflutt í bæinn. Þar sá ég gamaldags skíðaúlpu og hún smellpassaði, þannig að ég keypti hana. Ég fór ekki úr henni allan síðasta vetur og það sama gæti orðið uppi á teningnum núna í vetur. Það er svona þegar maður finnur eitthvað sem passar, þá er erfitt að skipta því út," segir Erna en uppáhaldseyrnalokkarnir eru ívið persónulegri en úlpan. "Vinkona mín var í handverksskóla í Danmörku og bjó þá til handa mér. Þeir eru rosalega fínir og úr gleri og ég er oft með þá þegar ég er að spila. Reyndar er festingin á öðrum þeirra biluð núna þannig að ég verð að láta laga þá fyrir mig. Eyrnalokkarnir eru mjög persónulegir því þeir voru búnir til sérstaklega handa mér og það á enginn alveg eins par." Fatasmekkur Ernu hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. "Þegar ég var yngri þá var ég alltaf í Spútnik og "second hand" búðum. Ég var alltaf í hippalegum fötum og skræpóttum en nú hefur það algjörlega snúist við. Ég geng í mjög venjulegum fötum og þau mega helst ekki vera mynstruð. Mér finnst mjög gaman að vera í litum en ég er aldrei í bleiku. Ég er með ofnæmi fyrir þeim lit og rosa fóbíu síðan ég var alltaf klædd í bleikt þegar ég var lítil."
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira