Nautakjöt frá Argentínu sagt ósýkt 22. ágúst 2005 00:01 Hægt er að flytja hingað til lands gott ósýkt kjöt á góðu verði frá Argentínu, fullyrðir Sigurður Jónsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin hafa fengið svar frá Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni við fyrirspurn sinni um heilbrigðisástand nautgripa í Argentínu. Dr. Karim Ben Jebara, yfirmaður upplýsingadeildar stofnunarinnar segir að embætti yfirdýralæknis í Argentínu hafi ekki tilkynnt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni um neina óeðlilega sjúkdóma í nautgripum í Argentínu á árinu 2005. Þess vegna ætti land sem vill flytja inn nautakjöt frá Argentínu að fara eftir þeim reglum sem settar eru í því landi eða samkvæmt reglum alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Innflutningslandinu er alltaf frjálst að leyfa innflutning á kjöti eða kjötafurðum undir ákveðnum skilyrðum sem eru annað hvort strangari eða rýmri en ákvæði OIE segja til um, en það verður að gerast samkvæmt vísindalegu áhættumati. "Þetta segir okkur að ekkert er að því að flytja inn nautakjöt frá Argentínu," segir Sigurður og bætir við að þar af leiðandi séu fullyrðingar Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra ekki réttar að því leyti. "Að því er þarna segir getur hann sett strangari skilyrði en hann þarf samkvæmt alþjóðasamningum," segir Sigurður. "En þá vaknar spurningin: "Af hverju setur hann þessi skilyrði, þegar kjötið er í lagi? Er það vegna þess að hann vill halda ódýrasta nautakjötinu í 1.400 krónum kílóinu, eins og það er nú ?" Sigurður segir að sannanlega sé skortur á nautakjöti í landinu. Þess vegna hafi verðið farið hækkandi og er nú orðið mjög hátt, hærra en Samtök verslunar og þjónustu telja boðlegt fyrir neytendur. "Þegar kostur er á ódýrari vöru sem er góð," bætir hann við, "þá vill verslunin fá að flytja hana inn með viðbótarkvóta." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Sjá meira
Hægt er að flytja hingað til lands gott ósýkt kjöt á góðu verði frá Argentínu, fullyrðir Sigurður Jónsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Samtökin hafa fengið svar frá Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni við fyrirspurn sinni um heilbrigðisástand nautgripa í Argentínu. Dr. Karim Ben Jebara, yfirmaður upplýsingadeildar stofnunarinnar segir að embætti yfirdýralæknis í Argentínu hafi ekki tilkynnt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni um neina óeðlilega sjúkdóma í nautgripum í Argentínu á árinu 2005. Þess vegna ætti land sem vill flytja inn nautakjöt frá Argentínu að fara eftir þeim reglum sem settar eru í því landi eða samkvæmt reglum alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Innflutningslandinu er alltaf frjálst að leyfa innflutning á kjöti eða kjötafurðum undir ákveðnum skilyrðum sem eru annað hvort strangari eða rýmri en ákvæði OIE segja til um, en það verður að gerast samkvæmt vísindalegu áhættumati. "Þetta segir okkur að ekkert er að því að flytja inn nautakjöt frá Argentínu," segir Sigurður og bætir við að þar af leiðandi séu fullyrðingar Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra ekki réttar að því leyti. "Að því er þarna segir getur hann sett strangari skilyrði en hann þarf samkvæmt alþjóðasamningum," segir Sigurður. "En þá vaknar spurningin: "Af hverju setur hann þessi skilyrði, þegar kjötið er í lagi? Er það vegna þess að hann vill halda ódýrasta nautakjötinu í 1.400 krónum kílóinu, eins og það er nú ?" Sigurður segir að sannanlega sé skortur á nautakjöti í landinu. Þess vegna hafi verðið farið hækkandi og er nú orðið mjög hátt, hærra en Samtök verslunar og þjónustu telja boðlegt fyrir neytendur. "Þegar kostur er á ódýrari vöru sem er góð," bætir hann við, "þá vill verslunin fá að flytja hana inn með viðbótarkvóta."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Sjá meira