Ofbeldisbrotum fækkar í miðbænum 25. ágúst 2005 00:01 Skráðum ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur fækkaði um 40 prósent á fimm ára tímabili frá árinu 2000 til loka ársins 2004 samkvæmt úttekt sem gerð var fyrir lögregluna í Reykjavík og kynnt var í gær. Þykir lögregluyfirvöldum þetta sýna að umtalsverður árangur hefur náðst og þakka það helst öryggismyndavélum og breyttum opnunartíma skemmti- og veitingastaða. Samkvæmt úttektinni, sem unnin var af Boga Ragnarssyni, voru skráð 463 ofbeldismál á miðbæjarsvæðinu árið 2000 en allt árið 2004 voru skráð 282 slík mál í bækur lögreglu. Fækkaði því brotum um tæplega 200 á þessum árum. Skýrsluhöfundur bendir á nokkur líkleg atriði sem orsakir þessarar fækkunar ofbeldisverka og er þar helst til að telja breyttan opnunartíma skemmti- og veitingastaða en árið 2000 var opnunartími slíkra staða ekki jafn frjáls og hann síðar varð. Annar stór þáttur er uppsetning öryggismyndavéla víðs vegar í miðbænum á þessum tíma en forvarnargildi þeirra þykir ótvírætt jafnvel þó að gögn úr slíkum vélum hafi tíðum ekki verið notuð í ákærumálum. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir skýrsluna sýna svo ekki verði um villst að staða mála í miðbænum hafi batnað til mikilla muna þvert á það sem oft á tíðum fram kemur í fjölmiðlum. "Fjölmiðlar hafa tilhneigingu til að mála skrattann á vegginn hvað miðborgina varðar. Atburðir sem þar gerast virðast fá meiri og stærri umfjallanir í fjölmiðlum en sams konar atvik annars staðar. Við höfum staðið fyrir rannsókn sem sýnir og sannar að þegar umfjöllun um miðborgina var lítil í fjölmiðlum jókst öryggistilfinning almennings til muna." Tvennt skekkir úttektina að nokkru leyti. Annars vegar er engin samanburður á því hvort brot voru almennt grófari eða vægari umrædd ár en ýmsir læknar telja líkamsárásir verða alvarlegri ár frá ári. Hins vegar er töluverður fjöldi brota sem aldrei er kærður eða kemur að öðru leyti ekki til kasta lögreglu og er því ómælanlegur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Skráðum ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur fækkaði um 40 prósent á fimm ára tímabili frá árinu 2000 til loka ársins 2004 samkvæmt úttekt sem gerð var fyrir lögregluna í Reykjavík og kynnt var í gær. Þykir lögregluyfirvöldum þetta sýna að umtalsverður árangur hefur náðst og þakka það helst öryggismyndavélum og breyttum opnunartíma skemmti- og veitingastaða. Samkvæmt úttektinni, sem unnin var af Boga Ragnarssyni, voru skráð 463 ofbeldismál á miðbæjarsvæðinu árið 2000 en allt árið 2004 voru skráð 282 slík mál í bækur lögreglu. Fækkaði því brotum um tæplega 200 á þessum árum. Skýrsluhöfundur bendir á nokkur líkleg atriði sem orsakir þessarar fækkunar ofbeldisverka og er þar helst til að telja breyttan opnunartíma skemmti- og veitingastaða en árið 2000 var opnunartími slíkra staða ekki jafn frjáls og hann síðar varð. Annar stór þáttur er uppsetning öryggismyndavéla víðs vegar í miðbænum á þessum tíma en forvarnargildi þeirra þykir ótvírætt jafnvel þó að gögn úr slíkum vélum hafi tíðum ekki verið notuð í ákærumálum. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir skýrsluna sýna svo ekki verði um villst að staða mála í miðbænum hafi batnað til mikilla muna þvert á það sem oft á tíðum fram kemur í fjölmiðlum. "Fjölmiðlar hafa tilhneigingu til að mála skrattann á vegginn hvað miðborgina varðar. Atburðir sem þar gerast virðast fá meiri og stærri umfjallanir í fjölmiðlum en sams konar atvik annars staðar. Við höfum staðið fyrir rannsókn sem sýnir og sannar að þegar umfjöllun um miðborgina var lítil í fjölmiðlum jókst öryggistilfinning almennings til muna." Tvennt skekkir úttektina að nokkru leyti. Annars vegar er engin samanburður á því hvort brot voru almennt grófari eða vægari umrædd ár en ýmsir læknar telja líkamsárásir verða alvarlegri ár frá ári. Hins vegar er töluverður fjöldi brota sem aldrei er kærður eða kemur að öðru leyti ekki til kasta lögreglu og er því ómælanlegur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira