Lítið gert við athugasemdum 25. ágúst 2005 00:01 Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gert þótt Persónuvernd geri athugasemdir við notkun öryggismyndavéla. Til dæmis hefur lögreglan ekki gengið úr skugga um að búið sé að fjarlægja myndavél úr búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Persónuvernd kannar einungis mál ef ábendingar berast til hennar um að notkun myndavéla geti verið ólögmæt og hefur ekki heimild til að beita þá sem gerast brotlegir viðurlögum. Þá hefur lögreglan lítið aðhafst í slíkum málum hingað til. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir lögregluna ekki hafa eftirlitsskyldu hvað þetta varði en ef hún fái kæru um að notuð sé myndavél án heimildar sinni hún því. Hún hafi fengið kæru um að notuð væri myndavél í svefnherbergi en það mál hafi ekki haft þau eftirmál að það kallaði á frekari aðgerðir lögreglu. Hann kannist því ekki við að hægt sé að beina þess konar málum til lögreglunnar. Spurður hvort enginn hafi eftirlit með notkun öryggismyndavéla eða fylgist með sölu á þeim og innflutningi segir Geir Jón að það sé alla vega ekki í verkahring lögreglunnar. Persónuvernd komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class, hefði brotið alvarlega af sér með því að koma upp falinni eftirlitsmyndavél í búningsklefa til að upplýsa þjófnaðarmál, sem hann og gerði. Aðspurður um þau orð Björns að lögregla hafi ekkert aðhafast í málinu og að menn innan lögreglunnar hafi ráðlagt honum að koma fyrir vél í búningsklefanum segist Geir Jón ekki þekkja til þess en rétt sé hjá Birni að það hefði verið erfitt fyrir lögreglu að upplýsa málið inni á þessum stað. Persónuvernd hefur ekki heimilid til að aðhafast frekar í málinu, ólíklegt er að þjófurinn sem festur var á filmu muni kæra og því mun lögreglan ekki aðhafast frekar. Það hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort hver sem er geti komið upp földum myndavélum á opinberum stöðum líkt og eigandi World Class gerði og þrátt fyrir að upp komist og Persónuvernd geri við það athugasemdir þá verði engin eftirmál. Aðspurður hvort lögregla hafi aðgætt hvort vél hafi verið fjarlægð segir Geir Jón að lögregla hafi ekki gert það. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira
Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gert þótt Persónuvernd geri athugasemdir við notkun öryggismyndavéla. Til dæmis hefur lögreglan ekki gengið úr skugga um að búið sé að fjarlægja myndavél úr búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Persónuvernd kannar einungis mál ef ábendingar berast til hennar um að notkun myndavéla geti verið ólögmæt og hefur ekki heimild til að beita þá sem gerast brotlegir viðurlögum. Þá hefur lögreglan lítið aðhafst í slíkum málum hingað til. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir lögregluna ekki hafa eftirlitsskyldu hvað þetta varði en ef hún fái kæru um að notuð sé myndavél án heimildar sinni hún því. Hún hafi fengið kæru um að notuð væri myndavél í svefnherbergi en það mál hafi ekki haft þau eftirmál að það kallaði á frekari aðgerðir lögreglu. Hann kannist því ekki við að hægt sé að beina þess konar málum til lögreglunnar. Spurður hvort enginn hafi eftirlit með notkun öryggismyndavéla eða fylgist með sölu á þeim og innflutningi segir Geir Jón að það sé alla vega ekki í verkahring lögreglunnar. Persónuvernd komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class, hefði brotið alvarlega af sér með því að koma upp falinni eftirlitsmyndavél í búningsklefa til að upplýsa þjófnaðarmál, sem hann og gerði. Aðspurður um þau orð Björns að lögregla hafi ekkert aðhafast í málinu og að menn innan lögreglunnar hafi ráðlagt honum að koma fyrir vél í búningsklefanum segist Geir Jón ekki þekkja til þess en rétt sé hjá Birni að það hefði verið erfitt fyrir lögreglu að upplýsa málið inni á þessum stað. Persónuvernd hefur ekki heimilid til að aðhafast frekar í málinu, ólíklegt er að þjófurinn sem festur var á filmu muni kæra og því mun lögreglan ekki aðhafast frekar. Það hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort hver sem er geti komið upp földum myndavélum á opinberum stöðum líkt og eigandi World Class gerði og þrátt fyrir að upp komist og Persónuvernd geri við það athugasemdir þá verði engin eftirmál. Aðspurður hvort lögregla hafi aðgætt hvort vél hafi verið fjarlægð segir Geir Jón að lögregla hafi ekki gert það.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira