Lilja fær að ættleiða barn 5. september 2005 00:01 Lilja Sæmundsdóttir sem barist hefur fyrir því fyrir dómstólum að fá að ættleiða barn frá Kína hefur unnið sigur. Hún hefur fengið erindi þess efnis frá dómsmálaráðuneytinu að það hafi veitt henni forsamþykki til að ættleiða barn frá Kína. "Ég er sérstaklega ánægð með að réttlætið skyldi ná fram að ganga, þannig að jafnt gangi yfir alla" sagði Lilja við Fréttablaðið í gær. "Þess vegna ákvað ég að fara með þetta alla leið. Svo er ég afar glöð yfir þessum málalokum, en það er hlutur sem ég tekst á við í rólegheitum eins og ég á að gera," bætti hún við og undirstrikaði að þar sem málið væri nú komið af opinberum vettvangi myndi hún ekki tjá sig frekar um það. Lilja sótti um forsamþykki til ættleiðingar til dómsmálaráðuneytis. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti eindregið með því að forsamþykki til ættleiðingarinnar yrði veitt. Þá leitaði ráðuneytið til ættleiðingarnefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar þrátt fyrir að fyrirliggjandi væru ítarleg læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Ráðuneytið synjaði ættleiðingarumsókninni. Lilja höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann felldi í dómsniðurstöðu sinni synjunarúrskurð dómsmálaráðuneytisins úr gildi. Hins vegar vísaði dómurinn frá viðurkenningarkröfu Lilju um að hún uppfyllti skilyrði til forsamþykkis, þar sem það væri í verkahring stjórnvalda en ekki dómstóla að kveða á um slíkt. Lögmaður Lilju, Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. kærði síðarnefnda atriðið til Hæstaréttar. Jafnframt fór Ragnar Aðalsteinsson hrl. fram á endurupptöku umsóknar Lilju ráðuneytinu. Nú fékk hún samþykki. Kæran til Hæstaréttar er þar með niður fallin. "Ég hlýt að fagna því að ráðuneytið skuli hafa ákveðið að viðhafa réttar aðferðir til að komast að niðurstöðu," sagði Sigríður Rut, lögmaður Lilju. "Með því er að sjálfsögðu ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að veita forsamþykki. Hér eftir geri ég ráð fyrir að ráðuneytið muni fara að lögum þegar það er að taka afstöðu til umsókna um ættleiðingar, en ómálefnaleg sjónarmið verði ekki látin ráða för." Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Lilja Sæmundsdóttir sem barist hefur fyrir því fyrir dómstólum að fá að ættleiða barn frá Kína hefur unnið sigur. Hún hefur fengið erindi þess efnis frá dómsmálaráðuneytinu að það hafi veitt henni forsamþykki til að ættleiða barn frá Kína. "Ég er sérstaklega ánægð með að réttlætið skyldi ná fram að ganga, þannig að jafnt gangi yfir alla" sagði Lilja við Fréttablaðið í gær. "Þess vegna ákvað ég að fara með þetta alla leið. Svo er ég afar glöð yfir þessum málalokum, en það er hlutur sem ég tekst á við í rólegheitum eins og ég á að gera," bætti hún við og undirstrikaði að þar sem málið væri nú komið af opinberum vettvangi myndi hún ekki tjá sig frekar um það. Lilja sótti um forsamþykki til ættleiðingar til dómsmálaráðuneytis. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti eindregið með því að forsamþykki til ættleiðingarinnar yrði veitt. Þá leitaði ráðuneytið til ættleiðingarnefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar þrátt fyrir að fyrirliggjandi væru ítarleg læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Ráðuneytið synjaði ættleiðingarumsókninni. Lilja höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann felldi í dómsniðurstöðu sinni synjunarúrskurð dómsmálaráðuneytisins úr gildi. Hins vegar vísaði dómurinn frá viðurkenningarkröfu Lilju um að hún uppfyllti skilyrði til forsamþykkis, þar sem það væri í verkahring stjórnvalda en ekki dómstóla að kveða á um slíkt. Lögmaður Lilju, Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. kærði síðarnefnda atriðið til Hæstaréttar. Jafnframt fór Ragnar Aðalsteinsson hrl. fram á endurupptöku umsóknar Lilju ráðuneytinu. Nú fékk hún samþykki. Kæran til Hæstaréttar er þar með niður fallin. "Ég hlýt að fagna því að ráðuneytið skuli hafa ákveðið að viðhafa réttar aðferðir til að komast að niðurstöðu," sagði Sigríður Rut, lögmaður Lilju. "Með því er að sjálfsögðu ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að veita forsamþykki. Hér eftir geri ég ráð fyrir að ráðuneytið muni fara að lögum þegar það er að taka afstöðu til umsókna um ættleiðingar, en ómálefnaleg sjónarmið verði ekki látin ráða för."
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira