Vill að læknar reki sjúkrahús 5. september 2005 00:01 Læknar þurfa nú þegar að hefjast handa um undirbúning sjúkrahússreksturs á eigin vegum eða í samvinnu við fjárfesta. Þetta segir prófessor Tómas Helgason fyrrum sviðsstjóri geðssviðs Landspítala háskólasjúkrahúss í skorinorðri grein sem hann ritar í nýtt Læknablað og nefnir að slíkur rekstur gæti verið í byggingu Borgarspítalans . Læknar hins sjálfstæða spítala gætu samið við Tryggingastofnun um kaup á þjónustu af honum eins og á Landspítalanum. "Kæmi þá gæluverkefni Landspítalans, DRG - kerfið, loks að góðum notum til að verðleggja þjónustuna," segir Tómas. Hann segir að með tilkomu sjúkrahúss, sem læknar rækju myndi skapast "fagleg samkeppni og þjónusta við sjúklinga batna, starfsöryggi lækna myndu aukast, stjórnunarvandi Landspítalans leysast og draga mætti úr því byggingarmagni, sem ætlunin er að reisa í þrengslunum við Hringbraut." Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga LSH er honum ekki sammála. "Það má ekki gleyma hvers vegna spítalarnir voru sameinaðir og rökunum fyrir því," segir hann. "Þau rök gilda áfram. Sameiningin var gerð til að ná hagkvæmni stærðar og komast upp í þá stærðargráðu sem gefur mönnum færi á að fullnægja kröfum samfélagsins annars vegar og reglna Evrópusambandsins hins vegar um það að veita mönnum nægjanlega hvíld frá vinnu. Til þess þarf að ná ákveðnum fjölda. Ég tel, burtséð frá því hvað mönnum fannst um sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala á sínum tíma, útilokað að reyna að nálgast þessi markmið nema með þetta sem eina hjörð." Tómas fjallar í grein sinni um það sem hann nefnir stjórnunarvanda LSH. Hann segir að sá vandi skapist fyrst og fremst af einokunaraðstöðu hans og því að framkvæmdastjórn spítalans telji að reka eigi hann eins og einkafyrirtæki, sem hún ráði og reki eftir eigin geðþótta. "Starfsmenn þora því ekki að hafa uppi gagnrýni af ótta við að verða atvinnulausir og sjúklingar verða að sætta sig við þá þjónustu sem einokunarspítalinn býður." Jóhannes kvaðst ekki vilja eyða orðum að þessum fullyrðingum, öðrum en þeim að þær væru fjalli öllu sanni. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Læknar þurfa nú þegar að hefjast handa um undirbúning sjúkrahússreksturs á eigin vegum eða í samvinnu við fjárfesta. Þetta segir prófessor Tómas Helgason fyrrum sviðsstjóri geðssviðs Landspítala háskólasjúkrahúss í skorinorðri grein sem hann ritar í nýtt Læknablað og nefnir að slíkur rekstur gæti verið í byggingu Borgarspítalans . Læknar hins sjálfstæða spítala gætu samið við Tryggingastofnun um kaup á þjónustu af honum eins og á Landspítalanum. "Kæmi þá gæluverkefni Landspítalans, DRG - kerfið, loks að góðum notum til að verðleggja þjónustuna," segir Tómas. Hann segir að með tilkomu sjúkrahúss, sem læknar rækju myndi skapast "fagleg samkeppni og þjónusta við sjúklinga batna, starfsöryggi lækna myndu aukast, stjórnunarvandi Landspítalans leysast og draga mætti úr því byggingarmagni, sem ætlunin er að reisa í þrengslunum við Hringbraut." Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga LSH er honum ekki sammála. "Það má ekki gleyma hvers vegna spítalarnir voru sameinaðir og rökunum fyrir því," segir hann. "Þau rök gilda áfram. Sameiningin var gerð til að ná hagkvæmni stærðar og komast upp í þá stærðargráðu sem gefur mönnum færi á að fullnægja kröfum samfélagsins annars vegar og reglna Evrópusambandsins hins vegar um það að veita mönnum nægjanlega hvíld frá vinnu. Til þess þarf að ná ákveðnum fjölda. Ég tel, burtséð frá því hvað mönnum fannst um sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala á sínum tíma, útilokað að reyna að nálgast þessi markmið nema með þetta sem eina hjörð." Tómas fjallar í grein sinni um það sem hann nefnir stjórnunarvanda LSH. Hann segir að sá vandi skapist fyrst og fremst af einokunaraðstöðu hans og því að framkvæmdastjórn spítalans telji að reka eigi hann eins og einkafyrirtæki, sem hún ráði og reki eftir eigin geðþótta. "Starfsmenn þora því ekki að hafa uppi gagnrýni af ótta við að verða atvinnulausir og sjúklingar verða að sætta sig við þá þjónustu sem einokunarspítalinn býður." Jóhannes kvaðst ekki vilja eyða orðum að þessum fullyrðingum, öðrum en þeim að þær væru fjalli öllu sanni.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira