Hörð átök milli lækna og stjórnar 7. september 2005 00:01 Ágreiningur og átök eru uppi milli einstakra lækna í sérfræðigreinum og stjórnenda á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp störfum, mál annars eru í höndum lögfræðings og hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, hefur sent yfirstjórn spítalans bréf vegna ágreiningsmála, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. "Ég get staðfest það," sagði Helgi H. Sigurðsson sérfræðingur í æðaskurðlækngum á LSH, þegar Fréttablaðið spurði hann hvort hann hefði sagt starfi sínu lausu. Helgi segir meginástæðu uppsagnar sinnar vera óstjórn og yfirgangssemi framkvæmdastjórnar lækninga gagnvart forystumönnum í læknastétt, svo og ósveigjanleiki hennar varðandi þá kröfu að yfirlæknar megi ekki sinna sjúklingum utan spítalans. "Ég tel að meiri hluti þeirra deilna sem uppi hafa verið á spítalanum frá sameiningu megi rekja til ósveigjanleika yfirstjórnarinnar í þessari stefnu," segir Helgi og nefnir nokkur dæmi þar sem árekstrar hafa orðið milli yfirstjórnar og tiltekinna lækna, sem meðal annars hafa endað í málaferlum sem enn standa yfir. Sjálfur sagði Helgi upp 1. september. "Það er gerð sú krafa til yfirmanna á Landspítala er að þeir afsali sér samningi við Tryggingastofnun," segir Helgi. "En það eru engar reglur um að þeir megi ekki gera annað, svo sem sitja í stjórnum, stunda kennslu og svo framvegis. Ég er ekki sáttur við stefnu framkvæmdastjórnar lækninga í starfsmannamálum, né viðhorfs hennar til fagstéttar sem skurðlæknar eru. Dropinn sem fyllti mælinn í mínu tilviki var tilkoma stimpilklukku skurðlækna. Þjónusta þeirra er ekki mæld í mínútum heldur af verkum þeirra." Helgi segir málið á viðkvæmu stigi þar sem viðræður séu í gangi milli hans og framkvæmdastjóra lækninga á LSH. Hann hafi ekki tekið ákvörðum um framhald starfs almennt, en muni athuga það í rólegheitum. Til greina komi að fara til starfa erlendis. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Ágreiningur og átök eru uppi milli einstakra lækna í sérfræðigreinum og stjórnenda á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Einn sérfræðingur í æðaskurðlækningum hefur sagt upp störfum, mál annars eru í höndum lögfræðings og hinn þriðji, sem er almennur skurðlæknir, hefur sent yfirstjórn spítalans bréf vegna ágreiningsmála, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. "Ég get staðfest það," sagði Helgi H. Sigurðsson sérfræðingur í æðaskurðlækngum á LSH, þegar Fréttablaðið spurði hann hvort hann hefði sagt starfi sínu lausu. Helgi segir meginástæðu uppsagnar sinnar vera óstjórn og yfirgangssemi framkvæmdastjórnar lækninga gagnvart forystumönnum í læknastétt, svo og ósveigjanleiki hennar varðandi þá kröfu að yfirlæknar megi ekki sinna sjúklingum utan spítalans. "Ég tel að meiri hluti þeirra deilna sem uppi hafa verið á spítalanum frá sameiningu megi rekja til ósveigjanleika yfirstjórnarinnar í þessari stefnu," segir Helgi og nefnir nokkur dæmi þar sem árekstrar hafa orðið milli yfirstjórnar og tiltekinna lækna, sem meðal annars hafa endað í málaferlum sem enn standa yfir. Sjálfur sagði Helgi upp 1. september. "Það er gerð sú krafa til yfirmanna á Landspítala er að þeir afsali sér samningi við Tryggingastofnun," segir Helgi. "En það eru engar reglur um að þeir megi ekki gera annað, svo sem sitja í stjórnum, stunda kennslu og svo framvegis. Ég er ekki sáttur við stefnu framkvæmdastjórnar lækninga í starfsmannamálum, né viðhorfs hennar til fagstéttar sem skurðlæknar eru. Dropinn sem fyllti mælinn í mínu tilviki var tilkoma stimpilklukku skurðlækna. Þjónusta þeirra er ekki mæld í mínútum heldur af verkum þeirra." Helgi segir málið á viðkvæmu stigi þar sem viðræður séu í gangi milli hans og framkvæmdastjóra lækninga á LSH. Hann hafi ekki tekið ákvörðum um framhald starfs almennt, en muni athuga það í rólegheitum. Til greina komi að fara til starfa erlendis.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira