Skuldir minnka - vegir og brýr 9. september 2005 00:01 Þegar menn hafa 66,7 milljarða króna í veskinu til þess að ráðstafa, hlýtur margt að koma upp í hugann. Þetta er sá veruleiki sem blasti við ríkisstjórninni í gær þegar Skipti ehf. greiddi fyrir kaup á Símanum í erlendri mynt og íslenskum krónum. Það var Davíð Oddsson sem fyrstur kom fram með tillögu um að hluta af söluhagnaði Símans yrði varið til að reisa hér fullkomið hátæknisjúkrahús. Nú hefur honum orðið að ósk sinni, því tölvert stórum hluta af Símapeningunum verður varið til fyrsta áfanga nýs sjúkrahúss og er það vel. Þar má hins vegar ekki láta staðar numið, því það hlýtur að vera hagur allra að koma starfsemi Landspítalans á einn stað sem allra fyrst, úr því á annað borð var ákveðið að sameina spítalana tvo í Reykjavík. Það sem skiptir hins vegar mestu máli í sambandi við ráðstöfun Símapeninganna er niðurgreiðsla erlendra skulda ríkisins. Þær hafa oft á tíðum verið þjóðarbúinu þungbærar, en sem betur fer hefur afkoma þess nú síðustu árin verið þannig að töluverður afgangur hefur verið til að grynnka á skuldum ríkisins. Nú eru allar horfur á að skuldabaggi þess í útlöndum minnki verulega, ef gjaldeyrisvarasjóðurinn er tekinn með í reikninginn og greiðsluafgangur ríkissjóðs fer allur í að minnka erlendar skuldir. Það er ekki aðeins að skuldirnar minnki og dragi úr vaxtagreiðslum og afborgunum, heldur hlýtur þjóðarbúið að standa betur að vígi þegar þenslan hér innanlands minnkar, og gengi krónunnar hækkar eins og margir búast við í lok þenslutímabilsins. Þær vegaframkvæmdir sem tilkynnt hefur verið um að Símapeningarnir fari í hafa langflestar verið lengi í umræðunni og horfa allar til mikilla bóta. Það má svo endalaust deila um hvort hundrað miljónir hafi frekar átt að fara í þennan kafla eða hinn og margt sem kemur til álita bæði varðandi bættar samgöngur og önnur brýn verkefni eins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra benti á eftir að tikynnt var um útdeilingu fjárins. Þótt ríkisstjórnin og ríkisstjórnarflokkarnir hafi þegar lagt blessun sína yfir úthlutunina, bíður það Alþingis í haust að fjalla um frumvarp um ráðstöfun Símapeninganna. Þá gæti hugsanlega eitthvað breyst og þá fær stjórnarandstaðan tækifæri til að fjalla formlega um málið. Það er erfitt fyrir hana að vera á móti því í hvað peningarnir fara, en óneitanlega er ríkisstjórnin að ákveða framlög til mikilla framkvæmda langt fram í tímann og það svíður stjórnarandstöðunni. Flestir ráðherrarnir hafa fengið eitthvað í sinn hlut varðandi ráðstöfun fjársins, þótt langmest komi í hlut fjármálaráðherrans, samgönguráðherrans og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherrans. Hinir ráðherarnir fá svo eitthvað til vegamála í sínum kjördæmum. Það hefði farið vel á því að einhverjum fjármunum hefði verið varið til umhverfis- og landnýtingarmála, því enn er mikið verk óunnið á þeim vettvangi. Þá hefðu menn átt að muna eftir Þingvöllum og að þar hefði verið gert átak við uppbyggingu staðarins sem gæti staðið sem minnisvarði um Landssíma Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun
Þegar menn hafa 66,7 milljarða króna í veskinu til þess að ráðstafa, hlýtur margt að koma upp í hugann. Þetta er sá veruleiki sem blasti við ríkisstjórninni í gær þegar Skipti ehf. greiddi fyrir kaup á Símanum í erlendri mynt og íslenskum krónum. Það var Davíð Oddsson sem fyrstur kom fram með tillögu um að hluta af söluhagnaði Símans yrði varið til að reisa hér fullkomið hátæknisjúkrahús. Nú hefur honum orðið að ósk sinni, því tölvert stórum hluta af Símapeningunum verður varið til fyrsta áfanga nýs sjúkrahúss og er það vel. Þar má hins vegar ekki láta staðar numið, því það hlýtur að vera hagur allra að koma starfsemi Landspítalans á einn stað sem allra fyrst, úr því á annað borð var ákveðið að sameina spítalana tvo í Reykjavík. Það sem skiptir hins vegar mestu máli í sambandi við ráðstöfun Símapeninganna er niðurgreiðsla erlendra skulda ríkisins. Þær hafa oft á tíðum verið þjóðarbúinu þungbærar, en sem betur fer hefur afkoma þess nú síðustu árin verið þannig að töluverður afgangur hefur verið til að grynnka á skuldum ríkisins. Nú eru allar horfur á að skuldabaggi þess í útlöndum minnki verulega, ef gjaldeyrisvarasjóðurinn er tekinn með í reikninginn og greiðsluafgangur ríkissjóðs fer allur í að minnka erlendar skuldir. Það er ekki aðeins að skuldirnar minnki og dragi úr vaxtagreiðslum og afborgunum, heldur hlýtur þjóðarbúið að standa betur að vígi þegar þenslan hér innanlands minnkar, og gengi krónunnar hækkar eins og margir búast við í lok þenslutímabilsins. Þær vegaframkvæmdir sem tilkynnt hefur verið um að Símapeningarnir fari í hafa langflestar verið lengi í umræðunni og horfa allar til mikilla bóta. Það má svo endalaust deila um hvort hundrað miljónir hafi frekar átt að fara í þennan kafla eða hinn og margt sem kemur til álita bæði varðandi bættar samgöngur og önnur brýn verkefni eins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra benti á eftir að tikynnt var um útdeilingu fjárins. Þótt ríkisstjórnin og ríkisstjórnarflokkarnir hafi þegar lagt blessun sína yfir úthlutunina, bíður það Alþingis í haust að fjalla um frumvarp um ráðstöfun Símapeninganna. Þá gæti hugsanlega eitthvað breyst og þá fær stjórnarandstaðan tækifæri til að fjalla formlega um málið. Það er erfitt fyrir hana að vera á móti því í hvað peningarnir fara, en óneitanlega er ríkisstjórnin að ákveða framlög til mikilla framkvæmda langt fram í tímann og það svíður stjórnarandstöðunni. Flestir ráðherrarnir hafa fengið eitthvað í sinn hlut varðandi ráðstöfun fjársins, þótt langmest komi í hlut fjármálaráðherrans, samgönguráðherrans og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherrans. Hinir ráðherarnir fá svo eitthvað til vegamála í sínum kjördæmum. Það hefði farið vel á því að einhverjum fjármunum hefði verið varið til umhverfis- og landnýtingarmála, því enn er mikið verk óunnið á þeim vettvangi. Þá hefðu menn átt að muna eftir Þingvöllum og að þar hefði verið gert átak við uppbyggingu staðarins sem gæti staðið sem minnisvarði um Landssíma Íslands.