Dagskrá kvikmyndahátíðar kynnt 21. september 2005 00:01 Dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík var kynnt í dag en hátíðin verður opnuð 29. september og stendur til 9. október. Í dag var dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík kynnt en hátíðin fer fram dagana 29.september og stendur yfir til 9. október. Sýndar verða 50 kvikmyndir frá um 26 löndum og þar af verða 5 Evrópufrumsýningar. Hátíðin er ein stærsta kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið hér á landi og er óháð. Forsvarsmenn hátíðarinnar segja að langflestar myndanna séu nýjar og að hver mynd verði einungis sýnd í tvö eða þrjú skipti. Aðspurð hvað beri hæst á kvikmyndahátíðinni segir stjórnandi hennar, Hrönn Marinósdóttir, að erfitt sé að segja en eitt af því merkilegasta sé koma Abbas Kiarostamis. Hann sé írakskur kvikmyndaleikstjóri og af mörgum talinn einn sá besti í heimi. Hann hafi t.d. unnið Gullpálmanna fyrir mynd sína Keimur af kirsuberjum. Eldri verk hans verði sýnd og þá verði Evrópufrumsýning á stuttmynd eftir hann. Auk þess verði opnuð stór ljósmyndasýning með verkum hans, en hann er líka ljósmyndari. Hrönn segir að ætlunin sé að vera með umræður og námskeið á hverri hátíð. Leikstjórar muni sitja fyrir svörum eftir sýningar, en von sé á fjölmörgum erlendum gestum. Aðspurð hvort hún telji að ekki sé og mikið af alþjóðlegum kvikmyndahátíðum í Reykjavík segir Hrönn að hún myndi ekki segja það. Stefnt sé að því að halda þessa hátíð árlega að hausti til og það megi segja að þetta sé einstakt tækifæri fyrir fólk að sjá myndir á þessari hátíð því flestar hafi farið sigurför um kvikmyndahátíðir í heiminum en þeim sé ekki dreift víða. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík var kynnt í dag en hátíðin verður opnuð 29. september og stendur til 9. október. Í dag var dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík kynnt en hátíðin fer fram dagana 29.september og stendur yfir til 9. október. Sýndar verða 50 kvikmyndir frá um 26 löndum og þar af verða 5 Evrópufrumsýningar. Hátíðin er ein stærsta kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið hér á landi og er óháð. Forsvarsmenn hátíðarinnar segja að langflestar myndanna séu nýjar og að hver mynd verði einungis sýnd í tvö eða þrjú skipti. Aðspurð hvað beri hæst á kvikmyndahátíðinni segir stjórnandi hennar, Hrönn Marinósdóttir, að erfitt sé að segja en eitt af því merkilegasta sé koma Abbas Kiarostamis. Hann sé írakskur kvikmyndaleikstjóri og af mörgum talinn einn sá besti í heimi. Hann hafi t.d. unnið Gullpálmanna fyrir mynd sína Keimur af kirsuberjum. Eldri verk hans verði sýnd og þá verði Evrópufrumsýning á stuttmynd eftir hann. Auk þess verði opnuð stór ljósmyndasýning með verkum hans, en hann er líka ljósmyndari. Hrönn segir að ætlunin sé að vera með umræður og námskeið á hverri hátíð. Leikstjórar muni sitja fyrir svörum eftir sýningar, en von sé á fjölmörgum erlendum gestum. Aðspurð hvort hún telji að ekki sé og mikið af alþjóðlegum kvikmyndahátíðum í Reykjavík segir Hrönn að hún myndi ekki segja það. Stefnt sé að því að halda þessa hátíð árlega að hausti til og það megi segja að þetta sé einstakt tækifæri fyrir fólk að sjá myndir á þessari hátíð því flestar hafi farið sigurför um kvikmyndahátíðir í heiminum en þeim sé ekki dreift víða.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein