Eyddu fingraförum Morgunblaðsins 23. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir að Jón Gerald Sullenberger hafi verið mjög hikandi við að leita eftir aðstoð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, nú hæstaréttardómara, við undirbúning að kæru á hendur forsvarsmönnum Baugs. Í tölvupósti milli Styrmis og Jónínu Benediktsdóttur kemur fram að Jónína hafi ítrekað hvatt Jón Gerald til þess að fara að ráðum Styrmis og setja sig í samband við Jón Steinar. Styrmir leggur það til strax í maí 2002 að Jón Gerald leiti til Jóns Steinars. Enn í júlí er Jón Gerald mjög óviss um hvort hann vilji fara að ráðum Styrmis og Jónínu. Hinn 8. maí skrifar Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest til að kála þeim. [...] Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að virki langbest." Hinn 20. maí segir Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er að brotna drengurinn." Styrmir neitar því aðspurður að hann hafi haft bein samskipti við Davíð Oddsson um þetta mál. Jónína sleit samtali við Fréttablaðið áður en hægt var að spyrja hana hvort hún hafi átt við Davíð Oddsson í þessu samhengi. Þegar Styrmir er beðinn um að útskýra aðkomu sína að þessu máli segist hann hafa fengið mikið af gögnum og upplýsingum um málið veturinn og vorið 2002 sem hann taldi ekki eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hafi hins vegar bent Jóni Geraldi á að leita til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þáverandi hæstaréttalögmanns. Meðal þeirra gagna sem Fréttablaðið hefur er bréf á ensku sem er þýtt af einum blaðamanna Morgunblaðsins fyrir Jón Gerald að beiðni Styrmis. Í tölvupósti til Jónínu segir ritstjórinn: "Má ég biðja þig að eyða fingraförum Morgunblaðsins af þessu skjali og senda það síðan til Jóns Geralds? Ég kann það ekki eins og þú veizt." Styrmir segir ástæðu þessa vera þá að Jón Gerald hafi borið sig illa og ekki haft efni á þýðingu þar sem forsvarsmenn Baugs hafi farið svo illa með hann. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir að Jón Gerald Sullenberger hafi verið mjög hikandi við að leita eftir aðstoð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, nú hæstaréttardómara, við undirbúning að kæru á hendur forsvarsmönnum Baugs. Í tölvupósti milli Styrmis og Jónínu Benediktsdóttur kemur fram að Jónína hafi ítrekað hvatt Jón Gerald til þess að fara að ráðum Styrmis og setja sig í samband við Jón Steinar. Styrmir leggur það til strax í maí 2002 að Jón Gerald leiti til Jóns Steinars. Enn í júlí er Jón Gerald mjög óviss um hvort hann vilji fara að ráðum Styrmis og Jónínu. Hinn 8. maí skrifar Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest til að kála þeim. [...] Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að virki langbest." Hinn 20. maí segir Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er að brotna drengurinn." Styrmir neitar því aðspurður að hann hafi haft bein samskipti við Davíð Oddsson um þetta mál. Jónína sleit samtali við Fréttablaðið áður en hægt var að spyrja hana hvort hún hafi átt við Davíð Oddsson í þessu samhengi. Þegar Styrmir er beðinn um að útskýra aðkomu sína að þessu máli segist hann hafa fengið mikið af gögnum og upplýsingum um málið veturinn og vorið 2002 sem hann taldi ekki eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hafi hins vegar bent Jóni Geraldi á að leita til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þáverandi hæstaréttalögmanns. Meðal þeirra gagna sem Fréttablaðið hefur er bréf á ensku sem er þýtt af einum blaðamanna Morgunblaðsins fyrir Jón Gerald að beiðni Styrmis. Í tölvupósti til Jónínu segir ritstjórinn: "Má ég biðja þig að eyða fingraförum Morgunblaðsins af þessu skjali og senda það síðan til Jóns Geralds? Ég kann það ekki eins og þú veizt." Styrmir segir ástæðu þessa vera þá að Jón Gerald hafi borið sig illa og ekki haft efni á þýðingu þar sem forsvarsmenn Baugs hafi farið svo illa með hann.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Sjá meira