Ræddi aðeins hæfni Jóns Steinars 24. september 2005 00:01 Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, um hæfi og hæfni Jóns Steinars Gunnlaugssonar til þess að taka að sér mál Jón Geralds Sullenbergers, en ekki um nein efnisatriði ágreinings Baugs og Jóns Geralds. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér nú í morgun. Í yfirlýsingunni segir orðrétt: Í frétt Fréttablaðsins í dag kemur fram að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafi um mánaðamótin júni/júli 2002 rætt við mig um ágreiningsefni milli Baugs hf. og eins af viðskiptafélögum fyrirtækisins. Af minni hálfu eru atvik þessa máls eftirfarandi.Við Styrmir Gunnarsson ritstjóri erum nátengdir persónulegum fjölskylduböndum og höfum þekkst vel og átt mikil persónuleg samskipti alla ævi. Við höfum leitað ráða og umsagna hvor hjá öðrum um áratuga skeið, jafnt um einkamál sem margt annað. Þetta hefur aldrei verið neitt leyndarmál og verið á vitorði allra sem okkur þekkja.Um mánaðamótin júní/júlí 2002 bað Styrmir mig álits á því hvort málarekstur fyrir mann, sem verið hafði í viðskiptum með og við Baug hf. en ætti nú í alvarlegum ágreiningi við fyrirtækið vegna krafna á hendur því, væri ekki í höndum vandaðs og heiðarlegs lögmanns ef Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. tæki að sér mál mannsins. Ég gaf Styrmi það sama svar og ég hef gefið mörgum sem í gegnum árin hafa spurt um svipaða hluti, að vandaðri og heiðarlegri lögmaður en Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. væri vandfundinn, eins og ráða mætti af lögmannsferli hans.Þetta sjónarmið ítrekaði ég aðspurður við Styrmi að Jóni Steinari viðstöddum um svipað leyti.Samtal okkar snerist ekki um nein efnisatriði ágreinings Baugs hf. og fyrrverandi viðskiptafélaga fyrirtækisins heldur eingöngu og alfarið um hæfi og hæfni lögmanns til þess að taka að sér mál sem varðaði grundvallarhagsmuni manns sem harkalega var sótt að og ég hef hvorki þá né síðar hitt eða átt nein samskipti við.Fleira hef ég ekki að segja að sinni um uppslátt Fréttablaðsins á efni augljósra einkagagna annarra manna.Kjartan Gunnarsson. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, um hæfi og hæfni Jóns Steinars Gunnlaugssonar til þess að taka að sér mál Jón Geralds Sullenbergers, en ekki um nein efnisatriði ágreinings Baugs og Jóns Geralds. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér nú í morgun. Í yfirlýsingunni segir orðrétt: Í frétt Fréttablaðsins í dag kemur fram að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafi um mánaðamótin júni/júli 2002 rætt við mig um ágreiningsefni milli Baugs hf. og eins af viðskiptafélögum fyrirtækisins. Af minni hálfu eru atvik þessa máls eftirfarandi.Við Styrmir Gunnarsson ritstjóri erum nátengdir persónulegum fjölskylduböndum og höfum þekkst vel og átt mikil persónuleg samskipti alla ævi. Við höfum leitað ráða og umsagna hvor hjá öðrum um áratuga skeið, jafnt um einkamál sem margt annað. Þetta hefur aldrei verið neitt leyndarmál og verið á vitorði allra sem okkur þekkja.Um mánaðamótin júní/júlí 2002 bað Styrmir mig álits á því hvort málarekstur fyrir mann, sem verið hafði í viðskiptum með og við Baug hf. en ætti nú í alvarlegum ágreiningi við fyrirtækið vegna krafna á hendur því, væri ekki í höndum vandaðs og heiðarlegs lögmanns ef Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. tæki að sér mál mannsins. Ég gaf Styrmi það sama svar og ég hef gefið mörgum sem í gegnum árin hafa spurt um svipaða hluti, að vandaðri og heiðarlegri lögmaður en Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. væri vandfundinn, eins og ráða mætti af lögmannsferli hans.Þetta sjónarmið ítrekaði ég aðspurður við Styrmi að Jóni Steinari viðstöddum um svipað leyti.Samtal okkar snerist ekki um nein efnisatriði ágreinings Baugs hf. og fyrrverandi viðskiptafélaga fyrirtækisins heldur eingöngu og alfarið um hæfi og hæfni lögmanns til þess að taka að sér mál sem varðaði grundvallarhagsmuni manns sem harkalega var sótt að og ég hef hvorki þá né síðar hitt eða átt nein samskipti við.Fleira hef ég ekki að segja að sinni um uppslátt Fréttablaðsins á efni augljósra einkagagna annarra manna.Kjartan Gunnarsson.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira