Ekki vitað hversu mikið tjónið er 16. október 2005 00:01 Vatnið á götum Hafnar í Hornafirði sjatnaði mikið í nótt eftir eina mestu úrkomu og vatnselg í manna minnum þar í bæ í gær. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið varð í flóðunum. Gríðarleg úrkoma var á Höfn frá því á föstudagsmorgun og þar til í nótt og réð fráveitukerfi bæjarins engan veginn við vatnselginn. Auk þess var háflóð við bæinn um hálffjögur í gær og dró það úr rennslinu í fráveitukerfinu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu á Höfn flæddi inn í á bilinu tíu til fimmtán hús og höfðu bæjarstarfsmenn og slökkvilið í nógu að snúast að dæla vatninu burt. Vatnsyfirborðið náði einum metra þar sem það var hæst í bænum og léku menn sér að því að róa um á bátum um götur bæjarins. Rigningunni slotaði í nótt sem fyrr segir og hefur vatnið sjatnað af sjálfu sér í kjölfarið og er nú orðið vel fært um götur bæjarins. Helgi Már Pálsson, bæjarverkfræðingur á Höfn, segir að það sjáist í allar götur og það sé hætt að rigna. Vatnið hafi sjatnað mikið og aðeins séu smápollar eftir. Helgi segir að hann viti ekki annað en að búið sé að dæla vatni úr öllum húsum sem flætt hafi inn í. Menn hafi verið að til klukkan ellefu í gærkvöld við dælingu og þá hafi þeir séð að hún bæri árangur og að byrjað væri að sjatna á götunum. Aðspurður um skemmdir á húsum í flóðunum segir Helgi ekki sé búið að meta þær nákvæmlega en vitað sé að flætt hafi inn í um 15 hús. Hann biður eigendur að hafa samband við tæknideild bæjarins eftir helgi til þess að hægt sé að kortleggja hvar og hversu mikið tjónið sé. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Vatnið á götum Hafnar í Hornafirði sjatnaði mikið í nótt eftir eina mestu úrkomu og vatnselg í manna minnum þar í bæ í gær. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið varð í flóðunum. Gríðarleg úrkoma var á Höfn frá því á föstudagsmorgun og þar til í nótt og réð fráveitukerfi bæjarins engan veginn við vatnselginn. Auk þess var háflóð við bæinn um hálffjögur í gær og dró það úr rennslinu í fráveitukerfinu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu á Höfn flæddi inn í á bilinu tíu til fimmtán hús og höfðu bæjarstarfsmenn og slökkvilið í nógu að snúast að dæla vatninu burt. Vatnsyfirborðið náði einum metra þar sem það var hæst í bænum og léku menn sér að því að róa um á bátum um götur bæjarins. Rigningunni slotaði í nótt sem fyrr segir og hefur vatnið sjatnað af sjálfu sér í kjölfarið og er nú orðið vel fært um götur bæjarins. Helgi Már Pálsson, bæjarverkfræðingur á Höfn, segir að það sjáist í allar götur og það sé hætt að rigna. Vatnið hafi sjatnað mikið og aðeins séu smápollar eftir. Helgi segir að hann viti ekki annað en að búið sé að dæla vatni úr öllum húsum sem flætt hafi inn í. Menn hafi verið að til klukkan ellefu í gærkvöld við dælingu og þá hafi þeir séð að hún bæri árangur og að byrjað væri að sjatna á götunum. Aðspurður um skemmdir á húsum í flóðunum segir Helgi ekki sé búið að meta þær nákvæmlega en vitað sé að flætt hafi inn í um 15 hús. Hann biður eigendur að hafa samband við tæknideild bæjarins eftir helgi til þess að hægt sé að kortleggja hvar og hversu mikið tjónið sé.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira