
Sport
Leik Birmingham og Bolton frestað

Leik Birmingham og Bolton í ensku úrvalsdeildinni, sem fara átti fram í kvöld var frestað vegna þoku á St. Andrews-vellinum í Birmingham. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær leikurinn verður spilaður, en þokan var það þykk að ekki þótti vert að reyna að leika knattspyrnu við þessar aðstæður.