LeBron James sýnir listir sínar 22. nóvember 2005 22:30 LeBron James er ekki vanur að valda áhorfendum vonbrigðum þegar kemur að glæsilegum tilþrifum, en lið hans Cleveland er auk þess heitasta liðið í NBA í dag NordicPhotos/GettyImages Leikur Cleveland Cavaliers og Boston Celtics verður sýndur beint á NBA TV á miðnætti í kvöld. Cleveland er heitasta liðið í NBA í dag og hefur unnið sjö leiki í röð og hefur enn ekki tapað á heimavelli sínum. Þarna gefst körfuboltaunnendum gott tækifæri á að sjá sjálfan LeBron James hjá Cleveland sýna listir sínar, en hann hefur verið sjóðandi heitur undanfarið. Cleveland er annað tveggja liða í deildinni sem hefur unnið alla fimm heimaleiki sína og ekki nóg með það, heldur hefur liðið unnið þá með yfir 20 stiga mun að meðaltali, sem eru ekki góðar fréttir fyrir mótherja þeirra í kvöld. Boston hefur unnið fjóra leiki í vetur en tapað fimm, Cleveland unnið átta og tapað aðeins tveimur. LeBron James og Larry Hughes fóru á kostum í síðasta leik Cleveland, þar sem liðið vann sigur á Philadelphia á útivelli 123-120 í frábærum leik. Hughes skoraði 37 stig í leiknum og James skoraði 36 stig, hirti 11 fráköst og átti 10 stoðsendingar og náði þar með fimmtu þrennu sinni á ferlinum. Boston vann síðasta leik sinn, sem var gegn Toronto Raptors 100-93. Paul Pierce skorar að meðaltali 25,4 stig að meðaltali í leik og er stigahæsti leikmaður Boston, en LeBron James er með 27,6 stig að meðaltali í leik fyrir Cleveland. Rétt er að hvetja alla sem hafa gaman af fallegum tilþrifum til að stilla á NBA TV á miðnætti, því alltaf er von á glæsitilþrifum þegar LeBron James reimar á sig skóna og hefur sig til flugs í teigum andstæðinganna. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Leikur Cleveland Cavaliers og Boston Celtics verður sýndur beint á NBA TV á miðnætti í kvöld. Cleveland er heitasta liðið í NBA í dag og hefur unnið sjö leiki í röð og hefur enn ekki tapað á heimavelli sínum. Þarna gefst körfuboltaunnendum gott tækifæri á að sjá sjálfan LeBron James hjá Cleveland sýna listir sínar, en hann hefur verið sjóðandi heitur undanfarið. Cleveland er annað tveggja liða í deildinni sem hefur unnið alla fimm heimaleiki sína og ekki nóg með það, heldur hefur liðið unnið þá með yfir 20 stiga mun að meðaltali, sem eru ekki góðar fréttir fyrir mótherja þeirra í kvöld. Boston hefur unnið fjóra leiki í vetur en tapað fimm, Cleveland unnið átta og tapað aðeins tveimur. LeBron James og Larry Hughes fóru á kostum í síðasta leik Cleveland, þar sem liðið vann sigur á Philadelphia á útivelli 123-120 í frábærum leik. Hughes skoraði 37 stig í leiknum og James skoraði 36 stig, hirti 11 fráköst og átti 10 stoðsendingar og náði þar með fimmtu þrennu sinni á ferlinum. Boston vann síðasta leik sinn, sem var gegn Toronto Raptors 100-93. Paul Pierce skorar að meðaltali 25,4 stig að meðaltali í leik og er stigahæsti leikmaður Boston, en LeBron James er með 27,6 stig að meðaltali í leik fyrir Cleveland. Rétt er að hvetja alla sem hafa gaman af fallegum tilþrifum til að stilla á NBA TV á miðnætti, því alltaf er von á glæsitilþrifum þegar LeBron James reimar á sig skóna og hefur sig til flugs í teigum andstæðinganna.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira