Kannski fáum við betri hugmyndir 10. janúar 2006 00:01 Hundrað ár eru ekki langur tími, síst af öllu í sögu þjóðar. Á síðustu hundrað árum hafa Íslendingar þó upplifað slíkar breytingar á umhverfi sínu og aðstæðum að því verður vart trúað þótt staðreyndir liggi fyrir. Árhundruðin þar á undan voru breytingar sáralitlar svo stökkið verður enn meira fyrir eina fámenna þjóð norður í Dumbshafi. Deila má um hvaða kynslóð sá mestu og áhrifaríkustu breytingarnar. Var það kynslóðin sem fæddist laust fyrir aldamótin nítján hundruð og flutti úr torfbæjum í steinsteypt, upphituð hús? Eða var það kynslóðin sem fæddist á fyrri hluta síðustu aldar og upplifði m.a. samgöngubyltinguna? Eða kannski kynslóðin sem fæddist um og eftir miðja síðustu öld og hefur upplifað fjölmiðlabyltinguna og netið? Eiga næstu kynslóðir jafnvel eftir að sjá enn meiri breytingar á umhverfi sínu? Það er flókið að aðlagast slíkum breytingum og auðvelt að fyllast ákveðnum hroka, halda að allt sé hægt og jafnvel að allt megi. Efnisleg gæði skipta meira máli nú en nokkru sinni fyrr og við þurfum að eignast allt og eignast það strax. Bókhaldsleg afkoma fyrirtækja skiptir meira máli en nokkuð annað, t.d. starfsmannastefna og ef ekki er hægt að sýna fram á bókhaldslegan gróða um áramót er allt leyfilegt. Þetta hefur líka verið viðhorf stjórnmálamanna og við teljum okkur þess umkomin að meta skammtímagróða meira en náttúruperlur. Við látum eins og við vitum allt og höfum allan rétt en gleymum því hvað við stöldrum skamma stund við. Hundrað ár eru fljót að líða. Sem betur fer eru þó alltaf einhverjir sem láta ekki skammtímagróðann villa sér sýn en reyna að horfa fram í tímann. Þeir gera sér grein fyrir að við höfum ekki leyfi til að leika okkur með náttúruna eins og hún sé einnota. Slíku fólki eigum við meðal annars að þakka Laxá í Aðaldal og Gullfoss svo nokkuð sé nefnt, fólki sem barðist gegn áformum skammtímagróðasjónarmiðanna. Og enn erum við að berjast við þessi sömu sjónarmið. Þau sjónarmið höfðu betur í deilum um virkjun við Kárahnjúka. Það kemur líklega í hlut kynslóðarinnar sem nú er að vaxa úr grasi að dæma þau mannanna verk og óvíst að hún verði mjög þakklát. Nú er deilt um stækkun friðlands í Þjórsárverum eða Norðlingaölduveitu. Sá sem reynir að horfa hundrað ár fram í tímann, með þeim takmörkunum sem okkur eru settar, hlýtur að efast um Norðlingaölduveitu sem mun, ef af verður, gjörbreyta ásýnd landsins í Þjórsárverum, og náttúrufari þar. Sem betur fer eru heimamenn á svæðinu, íbúar í Gnúpverjahreppi, framsýnt fólk sem ann sínum heimahögum og lætur sig málið varða. Nú hef ég ekki komið í Þjórsárver, því miður, og það sjónarmið hefur stundum heyrst að þeir sem ekki hafi heimsótt náttúruperlur hafi ekki leyfi til að hafa skoðun á nýtingu þeirra. Það sjónarmið er þó á undanhaldi enda algjörlega út í hött. Þegar upp er staðið er það ekki einkamál Gnúpverja hvernig farið verður með Þjórsárver. Það er ekki einu sinni einkamál Íslendinga hvernig við umgöngumst náttúruna okkar. Smám saman hefur mannkynið verið að átta sig á því hve jörðin er lítil og hvernig mannanna verk hafa áhrif um allan hnöttinn. Þess vegna erum við öll samábyrg og getum ekki leyft okkur annað en að axla þá ábyrgð. Þess vegna getum við ekki afgreitt skoðanir erlendra gesta okkar á virkjanamálum með því að þeim sé nær að líta í eigin garð. Þeirra garður kemur okkur við alveg eins og okkar garður er þeirra mál. Fjölmennur fundur í Norræna húsinu á laugardaginn samþykkti ályktun um stækkun friðlands í Þjórsárverum. Á þeim fundi sagði ungur piltur m.a.: "Kannski fáum við betri hugmyndir" og mæltist þar með til að hann og hans kynslóð fengi tækifæri til að nýta og njóta náttúrunnar. Ungt fólk óskaði slíks hins sama fyrir fullu húsi á tónleikum í Laugardalshöllinni það sama kvöld. Slík tækifæri gefast ekki ef við höldum áfram að virkja af kappi frekar en forsjá eins og verið hefur. Stundum er engu líkara en að menn berjist um að virkja hér og þar, flýti sér allt hvað af tekur af því að þeir óttist að betri hugmyndir séu í sjónmáli. Og kannski er það þannig, kannski eru hugsjónamenn í vatnsvirkjunarmálum að missa af lestinni sinni. Náttúran er ekki einnota, við eigum hana ekki, komandi kynslóðir eiga sinn rétt og okkur ber að virða hann. Það gerum við ekki ef við tökum frá þeim tækifæri til að fá betri hugmyndir. Norðlingaölduveita virðist ekki sérlega góð hugmynd og það hlýtur að koma önnur betri innan tíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Hundrað ár eru ekki langur tími, síst af öllu í sögu þjóðar. Á síðustu hundrað árum hafa Íslendingar þó upplifað slíkar breytingar á umhverfi sínu og aðstæðum að því verður vart trúað þótt staðreyndir liggi fyrir. Árhundruðin þar á undan voru breytingar sáralitlar svo stökkið verður enn meira fyrir eina fámenna þjóð norður í Dumbshafi. Deila má um hvaða kynslóð sá mestu og áhrifaríkustu breytingarnar. Var það kynslóðin sem fæddist laust fyrir aldamótin nítján hundruð og flutti úr torfbæjum í steinsteypt, upphituð hús? Eða var það kynslóðin sem fæddist á fyrri hluta síðustu aldar og upplifði m.a. samgöngubyltinguna? Eða kannski kynslóðin sem fæddist um og eftir miðja síðustu öld og hefur upplifað fjölmiðlabyltinguna og netið? Eiga næstu kynslóðir jafnvel eftir að sjá enn meiri breytingar á umhverfi sínu? Það er flókið að aðlagast slíkum breytingum og auðvelt að fyllast ákveðnum hroka, halda að allt sé hægt og jafnvel að allt megi. Efnisleg gæði skipta meira máli nú en nokkru sinni fyrr og við þurfum að eignast allt og eignast það strax. Bókhaldsleg afkoma fyrirtækja skiptir meira máli en nokkuð annað, t.d. starfsmannastefna og ef ekki er hægt að sýna fram á bókhaldslegan gróða um áramót er allt leyfilegt. Þetta hefur líka verið viðhorf stjórnmálamanna og við teljum okkur þess umkomin að meta skammtímagróða meira en náttúruperlur. Við látum eins og við vitum allt og höfum allan rétt en gleymum því hvað við stöldrum skamma stund við. Hundrað ár eru fljót að líða. Sem betur fer eru þó alltaf einhverjir sem láta ekki skammtímagróðann villa sér sýn en reyna að horfa fram í tímann. Þeir gera sér grein fyrir að við höfum ekki leyfi til að leika okkur með náttúruna eins og hún sé einnota. Slíku fólki eigum við meðal annars að þakka Laxá í Aðaldal og Gullfoss svo nokkuð sé nefnt, fólki sem barðist gegn áformum skammtímagróðasjónarmiðanna. Og enn erum við að berjast við þessi sömu sjónarmið. Þau sjónarmið höfðu betur í deilum um virkjun við Kárahnjúka. Það kemur líklega í hlut kynslóðarinnar sem nú er að vaxa úr grasi að dæma þau mannanna verk og óvíst að hún verði mjög þakklát. Nú er deilt um stækkun friðlands í Þjórsárverum eða Norðlingaölduveitu. Sá sem reynir að horfa hundrað ár fram í tímann, með þeim takmörkunum sem okkur eru settar, hlýtur að efast um Norðlingaölduveitu sem mun, ef af verður, gjörbreyta ásýnd landsins í Þjórsárverum, og náttúrufari þar. Sem betur fer eru heimamenn á svæðinu, íbúar í Gnúpverjahreppi, framsýnt fólk sem ann sínum heimahögum og lætur sig málið varða. Nú hef ég ekki komið í Þjórsárver, því miður, og það sjónarmið hefur stundum heyrst að þeir sem ekki hafi heimsótt náttúruperlur hafi ekki leyfi til að hafa skoðun á nýtingu þeirra. Það sjónarmið er þó á undanhaldi enda algjörlega út í hött. Þegar upp er staðið er það ekki einkamál Gnúpverja hvernig farið verður með Þjórsárver. Það er ekki einu sinni einkamál Íslendinga hvernig við umgöngumst náttúruna okkar. Smám saman hefur mannkynið verið að átta sig á því hve jörðin er lítil og hvernig mannanna verk hafa áhrif um allan hnöttinn. Þess vegna erum við öll samábyrg og getum ekki leyft okkur annað en að axla þá ábyrgð. Þess vegna getum við ekki afgreitt skoðanir erlendra gesta okkar á virkjanamálum með því að þeim sé nær að líta í eigin garð. Þeirra garður kemur okkur við alveg eins og okkar garður er þeirra mál. Fjölmennur fundur í Norræna húsinu á laugardaginn samþykkti ályktun um stækkun friðlands í Þjórsárverum. Á þeim fundi sagði ungur piltur m.a.: "Kannski fáum við betri hugmyndir" og mæltist þar með til að hann og hans kynslóð fengi tækifæri til að nýta og njóta náttúrunnar. Ungt fólk óskaði slíks hins sama fyrir fullu húsi á tónleikum í Laugardalshöllinni það sama kvöld. Slík tækifæri gefast ekki ef við höldum áfram að virkja af kappi frekar en forsjá eins og verið hefur. Stundum er engu líkara en að menn berjist um að virkja hér og þar, flýti sér allt hvað af tekur af því að þeir óttist að betri hugmyndir séu í sjónmáli. Og kannski er það þannig, kannski eru hugsjónamenn í vatnsvirkjunarmálum að missa af lestinni sinni. Náttúran er ekki einnota, við eigum hana ekki, komandi kynslóðir eiga sinn rétt og okkur ber að virða hann. Það gerum við ekki ef við tökum frá þeim tækifæri til að fá betri hugmyndir. Norðlingaölduveita virðist ekki sérlega góð hugmynd og það hlýtur að koma önnur betri innan tíðar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun