Skortur á verkfræðingum í Danmörku er ástæðan fyrir því að raftækjaframleiðandinn Bang & Olufsen hefur opnað sína fyrstu verksmiðju í útlöndum.
Haft var eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins í viðtali í Politiken að erfitt hafi reynst að finna hæfa verkfræðinga í landinu og í dag séu tuttugu lausar stöður. Þetta sé helsta ástæðan fyrir því að hluti framleiðslunnar hafi nú verið fluttur til Tékklands.
Samkvæmt formanni danska verkfræðingafélagsins er útlit fyrir mikinn skort á verkfræðingum í landinu næstu tíu ár. FL Group keypti nýlega rúmlega átta prósenta í Bang og Olufsen.