Gunnar lenti í kröppum dansi 12. apríl 2006 00:01 Mattias Jonsson sést hér tækla Gunnar illa í leiknum á mánudagskvöldið. Jonsson fékk rautt spjald fyrir vikið. fréttablaðið/scanpix Gunnar Þór Gunnarsson hefur vakið verðskuldaða athygli í Svíðþjóð eftir að hann gekk til liðs við Hammarby á dögunum. Gunnar fór beint í byrjunarliðið og spilaði á mánudaginn í stærsta leik Hammarby á tímabilinu, í Stokkhólmsslagnum gegn Djurgarden. "Leikurinn og allt í kringum hann var svakaleg upplifun sem verður mér lengi í minni. Umfangið í kringum leikinn er stórt og mikið, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnunum," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær. Hinn íslendingurinn hjá liðinu, Pétur Marteinsson, tók í sama streng. "Það eru miklar tilfinningar í gangi í svona stórleik sem er hrein barátta um Stokkhólm," sagði Pétur en Gunnar var mikið í sviðsljósinu í leiknum. Sænski landsliðsframherjinn Matthias Jonson var úti á hægri kanti þar sem hann sendi boltann fyrir, boltinn hrökk í hendina á Gunnari en ekki var um vítaspyrnu að ræða. Gunnar hreinsaði síðan boltann frá en Jonsson kom aðvífandi og þrumaði í fótinn á Gunnari. Báðir lágu þeir óvígir á vellinum en eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómarann rak dómarinn Jonsson af velli. "Þetta var aldrei hendi, ég var með hendina upp að líkamanum. Ég hreinsaði svo boltann þegar hann kom of seint inn og þrumaði í kálfann á mér. Þetta var virkilega óþægilegt en sem betur fer náði ég að halda áfram og verð tilbúinn í næsta leik. Það blæddi aðeins inn á kálfann en ég tek því bara aðeins rólega fyrir vikið," sagði Gunnar Þór í gær. "Það var mikið líf í kringum þetta og allt gjörsamlega brjálað á vellinum. Ég var ekki alveg sáttur við Jonsson og vildi gera líf úr þessu til þess að dómarinn tæki þetta alvarlega, og ég lét hann því heyra það all hressilega. Þú sparkar ekkert í litla íslendinginn hjá Hammarby, maður verður að verja kjúklinginn," sagði Pétur í gamansönum tón en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Pétur segir að mikil ánægja sé með frammistöðu Gunnars hjá félaginu. "Hann spilar þennan leik fyrir framan brjálaða áhorfendur, 30 þúsund talsins, sem er eitthvað sem hann hefur aldrei kynnst ,en hann stóðst prófið og rúmlega það," sagði Pétur. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Sjá meira
Gunnar Þór Gunnarsson hefur vakið verðskuldaða athygli í Svíðþjóð eftir að hann gekk til liðs við Hammarby á dögunum. Gunnar fór beint í byrjunarliðið og spilaði á mánudaginn í stærsta leik Hammarby á tímabilinu, í Stokkhólmsslagnum gegn Djurgarden. "Leikurinn og allt í kringum hann var svakaleg upplifun sem verður mér lengi í minni. Umfangið í kringum leikinn er stórt og mikið, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnunum," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær. Hinn íslendingurinn hjá liðinu, Pétur Marteinsson, tók í sama streng. "Það eru miklar tilfinningar í gangi í svona stórleik sem er hrein barátta um Stokkhólm," sagði Pétur en Gunnar var mikið í sviðsljósinu í leiknum. Sænski landsliðsframherjinn Matthias Jonson var úti á hægri kanti þar sem hann sendi boltann fyrir, boltinn hrökk í hendina á Gunnari en ekki var um vítaspyrnu að ræða. Gunnar hreinsaði síðan boltann frá en Jonsson kom aðvífandi og þrumaði í fótinn á Gunnari. Báðir lágu þeir óvígir á vellinum en eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómarann rak dómarinn Jonsson af velli. "Þetta var aldrei hendi, ég var með hendina upp að líkamanum. Ég hreinsaði svo boltann þegar hann kom of seint inn og þrumaði í kálfann á mér. Þetta var virkilega óþægilegt en sem betur fer náði ég að halda áfram og verð tilbúinn í næsta leik. Það blæddi aðeins inn á kálfann en ég tek því bara aðeins rólega fyrir vikið," sagði Gunnar Þór í gær. "Það var mikið líf í kringum þetta og allt gjörsamlega brjálað á vellinum. Ég var ekki alveg sáttur við Jonsson og vildi gera líf úr þessu til þess að dómarinn tæki þetta alvarlega, og ég lét hann því heyra það all hressilega. Þú sparkar ekkert í litla íslendinginn hjá Hammarby, maður verður að verja kjúklinginn," sagði Pétur í gamansönum tón en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Pétur segir að mikil ánægja sé með frammistöðu Gunnars hjá félaginu. "Hann spilar þennan leik fyrir framan brjálaða áhorfendur, 30 þúsund talsins, sem er eitthvað sem hann hefur aldrei kynnst ,en hann stóðst prófið og rúmlega það," sagði Pétur.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Sjá meira