Samkvæmt Gazetta dello Sport á Ítalíu mun sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic vera á leið til AC Milan frá Juventus. Hann mun hafa játað tilboði þeirra en hvort Juventus sé tilbúið að selja leikmanninn á enn eftir að koma í ljós. Juventus var fyrir skömmu dæmt niður í B-deildina á Ítalíu og hefur misst hverja stórstjörnuna á fætur annarri, nú síðast Patrick Vieira til Inter Milan.
Í gær fékk svo AC Milan endanlega heimild til að taka þátt í 3. umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu.