Drottningin er enn með brókarsótt Birgir Örn Steinarsson skrifar 8. ágúst 2006 00:01 Niðurstaða: Þriðja breiðskífa elektró-sorakjaftsins Peaches er svipuð og hinar tvær. Ögrandi, grípandi og stuðandi. Sóðakjafturinn Merrill Nisker, betur þekkt sem Peaches, snýr nú aftur eftir þriggja ára þögn með fleiri soravísur fyrir sjóarana sem veiða á næturklúbbum bæjarins. Hún hefur víst aldrei áður eytt jafn miklum seðlum í að gera plötu, enda seldust hinar tvær alveg sæmilega. Platan hljómar nú samt eins og hún hafi verið gerð í svefnherberginu heima hjá henni. Bæði vegna hljómgæðanna og textainnihaldsins. Peaches hefur gert feril úr því að klæmast við hlustendur sína. Textarnir eru oft það ögrandi að það kæmi mér ekkert á óvart ef tónlist hennar væri algeng á strippstöðum um heim allan. Nú eru sex ár liðin frá útgáfu fyrsta slagara hennar, Fuck the Pain Away. Peaches, sem er fyrrverandi grunnskólakennari, nálgast nú óðfluga fertugt og maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hversu lengi hún nennir að standa í því að leika djammdrottningu með brókarsótt. Ef hún heldur þessum leik áfram er mögulegt að hún endi sem paródía af sjálfri sér. Reyndar spilar hún lítið út á útlitið. Ólíkt flestum öðrum tónlistarmönnum í dag gerir hún engar tilraunir til þess líta út eins og klámmyndastjarna í von um að vera meira aðlaðandi fyrir fjöldann. Hún gerir frekar í því að líta út eins og konan á stolna heimamyndbandinu sem rakar sig ekki undir höndunum. Eins og í tónlist hennar eru engar málamiðlanir gerðar þegar kemur að sjónrænu hliðinni. Hún nýtur þess að vega salt á því sem öðrum þykir siðsamlegt. Það eru kannski einhverjir búnir að gleyma því, en um það snerist rokkið í gamla daga, fyrir daga Rock Star Supernova. Peaches brýtur reglur og gengur eins langt og hún mögulega getur, og þess vegna er hún stjarna. Rokkstjörnur hafa ekki þolinmæði í að sækja um vinnu í nokkurra vikna vinsældakeppni í beinni útsendingu. Hversu lengi haldið þið að Kurt Cobain eða Jim Morrison hefðu enst í slíku rugli? Það er ekkert á þessari þriðju plötu sem lyftir Peaches á næsta plan sem tónlistarmanni. Þetta er nákvæmlega sama formúla og á hinum tveimur plötunum. Standpínutaktar undir einföldum hljómborðs- og gítarlínum, með grófum textum um hinn eilífa dans typpa og píkna. Í öðru lagi reynir hún svo að sannfæra okkur um að það sé til fiskur í Atlantshafi sem heitir Slippery Dick. Hér leynast svo nokkrir skotheldir poppslagarar, eins og Downtown og Two Guys (For Every Girl). Blygðunarlausar tilraunir til þess að komast í meginstraumsútvarp, með öllu saklausri textum sem Peaches gerir þó þokkafulla með frábærri tjáningu sinni. Öskrin í You Love It eru svo alveg geðveik! Þar er engu líkara en púkinn sem læddist í Lindu Blair í The Exorcist hafi rennt sér inn í Peaches þann daginn í stúdóínu.Niðurstaða: Enn og aftur skilar Peaches af sér frábærri partíplötu. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Sóðakjafturinn Merrill Nisker, betur þekkt sem Peaches, snýr nú aftur eftir þriggja ára þögn með fleiri soravísur fyrir sjóarana sem veiða á næturklúbbum bæjarins. Hún hefur víst aldrei áður eytt jafn miklum seðlum í að gera plötu, enda seldust hinar tvær alveg sæmilega. Platan hljómar nú samt eins og hún hafi verið gerð í svefnherberginu heima hjá henni. Bæði vegna hljómgæðanna og textainnihaldsins. Peaches hefur gert feril úr því að klæmast við hlustendur sína. Textarnir eru oft það ögrandi að það kæmi mér ekkert á óvart ef tónlist hennar væri algeng á strippstöðum um heim allan. Nú eru sex ár liðin frá útgáfu fyrsta slagara hennar, Fuck the Pain Away. Peaches, sem er fyrrverandi grunnskólakennari, nálgast nú óðfluga fertugt og maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hversu lengi hún nennir að standa í því að leika djammdrottningu með brókarsótt. Ef hún heldur þessum leik áfram er mögulegt að hún endi sem paródía af sjálfri sér. Reyndar spilar hún lítið út á útlitið. Ólíkt flestum öðrum tónlistarmönnum í dag gerir hún engar tilraunir til þess líta út eins og klámmyndastjarna í von um að vera meira aðlaðandi fyrir fjöldann. Hún gerir frekar í því að líta út eins og konan á stolna heimamyndbandinu sem rakar sig ekki undir höndunum. Eins og í tónlist hennar eru engar málamiðlanir gerðar þegar kemur að sjónrænu hliðinni. Hún nýtur þess að vega salt á því sem öðrum þykir siðsamlegt. Það eru kannski einhverjir búnir að gleyma því, en um það snerist rokkið í gamla daga, fyrir daga Rock Star Supernova. Peaches brýtur reglur og gengur eins langt og hún mögulega getur, og þess vegna er hún stjarna. Rokkstjörnur hafa ekki þolinmæði í að sækja um vinnu í nokkurra vikna vinsældakeppni í beinni útsendingu. Hversu lengi haldið þið að Kurt Cobain eða Jim Morrison hefðu enst í slíku rugli? Það er ekkert á þessari þriðju plötu sem lyftir Peaches á næsta plan sem tónlistarmanni. Þetta er nákvæmlega sama formúla og á hinum tveimur plötunum. Standpínutaktar undir einföldum hljómborðs- og gítarlínum, með grófum textum um hinn eilífa dans typpa og píkna. Í öðru lagi reynir hún svo að sannfæra okkur um að það sé til fiskur í Atlantshafi sem heitir Slippery Dick. Hér leynast svo nokkrir skotheldir poppslagarar, eins og Downtown og Two Guys (For Every Girl). Blygðunarlausar tilraunir til þess að komast í meginstraumsútvarp, með öllu saklausri textum sem Peaches gerir þó þokkafulla með frábærri tjáningu sinni. Öskrin í You Love It eru svo alveg geðveik! Þar er engu líkara en púkinn sem læddist í Lindu Blair í The Exorcist hafi rennt sér inn í Peaches þann daginn í stúdóínu.Niðurstaða: Enn og aftur skilar Peaches af sér frábærri partíplötu.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira