Fer líklega til Reading 10. ágúst 2006 13:00 Viktor Unnar Illugason Er á leið til Englands í haust. MYND/Vilhelm Fótbolti Viktor Unnar Illugason hefur vakið verðskuldaða athygli með liði Breiðabliks í Landsbankadeildinni í sumar en hann er yngsti leikmaður deildarinnar, varð sextán ára fyrr á þessu ári. Laugardaginn 20. maí síðastliðinn lék hann sinn fyrsta leik í efstu deild þegar hann kom inn sem varamaður á lokamínútunni í leik gegn ÍBV á Kópavogsvellinum. Viktor var aðeins búinn að vera á vellinum í tvær mínútur þegar hann náði að skora sitt fyrsta mark. "Það var mjög ljúf tilfinning og gaman að ná að skora þetta mark, ég slapp bara einn í gegn og renndi boltanum framhjá markverðinum," sagði Viktor Unnar. Síðan Ólafur Kristjánsson tók við Breiðabliksliðinu hefur Viktor alltaf verið í byrjunarliðinu en hann getur spilað í fremstu víglínu og einnig á kantinum. "Ég get ekki verið annað en mjög ánægður með þau tækifæri sem ég hef fengið." Viktor er nýkominn heim frá Færeyjum, þar sem hann spilaði lykilhlutverk með U17 landsliði Íslands á Norðurlandamótinu. Strákunum gekk ekki vel, þeir höfnuðu í fimmta sæti, en Viktor skoraði tvö mörk á mótinu. Hann hefur farið þónokkrum sinnum erlendis til reynslu. "Ég hef farið til reynslu hjá Feyenoord í Hollandi og Reading og Ipswich á Englandi. Ég fékk tilboð frá báðum ensku liðunum en hef tekið þá ákvörðun að fara til Reading eftir að tímabilinu hér heima lýkur," sagði Viktor en enn á þó eftir að ganga frá örfáum lausum endum. "Það er að skapast hefð fyrir íslenskum leikmönnum hjá Reading og þá er mjög jákvætt að ég fæ að klára tímabilið hérna heima. Ég hlakka mikið til," sagði Viktor, en aðallið Reading vann sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Með félaginu leika íslensku landsliðsmennirnir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson og þá er hjá liðinu annar íslenskur unglingalandsliðsmaður, Gylfi Þór Sigurðsson. "Ég hafði nánast ekkert séð til Viktors þegar ég tók við en hann er með mjög góðan vinstri fót og er nokkuð sterkur líkamlega miðað við aldur. Þá hefur hann fína tækni og er með nef fyrir markinu og hefur verið að skapa sér færi. Hann getur þó bætt sig mikið því hann er líkamlega sterkur frá náttúrunnar hendi en er nokkuð óþjálfaður og ýmislegt sem hann getur bætt. Þá á hann það til að detta út úr leikjum en það er eðlilegt miðað við að þetta er hans fyrsta tímabil með meistaraflokki," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Ólafur er þó ekki fullviss um að það væri rétt skref fyrir Viktor að fara út strax. "Að spila með unglingaliði Reading er nokkuð langt frá því að vera fullorðinsfótbolti en þetta er hans val. Ég þekki ekki vel til unglingastarfs Reading en almennt séð skil ég oft á tíðum ekki hvað ungum leikmönnum liggur á að komast út." Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Sjá meira
Fótbolti Viktor Unnar Illugason hefur vakið verðskuldaða athygli með liði Breiðabliks í Landsbankadeildinni í sumar en hann er yngsti leikmaður deildarinnar, varð sextán ára fyrr á þessu ári. Laugardaginn 20. maí síðastliðinn lék hann sinn fyrsta leik í efstu deild þegar hann kom inn sem varamaður á lokamínútunni í leik gegn ÍBV á Kópavogsvellinum. Viktor var aðeins búinn að vera á vellinum í tvær mínútur þegar hann náði að skora sitt fyrsta mark. "Það var mjög ljúf tilfinning og gaman að ná að skora þetta mark, ég slapp bara einn í gegn og renndi boltanum framhjá markverðinum," sagði Viktor Unnar. Síðan Ólafur Kristjánsson tók við Breiðabliksliðinu hefur Viktor alltaf verið í byrjunarliðinu en hann getur spilað í fremstu víglínu og einnig á kantinum. "Ég get ekki verið annað en mjög ánægður með þau tækifæri sem ég hef fengið." Viktor er nýkominn heim frá Færeyjum, þar sem hann spilaði lykilhlutverk með U17 landsliði Íslands á Norðurlandamótinu. Strákunum gekk ekki vel, þeir höfnuðu í fimmta sæti, en Viktor skoraði tvö mörk á mótinu. Hann hefur farið þónokkrum sinnum erlendis til reynslu. "Ég hef farið til reynslu hjá Feyenoord í Hollandi og Reading og Ipswich á Englandi. Ég fékk tilboð frá báðum ensku liðunum en hef tekið þá ákvörðun að fara til Reading eftir að tímabilinu hér heima lýkur," sagði Viktor en enn á þó eftir að ganga frá örfáum lausum endum. "Það er að skapast hefð fyrir íslenskum leikmönnum hjá Reading og þá er mjög jákvætt að ég fæ að klára tímabilið hérna heima. Ég hlakka mikið til," sagði Viktor, en aðallið Reading vann sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Með félaginu leika íslensku landsliðsmennirnir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson og þá er hjá liðinu annar íslenskur unglingalandsliðsmaður, Gylfi Þór Sigurðsson. "Ég hafði nánast ekkert séð til Viktors þegar ég tók við en hann er með mjög góðan vinstri fót og er nokkuð sterkur líkamlega miðað við aldur. Þá hefur hann fína tækni og er með nef fyrir markinu og hefur verið að skapa sér færi. Hann getur þó bætt sig mikið því hann er líkamlega sterkur frá náttúrunnar hendi en er nokkuð óþjálfaður og ýmislegt sem hann getur bætt. Þá á hann það til að detta út úr leikjum en það er eðlilegt miðað við að þetta er hans fyrsta tímabil með meistaraflokki," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Ólafur er þó ekki fullviss um að það væri rétt skref fyrir Viktor að fara út strax. "Að spila með unglingaliði Reading er nokkuð langt frá því að vera fullorðinsfótbolti en þetta er hans val. Ég þekki ekki vel til unglingastarfs Reading en almennt séð skil ég oft á tíðum ekki hvað ungum leikmönnum liggur á að komast út."
Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Sjá meira