Tap FlyMe tvöfaldast milli ára 1. september 2006 00:01 Þótt velta FlyMe hafi aukist um 75 prósent á fyrri helmingi ársins, samanborið við árið 2005, jókst tap félagsins um helming á milli ára. Norræna lággjaldaflugfélagið tapaði 1,1 milljarði á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 560 milljóna króna tap í fyrra. Kostnaður jókst hröðum skrefum einkum vegna stofnkostnaðar af Evrópuflugi en einnig komu olíuverðshækkanir sér illa við félagið rétt eins og önnur flugfélög. Velta félagsins nam yfir 3,2 milljörðum króna og jókst farþegafjöldi um 66 prósent. Alls fóru yfir 440 þúsund farþegar með félaginu á fyrri hluta ársins. Á hluthafafundi á dögunum var samþykkt að selja nýtt hlutafé fyrir rúma 1,8 milljarða króna sem núverandi hluthafar eiga forgang að. Stærstu hluthafarnir, sem ráða um 67 prósentum hlutafjár, hafa skuldbundið sig til að taka þátt í útboðinu, þar á meðal Fons, stærsti hluthafinn. Ákveðið hefur verið að Matthías Imsland, hjá Fons, taki virkan þátt við stjórnun félagsins og verði varaformaður stjórnar en Björn Olegård verður áfram stjórnarformaður. Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þótt velta FlyMe hafi aukist um 75 prósent á fyrri helmingi ársins, samanborið við árið 2005, jókst tap félagsins um helming á milli ára. Norræna lággjaldaflugfélagið tapaði 1,1 milljarði á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 560 milljóna króna tap í fyrra. Kostnaður jókst hröðum skrefum einkum vegna stofnkostnaðar af Evrópuflugi en einnig komu olíuverðshækkanir sér illa við félagið rétt eins og önnur flugfélög. Velta félagsins nam yfir 3,2 milljörðum króna og jókst farþegafjöldi um 66 prósent. Alls fóru yfir 440 þúsund farþegar með félaginu á fyrri hluta ársins. Á hluthafafundi á dögunum var samþykkt að selja nýtt hlutafé fyrir rúma 1,8 milljarða króna sem núverandi hluthafar eiga forgang að. Stærstu hluthafarnir, sem ráða um 67 prósentum hlutafjár, hafa skuldbundið sig til að taka þátt í útboðinu, þar á meðal Fons, stærsti hluthafinn. Ákveðið hefur verið að Matthías Imsland, hjá Fons, taki virkan þátt við stjórnun félagsins og verði varaformaður stjórnar en Björn Olegård verður áfram stjórnarformaður.
Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira