Segist saklaus af bókhaldsbrellum 4. september 2006 11:29 Fyrrverandi forstjóri Livedoor Takefumi Horie, fyrrum forstjóri japanska netfyrirtækisins Livedoor, segist ekki sekur um bókhaldssvik. markaðurinn/AP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Takefumi Horie, fyrrum forstjóri japanska net- og ráðgjafafyrirtækisins Livedoor, segist saklaust af ákærum um aðild að bókhaldssvikum. Horie er meðal annars gefið að sök að hafa gefið fjármálastjóra og fleiri stjórnendum fyrirtækisins skipun um að ýkja hagnað Livedoor, sem í raun skilaði taprekstri, með það fyrir augum að hækka gengi hlutabréfa í fyrirtækinu. Réttarhöld í málinu hófust í vikunni. Þegar upp komst að verið væri að rannsaka bókhaldssvik innan fyrirtækisins í janúar síðastliðnum reyndu fjölmargir fjárfestar að losa sig við bréf í fyrirtækinu með þeim afleiðingum að tölvukerfi kauphallarinnar í Tókýó hrundi og varð að loka fyrir viðskipti í henni 20 mínútum fyrir venjulegan lokunartíma. Fyrirtækið, sem enn er starfandi, var afskráð úr kauphöllinni vegna svikanna í apríl. Þá hafði málið mikil áhrif á japönsk fyrirtæki en gengi hlutabréfa í landinu lækkaði talsvert í kjölfarið. Horie, sem stofnaði ráðgjafafyrirtækið Livin' on the Edge árið 1996 og sameinaði það hinu gjaldþrota fyrirtæki Livedoor árið 2002, var handtekinn nokkru síðar ásamt fjórum stjórnendum fyrirtækisins vegna svikanna. Þeir voru leystir úr haldi gegn tryggingu í apríl. Fjórir fyrrverandi hæstráðendur Livedoor hafa gengist við brotunum en Horie neitar einn sök og segist hneykslaður yfir ásökunum í sinn garð. Horie, sem er 33 ára, á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur. Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Takefumi Horie, fyrrum forstjóri japanska net- og ráðgjafafyrirtækisins Livedoor, segist saklaust af ákærum um aðild að bókhaldssvikum. Horie er meðal annars gefið að sök að hafa gefið fjármálastjóra og fleiri stjórnendum fyrirtækisins skipun um að ýkja hagnað Livedoor, sem í raun skilaði taprekstri, með það fyrir augum að hækka gengi hlutabréfa í fyrirtækinu. Réttarhöld í málinu hófust í vikunni. Þegar upp komst að verið væri að rannsaka bókhaldssvik innan fyrirtækisins í janúar síðastliðnum reyndu fjölmargir fjárfestar að losa sig við bréf í fyrirtækinu með þeim afleiðingum að tölvukerfi kauphallarinnar í Tókýó hrundi og varð að loka fyrir viðskipti í henni 20 mínútum fyrir venjulegan lokunartíma. Fyrirtækið, sem enn er starfandi, var afskráð úr kauphöllinni vegna svikanna í apríl. Þá hafði málið mikil áhrif á japönsk fyrirtæki en gengi hlutabréfa í landinu lækkaði talsvert í kjölfarið. Horie, sem stofnaði ráðgjafafyrirtækið Livin' on the Edge árið 1996 og sameinaði það hinu gjaldþrota fyrirtæki Livedoor árið 2002, var handtekinn nokkru síðar ásamt fjórum stjórnendum fyrirtækisins vegna svikanna. Þeir voru leystir úr haldi gegn tryggingu í apríl. Fjórir fyrrverandi hæstráðendur Livedoor hafa gengist við brotunum en Horie neitar einn sök og segist hneykslaður yfir ásökunum í sinn garð. Horie, sem er 33 ára, á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.
Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira