Japanar og Íranar semja um olíu 6. september 2006 00:01 Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans Íranar og Japanar eru sagðir vera að ná samkomulagi um byggingu olíuvinnslustöðvar í íran. MYND/AP Stjórnvöld í Íran og japanska fyrirtækið Inpex, sem er í meirihlutaeigu japanska ríkisins, eru sögð vera nálægt því að ljúka samningum um sameiginlega olíuvinnslu í Azadeganhéraði í suðvesturhluta Írans en það mun vera eitt stærsta ónýtta olíuvinnslusvæði í heimi. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, verður skrifað undir samninginn eftir tæpan hálfan mánuð. Stutt var í að samningar næðust um olíuvinnslu landanna á milli á svæðinu fyrir tveimur árum en þar sem samningamenn komu sér hins vegar ekki saman um fjármögnun verkefnisins rann það út í sandinn. Reiknað er með því að kostnaður við uppbyggingu á olíuvinnslusvæðinu í Azadeganhéraði geti numið um 2 milljörðum Bandaríkjadala eða tæpum 138 milljörðum íslenskra króna. Stefnt er að því að hefja olíuframleiðslu í héraðinu eftir tvö ár en búist er við því að hægt verði að dæla um 26 milljörðum tunna af hráolíu af svæðinu. BBC segir Japana háða innflutningi á olíu og því skipti samningurinn miklu fyrir stjórnvöld en Íranar eru fjórða stærsta olíuframleiðsluríki í heimi. Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnvöld í Íran og japanska fyrirtækið Inpex, sem er í meirihlutaeigu japanska ríkisins, eru sögð vera nálægt því að ljúka samningum um sameiginlega olíuvinnslu í Azadeganhéraði í suðvesturhluta Írans en það mun vera eitt stærsta ónýtta olíuvinnslusvæði í heimi. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, verður skrifað undir samninginn eftir tæpan hálfan mánuð. Stutt var í að samningar næðust um olíuvinnslu landanna á milli á svæðinu fyrir tveimur árum en þar sem samningamenn komu sér hins vegar ekki saman um fjármögnun verkefnisins rann það út í sandinn. Reiknað er með því að kostnaður við uppbyggingu á olíuvinnslusvæðinu í Azadeganhéraði geti numið um 2 milljörðum Bandaríkjadala eða tæpum 138 milljörðum íslenskra króna. Stefnt er að því að hefja olíuframleiðslu í héraðinu eftir tvö ár en búist er við því að hægt verði að dæla um 26 milljörðum tunna af hráolíu af svæðinu. BBC segir Japana háða innflutningi á olíu og því skipti samningurinn miklu fyrir stjórnvöld en Íranar eru fjórða stærsta olíuframleiðsluríki í heimi.
Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira