Poppstjarna fer ekki út í geim 20. september 2006 00:01 Madonna Poppdrottningin Madonna hefur óskað eftir því að fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir tvö ár. MYND/AP Rússneska þingið neitaði í síðustu viku að verða við bón bandarísku poppdrottningarinnar Madonnu um að fá að kaupa far með rússneska Soyuz-geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar árið 2008. Hefði þingið orðið við bón Madonnu hefði hún orðið önnur konan til að kaupa sér farmiða út í geim. Einn þingmaður studdi Madonnu. Sagðist hann búast við mikilli fjölmiðlaumfjöllun vegna málsins og gæti hún tryggt framtíðarhorfur rússnesku geimvísindastofnunarinnar, sem meðal annars sérhæfir sig í því að bjóða auðkýfingum út í geim fyrir væna fúlgu. Igor Panarín, talsmaður geimvísindastofnunarinnar, sagði að geimævintýri Madonnu þyrfti ekki að vera lokið. Hún væri vel á sig komin og stórefnuð í þokkabót. Gæti hún sótt um laust sæti til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir þrjú ár. Fyrsta konan sem fer út í geim sem ferðalangur fór í loftið aðfaranótt mánudags en þrír aðrir auðkýfingar hafa á síðastliðnum fimm árum farið með rússneska geimfarinu Soyuz til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og dvalið þar í tíu daga. Þá er búið að tryggja för þess fimmta í mars á næsta ári. Ferðir sem þessar eru hins vegar ekki fyrir hvern sem er því miðinn kostar um 20 milljónir dala eða rétt rúma 1,4 milljarða íslenskra króna. Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rússneska þingið neitaði í síðustu viku að verða við bón bandarísku poppdrottningarinnar Madonnu um að fá að kaupa far með rússneska Soyuz-geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar árið 2008. Hefði þingið orðið við bón Madonnu hefði hún orðið önnur konan til að kaupa sér farmiða út í geim. Einn þingmaður studdi Madonnu. Sagðist hann búast við mikilli fjölmiðlaumfjöllun vegna málsins og gæti hún tryggt framtíðarhorfur rússnesku geimvísindastofnunarinnar, sem meðal annars sérhæfir sig í því að bjóða auðkýfingum út í geim fyrir væna fúlgu. Igor Panarín, talsmaður geimvísindastofnunarinnar, sagði að geimævintýri Madonnu þyrfti ekki að vera lokið. Hún væri vel á sig komin og stórefnuð í þokkabót. Gæti hún sótt um laust sæti til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir þrjú ár. Fyrsta konan sem fer út í geim sem ferðalangur fór í loftið aðfaranótt mánudags en þrír aðrir auðkýfingar hafa á síðastliðnum fimm árum farið með rússneska geimfarinu Soyuz til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og dvalið þar í tíu daga. Þá er búið að tryggja för þess fimmta í mars á næsta ári. Ferðir sem þessar eru hins vegar ekki fyrir hvern sem er því miðinn kostar um 20 milljónir dala eða rétt rúma 1,4 milljarða íslenskra króna.
Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira