Óbreyttir vextir í Bandaríkjunum 22. september 2006 00:01 Ben bernanke seðlabankastjóri Bandaríski seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem bankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum og telja greiningaraðilar líkur á að hækkanaferlið sé á enda. Einn af ellefu meðlimum vaxtaákvörðunarnefndar bankans var hins vegar fylgjandi 25 punkta hækkun vaxta. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar fyrir ákvörðuninni segir að þrátt fyrir að hægt hafi á hagvexti í landinu verði enn fylgst náið með verðbólguþróun. Hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi nam 2,9 prósentum en það er um tvöfalt minni hagvöxtur en á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tíma mældist verðbólga vestra 2,8 prósent í ágúst en hún hækkaði um 0,2 prósent á milli mánaða. Það er þó 0,8 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiðum bandaríska seðlabankans. Greiningaraðilar segja hafa hægst um of á hagvexti í landinu og geti það haft áhrif á hagvöxt á heimsvísu. Bankastjórnin vísar því hins vegar á bug og telur og að hagvöxtur muni haldast á þessu stigi á næstu mánuðum. Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem bankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum og telja greiningaraðilar líkur á að hækkanaferlið sé á enda. Einn af ellefu meðlimum vaxtaákvörðunarnefndar bankans var hins vegar fylgjandi 25 punkta hækkun vaxta. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar fyrir ákvörðuninni segir að þrátt fyrir að hægt hafi á hagvexti í landinu verði enn fylgst náið með verðbólguþróun. Hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi nam 2,9 prósentum en það er um tvöfalt minni hagvöxtur en á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tíma mældist verðbólga vestra 2,8 prósent í ágúst en hún hækkaði um 0,2 prósent á milli mánaða. Það er þó 0,8 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiðum bandaríska seðlabankans. Greiningaraðilar segja hafa hægst um of á hagvexti í landinu og geti það haft áhrif á hagvöxt á heimsvísu. Bankastjórnin vísar því hins vegar á bug og telur og að hagvöxtur muni haldast á þessu stigi á næstu mánuðum.
Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira