Brugðist við hótunum Norður-Kóreu 5. október 2006 05:30 Fyrirætlunum Norður-Kóreu mótmælt Suður-Kóreumenn mótmæltu opinberlega í gær fyrirætlunum nágrannaþjóðar sinnar, Norður-Kóreu, um að prófa kjarnorkuvopn. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur ekki gefið upp hvenær fyrirhugaðar tilraunir muni fara fram, en lofar að þær verði gerðar undir ströngu eftirliti vísindamanna við öruggar aðstæður. MYND/AP Nágrannar Norður-Kóreu héldu í gær áfram að bregðast harkalega við yfirlýsingu ríkisstjórnar kommúnistaríkisins á þriðjudag um að tilraunir með kjarnorkuvopn yrðu gerðar á næstunni. Kínverjar og Bandaríkjamenn hvöttu til stillingar, en Japanar fóru fram á snögg og ákveðin viðbrögð Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem fundaði í gær fyrir lokuðum dyrum um fyrirætlanir Norður-Kóreu. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ hvatti í gær til þess að aðildarlönd öryggisráðsins hittust „til að þróa samhangandi stefnu sem sannfærir þá um að það sé ekki í þeirra þágu að prófa kjarnorkuvopn“. Fastafulltrúi Kína, Wang Guangya, sagðist telja að áframhaldandi samningaviðræður fimm stórþjóða við Norður-Kóreu, sem hafa verið árangurslitlar undanfarið, væri betri lausn heldur en að öryggisráðið gangi í málið. Nýr forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, sagði hins vegar að þjóð sín gæti „hreint ekki sætt sig við“ kjarnorkuvopnatilraunir nágrannaþjóðar sinnar, og studdu Frakkar Japana í umleitun eftir skjótum viðbrögðum öryggisráðsins. Norður-Kóreumenn, sem hafa löngum sagst eiga kjarnavopn, hafa hingað til ekki prófað þau svo að vitað sé. Í tilkynningunni sem utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sendi frá sér sagði að tilraunirnar yrðu gerðar á öruggum stað undir strangri stjórn vísindamanna. Tilraunirnar munu verða gerðar í þeim tilgangi að styrkja varnir landsins gegn því sem kallað var aukinn fjandskapur Bandaríkjanna. Bandaríkin og Kína eru meðal fimm þjóða heims sem viðurkenna opinberlega að eiga kjarnorkuvopn. Hinar eru Frakkland, Rússland og Bretland. Einnig þykir ljóst að Pakistan og Indland eigi kjarnorkuvopn, og grunur leikur á að Ísrael og Norður-Kórea búi einnig yfir kjarnorkuvopnum. Erlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Nágrannar Norður-Kóreu héldu í gær áfram að bregðast harkalega við yfirlýsingu ríkisstjórnar kommúnistaríkisins á þriðjudag um að tilraunir með kjarnorkuvopn yrðu gerðar á næstunni. Kínverjar og Bandaríkjamenn hvöttu til stillingar, en Japanar fóru fram á snögg og ákveðin viðbrögð Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem fundaði í gær fyrir lokuðum dyrum um fyrirætlanir Norður-Kóreu. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ hvatti í gær til þess að aðildarlönd öryggisráðsins hittust „til að þróa samhangandi stefnu sem sannfærir þá um að það sé ekki í þeirra þágu að prófa kjarnorkuvopn“. Fastafulltrúi Kína, Wang Guangya, sagðist telja að áframhaldandi samningaviðræður fimm stórþjóða við Norður-Kóreu, sem hafa verið árangurslitlar undanfarið, væri betri lausn heldur en að öryggisráðið gangi í málið. Nýr forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, sagði hins vegar að þjóð sín gæti „hreint ekki sætt sig við“ kjarnorkuvopnatilraunir nágrannaþjóðar sinnar, og studdu Frakkar Japana í umleitun eftir skjótum viðbrögðum öryggisráðsins. Norður-Kóreumenn, sem hafa löngum sagst eiga kjarnavopn, hafa hingað til ekki prófað þau svo að vitað sé. Í tilkynningunni sem utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sendi frá sér sagði að tilraunirnar yrðu gerðar á öruggum stað undir strangri stjórn vísindamanna. Tilraunirnar munu verða gerðar í þeim tilgangi að styrkja varnir landsins gegn því sem kallað var aukinn fjandskapur Bandaríkjanna. Bandaríkin og Kína eru meðal fimm þjóða heims sem viðurkenna opinberlega að eiga kjarnorkuvopn. Hinar eru Frakkland, Rússland og Bretland. Einnig þykir ljóst að Pakistan og Indland eigi kjarnorkuvopn, og grunur leikur á að Ísrael og Norður-Kórea búi einnig yfir kjarnorkuvopnum.
Erlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila