Vill stórefla Íslandstengsl 9. október 2006 01:15 Frederic P.N. Chang. Í heimsþorpinu eru fjarlægðir afstæðar. Frederic P.N. Chang er sendifulltrúi Lýðveldisins Kína, öðru nafni Taívan, í Kaupmannahöfn, og er sem slíkur ígildi sendiherra austur-asíska eyríkisins í Danmörku og á Íslandi. Eins og kunnugt er líta stjórnvöld í Alþýðulýðveldinu Kína á Taívan sem hérað í Kína og neita að vera í stjórnmálasambandi við ríki sem eru í stjórnmálasambandi við eyríkið. Í viðtali við Fréttablaðið segir Chang mikinn áhuga í landi sínu á nánari tengslum við Ísland. Eftir að ég kom í fyrsta sinn hingað til lands rann það fljótt upp fyrir mér að Taívan ætti að leita nánari tengsla við Ísland. Ég fann fyrir vissum andlegum skyldleika, einhverju aðdráttarafli, segir Chang. Enda þótt landfræðilega sé langt á milli þessara tveggja eyja eiga þjóðirnar tvær eitt og annað sameiginlegt. Nú lifum við í heimsþorpinu, sem gerir fjarlægðir afstæðar, og áhugi Taívana á Íslandi eykst. Mér finnst líka aðdáunarvert, heldur Chang áfram, hve vel þið Íslendingar hafa haldið á ykkar málum frá því þið hlutuð sjálfstæði; hve þróunin á Íslandi hefur náð langt á skömmum tíma. Íslendingar eru mjög framarlega á ýmsum sviðum, sem ég tel mína þjóð geta lært af. Til dæmis búið þið yfir mjög góðri sérþekkingu á nýtingu jarðhita. Á Taívan er líka jarðhiti sem bíður þess að vera nýttur. Þarna eru tækifæri til nánara samstarfs, segir Chang. En að hans sögn eru möguleikarnir margir. Sem dæmi nefnir hann að Danir séu sterkir í hönnun en iðnframleiðsla Taívans sé ein sú samkeppnishæfasta í heimi. Þannig sé samstarf beggja hagur. Framsækin íslensk fyrirtæki gætu líka séð sér hag í slíku samstarfi. Aðspurður segist Chang hafa skilning á því að lönd eins og Ísland séu ekki í fullu stjórnmálasambandi við Taívan, vegna þess hve miklir hagsmunir eru í húfi að vera í góðum tengslum við rísandi stórveldið Kína. En þrátt fyrir hin erfiðu samskipti yfir Formósusund segir hann Taívan vera að öllu leyti sjálfstætt í raun (de facto) og eigi þannig góð samskipti við flest heimsins lönd. En óneitanlega standi það landinu fyrir þrifum að geta ekki verið virkur aðili í alþjóðastofnunum eins og Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Þrátt fyrir að bæði Taívan (undir nafninu Kínverska Taipei) og Hong Kong hafi sjálfstæða aðild að WTO, auk Kína, hafi Pekingstjórnin staðið í vegi fyrir því að fulltrúar Taívans fengju að taka virkan þátt í starfi samtakanna. Chang segir þó að þrátt fyrir þessa erfiðleika láti Taívanar engan bilbug á sér finna. Erlent Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Frederic P.N. Chang er sendifulltrúi Lýðveldisins Kína, öðru nafni Taívan, í Kaupmannahöfn, og er sem slíkur ígildi sendiherra austur-asíska eyríkisins í Danmörku og á Íslandi. Eins og kunnugt er líta stjórnvöld í Alþýðulýðveldinu Kína á Taívan sem hérað í Kína og neita að vera í stjórnmálasambandi við ríki sem eru í stjórnmálasambandi við eyríkið. Í viðtali við Fréttablaðið segir Chang mikinn áhuga í landi sínu á nánari tengslum við Ísland. Eftir að ég kom í fyrsta sinn hingað til lands rann það fljótt upp fyrir mér að Taívan ætti að leita nánari tengsla við Ísland. Ég fann fyrir vissum andlegum skyldleika, einhverju aðdráttarafli, segir Chang. Enda þótt landfræðilega sé langt á milli þessara tveggja eyja eiga þjóðirnar tvær eitt og annað sameiginlegt. Nú lifum við í heimsþorpinu, sem gerir fjarlægðir afstæðar, og áhugi Taívana á Íslandi eykst. Mér finnst líka aðdáunarvert, heldur Chang áfram, hve vel þið Íslendingar hafa haldið á ykkar málum frá því þið hlutuð sjálfstæði; hve þróunin á Íslandi hefur náð langt á skömmum tíma. Íslendingar eru mjög framarlega á ýmsum sviðum, sem ég tel mína þjóð geta lært af. Til dæmis búið þið yfir mjög góðri sérþekkingu á nýtingu jarðhita. Á Taívan er líka jarðhiti sem bíður þess að vera nýttur. Þarna eru tækifæri til nánara samstarfs, segir Chang. En að hans sögn eru möguleikarnir margir. Sem dæmi nefnir hann að Danir séu sterkir í hönnun en iðnframleiðsla Taívans sé ein sú samkeppnishæfasta í heimi. Þannig sé samstarf beggja hagur. Framsækin íslensk fyrirtæki gætu líka séð sér hag í slíku samstarfi. Aðspurður segist Chang hafa skilning á því að lönd eins og Ísland séu ekki í fullu stjórnmálasambandi við Taívan, vegna þess hve miklir hagsmunir eru í húfi að vera í góðum tengslum við rísandi stórveldið Kína. En þrátt fyrir hin erfiðu samskipti yfir Formósusund segir hann Taívan vera að öllu leyti sjálfstætt í raun (de facto) og eigi þannig góð samskipti við flest heimsins lönd. En óneitanlega standi það landinu fyrir þrifum að geta ekki verið virkur aðili í alþjóðastofnunum eins og Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Þrátt fyrir að bæði Taívan (undir nafninu Kínverska Taipei) og Hong Kong hafi sjálfstæða aðild að WTO, auk Kína, hafi Pekingstjórnin staðið í vegi fyrir því að fulltrúar Taívans fengju að taka virkan þátt í starfi samtakanna. Chang segir þó að þrátt fyrir þessa erfiðleika láti Taívanar engan bilbug á sér finna.
Erlent Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila