Lengsti plötusamningur Íslandssögunnar 17. október 2006 13:30 Bubbi Morthens ásamt umboðsmanni sínum Páli Eyjólfssyni, sem mun annast útgáfustjórn á plötum Bubba. MYND/Stefán Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur undirritað tímamótasamning við Senu um útgáfu að minnsta kosti tíu nýrra platna á næstu tíu til fimmtán árum. Um er að ræða lengsta plötusamning Íslandssögunnar. Plöturnar koma út undir merkjum nýs útgáfufyrirtækis, Blindsker, sem stofnað var í tengslum við útgáfuna. Sena eignast jafnframt útgáfuréttinn á öllum hljóðritunum Bubba. Ég er búinn að semja efni á nýja plötu sem ég ætla að byrja vonandi að taka upp í janúar eða febrúar. Ég hef grun um það að það verði mjög hrá rokkplata, segir Bubbi. Svo á ég gróflega efni á fjórar til fimm plötur. Ég hef ekki orðið var við heilabilanir eða neitt því um líkt, þannig að ég er á því ég verði í helvíti góðu standi alla vega næstu, segjum fjörutíu árin. Ég er búinn að strengja þess heit að ég mun spila svo lengi sem ég get labbað inn á svið. Mér finnst það göfugt markmið að taka menn eins og Johnny Lee Hooker og Johnny Cash mér til fyrirmyndar, segir Bubbi. Samningurinn nær einnig út fyrir landssteinana. Ég á helling af lögum á dönsku og það getur vel verið að við bætumst í þetta lið sem er að bögga Dani þessa dagana, segir hann. Í gær komu einnig út á tvöföldum geisladiski og DVD-mynddiski vel heppnaðir afmælistónleikar Bubba frá því í sumar, 06.06.06. Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur undirritað tímamótasamning við Senu um útgáfu að minnsta kosti tíu nýrra platna á næstu tíu til fimmtán árum. Um er að ræða lengsta plötusamning Íslandssögunnar. Plöturnar koma út undir merkjum nýs útgáfufyrirtækis, Blindsker, sem stofnað var í tengslum við útgáfuna. Sena eignast jafnframt útgáfuréttinn á öllum hljóðritunum Bubba. Ég er búinn að semja efni á nýja plötu sem ég ætla að byrja vonandi að taka upp í janúar eða febrúar. Ég hef grun um það að það verði mjög hrá rokkplata, segir Bubbi. Svo á ég gróflega efni á fjórar til fimm plötur. Ég hef ekki orðið var við heilabilanir eða neitt því um líkt, þannig að ég er á því ég verði í helvíti góðu standi alla vega næstu, segjum fjörutíu árin. Ég er búinn að strengja þess heit að ég mun spila svo lengi sem ég get labbað inn á svið. Mér finnst það göfugt markmið að taka menn eins og Johnny Lee Hooker og Johnny Cash mér til fyrirmyndar, segir Bubbi. Samningurinn nær einnig út fyrir landssteinana. Ég á helling af lögum á dönsku og það getur vel verið að við bætumst í þetta lið sem er að bögga Dani þessa dagana, segir hann. Í gær komu einnig út á tvöföldum geisladiski og DVD-mynddiski vel heppnaðir afmælistónleikar Bubba frá því í sumar, 06.06.06.
Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“