Ferskir frá Köben 18. október 2006 15:15 forgotten lores Hiphop-sveitin vinsæla spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld. MYND/Anton Hiphop-sveitin Forgotten Lores spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni á Nasa í kvöld. Tveir meðlimir sveitarinnar, Class B og Dj Intro, hafa verið búsettir í Kaupmannahöfn að undanförnu og því er ekki á hverjum degi sem hún spilar hér á landi. Class B, eða Baddi, segist hafa flutt til Kaupmannahafnar til að breyta um umhverfi. Ég var kominn með leið á að búa í Reykjavík. Ég og Addi Intro höfum verið að dunda okkur saman þar, segir Baddi. Bætir hann því við að restin af Forgotten Lores hafi flogið til Danmerkur í sumar og saman hafi þeir tekið upp efni á aðra plötuna. Hefur hún fengið vinnuheitið Frá heimsenda og er væntanleg á næstu vikum. Fyrri plata sveitarinnar, Týndi hlekkurinn, kom út 2003. Forgotten Lores er að spila á Airwaves í fimmta sinn í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 00.15. Við erum ekki með live-bandinu í þetta sinn. Við erum þrír að rappa og tveir dj-ar. Við erum með taktana okkar og platan er þannig. Hún er aðeins léttari en sú síðasta, sem var svolítið þung á köflum, segir hann. Það hefur alltaf verið mjög gaman að spila á Airwaves. Það er svolítil vinna og stress sem því fylgir en þegar upp er staðið er það mjög skemmtilegt. Eftir Airwaves-hátíðina fyrir tveimur árum fengu þeir félagar óvenjulegt boð um að spila í Washington. Lið sem sá okkur á Airwaves fannst við svo skemmtilegir að það bauð okkur að spila í jólasamkvæmi. Það var rosagaman. Fleiri slík boð hefur ekki rekið á fjörur Forgotten Lores síðan þá en hver veit hvað hátíðin í ár ber í skauti sér? Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hiphop-sveitin Forgotten Lores spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni á Nasa í kvöld. Tveir meðlimir sveitarinnar, Class B og Dj Intro, hafa verið búsettir í Kaupmannahöfn að undanförnu og því er ekki á hverjum degi sem hún spilar hér á landi. Class B, eða Baddi, segist hafa flutt til Kaupmannahafnar til að breyta um umhverfi. Ég var kominn með leið á að búa í Reykjavík. Ég og Addi Intro höfum verið að dunda okkur saman þar, segir Baddi. Bætir hann því við að restin af Forgotten Lores hafi flogið til Danmerkur í sumar og saman hafi þeir tekið upp efni á aðra plötuna. Hefur hún fengið vinnuheitið Frá heimsenda og er væntanleg á næstu vikum. Fyrri plata sveitarinnar, Týndi hlekkurinn, kom út 2003. Forgotten Lores er að spila á Airwaves í fimmta sinn í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 00.15. Við erum ekki með live-bandinu í þetta sinn. Við erum þrír að rappa og tveir dj-ar. Við erum með taktana okkar og platan er þannig. Hún er aðeins léttari en sú síðasta, sem var svolítið þung á köflum, segir hann. Það hefur alltaf verið mjög gaman að spila á Airwaves. Það er svolítil vinna og stress sem því fylgir en þegar upp er staðið er það mjög skemmtilegt. Eftir Airwaves-hátíðina fyrir tveimur árum fengu þeir félagar óvenjulegt boð um að spila í Washington. Lið sem sá okkur á Airwaves fannst við svo skemmtilegir að það bauð okkur að spila í jólasamkvæmi. Það var rosagaman. Fleiri slík boð hefur ekki rekið á fjörur Forgotten Lores síðan þá en hver veit hvað hátíðin í ár ber í skauti sér?
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira