Rokkklúbbnum CBGB lokað 18. október 2006 14:45 Rokkgyðjan Patti Smith Kvaddi rokkklúbbinn CBGB ásamt fleirum um síðustu helgi. Rokkklúbburinn frægi í New York, CBGB, lokaði á sunnudagskvöldið eftir þrjátíu ára aðsetur í Bowery. Patti Smith kvaddi með stuttu setti og smellti mynd af lúnum innréttingum klúbbsins áður en hún taldi í. CBGB opnaði í desember 1973, og varð snemma einn aðalstaðurinn fyrir rokksenuna sem þá var að blóma: Patti Smith var þar krýnd drottning en flest böndin sem komu fram í borginni á þessum árum áttu þar fastan samastað: Ramones, Blondie, Talking Heads, Television, Sonic Youth og þúsundir smærri banda spiluðu þar uns til yfir lauk. Deilur hafa staðið við eigendur húsnæðisins á Bowery 313/315 og á endanum ákváðu eigendur klúbbsins að gefa eftir og flytja. Eigandinn Hilly Kristal skuldaði leigu og gat ekki borgað. Ýmsir lögðu honum lið: David Byrne úr Talking Heads og Steven Van Zandt í E Street Band og gengið í The Sopranos, en allt kom fyrir ekki. Kveðjuathöfnin var vandlega kynnt í New York og safnaðist fólk saman við klúbbinn á sunnudag. Frægir tónleikastaðir í New York hafa týnt tölunni síðustu misserin: Bottom Line lokaði vegna skulda í fyrra og Fez and the Luna Lounge var lokað vegna nýbygginga. The Continental á þriðja stræti í East Village býður ekki lengur upp á lifandi tónlist. Kristal er að leita að nýju húsnæði fyrir klúbbinn, en það er ógerlegt að flytja margklístruð plaggötin af veggjunum og rómaða hlandlyktina úr salernunum að minnsta kosti ekki til Las Vegas sem Kristal hefur nefnt sem mögulegan áfangastað klúbbsins. Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Rokkklúbburinn frægi í New York, CBGB, lokaði á sunnudagskvöldið eftir þrjátíu ára aðsetur í Bowery. Patti Smith kvaddi með stuttu setti og smellti mynd af lúnum innréttingum klúbbsins áður en hún taldi í. CBGB opnaði í desember 1973, og varð snemma einn aðalstaðurinn fyrir rokksenuna sem þá var að blóma: Patti Smith var þar krýnd drottning en flest böndin sem komu fram í borginni á þessum árum áttu þar fastan samastað: Ramones, Blondie, Talking Heads, Television, Sonic Youth og þúsundir smærri banda spiluðu þar uns til yfir lauk. Deilur hafa staðið við eigendur húsnæðisins á Bowery 313/315 og á endanum ákváðu eigendur klúbbsins að gefa eftir og flytja. Eigandinn Hilly Kristal skuldaði leigu og gat ekki borgað. Ýmsir lögðu honum lið: David Byrne úr Talking Heads og Steven Van Zandt í E Street Band og gengið í The Sopranos, en allt kom fyrir ekki. Kveðjuathöfnin var vandlega kynnt í New York og safnaðist fólk saman við klúbbinn á sunnudag. Frægir tónleikastaðir í New York hafa týnt tölunni síðustu misserin: Bottom Line lokaði vegna skulda í fyrra og Fez and the Luna Lounge var lokað vegna nýbygginga. The Continental á þriðja stræti í East Village býður ekki lengur upp á lifandi tónlist. Kristal er að leita að nýju húsnæði fyrir klúbbinn, en það er ógerlegt að flytja margklístruð plaggötin af veggjunum og rómaða hlandlyktina úr salernunum að minnsta kosti ekki til Las Vegas sem Kristal hefur nefnt sem mögulegan áfangastað klúbbsins.
Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“