Versti dúett allra tíma 19. október 2006 10:00 Peter Andre og Jordan Hafa náð botninum með flutningi sínum á A Whole New World. „Fjórar mínútur og fimmtán sekúndur í helvíti." Svona lýsir vefútgáfa Ekstrabladets dúett Peter Andre og unnustu hans, Jordan, en útgáfa þeirra af Disney-smellinum A Whole New World hefur farið eins og eldur í sinu um netið eftir að ástralska blaðið The Daily Telegraph leyfði lesendum sínum að hlusta á „herlegheitin". Greinarhöfundur fer engum silkihönskum um flutninginn og segir varla hægt að lýsa frammistöðu hjónakornanna með öðru en að vísa til misþyrmingar dýra eða annars þaðan af verra. Skoðanir blaðamanna og annarra lesenda eru flestar á einn veg. Um er að ræða versta dúett allra tíma og þarna kemur berlega í ljós af hverju frægðarsól Peter Andre reis aldrei hærra og hvers vegna Jordan ætti að halda sig við að fækka fötum í karlablöðum. Samkvæmt The Daily Telegraph er áætlað að þessi hryllingur, sem flutningur parsins á laginu vissulega er, komi út um næstu jól og greinarhöfundur blaðsins segir þetta án nokkurs vafa koma til greina sem haturs-jólapakki þetta árið. Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Fjórar mínútur og fimmtán sekúndur í helvíti." Svona lýsir vefútgáfa Ekstrabladets dúett Peter Andre og unnustu hans, Jordan, en útgáfa þeirra af Disney-smellinum A Whole New World hefur farið eins og eldur í sinu um netið eftir að ástralska blaðið The Daily Telegraph leyfði lesendum sínum að hlusta á „herlegheitin". Greinarhöfundur fer engum silkihönskum um flutninginn og segir varla hægt að lýsa frammistöðu hjónakornanna með öðru en að vísa til misþyrmingar dýra eða annars þaðan af verra. Skoðanir blaðamanna og annarra lesenda eru flestar á einn veg. Um er að ræða versta dúett allra tíma og þarna kemur berlega í ljós af hverju frægðarsól Peter Andre reis aldrei hærra og hvers vegna Jordan ætti að halda sig við að fækka fötum í karlablöðum. Samkvæmt The Daily Telegraph er áætlað að þessi hryllingur, sem flutningur parsins á laginu vissulega er, komi út um næstu jól og greinarhöfundur blaðsins segir þetta án nokkurs vafa koma til greina sem haturs-jólapakki þetta árið.
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira