Mínus tekur upp nýja plötu í LA 1. nóvember 2006 15:30 Mínus Næsta plata hljómsveitarinnar verður tekin upp af manninum sem tók upp síðustu plötur Tool og Queens of the Stone Age. Hægt er að fylgjast með sveitinni á heimasíðunni myspace.com/minus. Strákarnir í rokksveitinni Mínus halda á vit ævintýranna síðar í mánuðinum. Þeir taka upp næstu plötu sína í Los Angeles undir stjórn mannsins sem tók upp síðustu plötur Tool og Queens of the Stone Age. „Við förum út 27. nóvember og verðum í tvær vikur í Borg englanna, Los Angeles,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður hljómsveitarinnar Mínuss um fyrirhugaðar upptökur á næstu plötu hljómsveitarinnar. Munu tveir þekktir upptökumenn stjórna upptökum á plötunni. Annar þeirra er Íslendingurinn Höskuldur Höskuldsson, eða Husky Huskolds eins og hann kallast í Bandaríkjunum, en hann hlaut Grammy-verðlaunin fyrir vinnu sína á fyrstu plötu Noruh Jones. Hinn er góður félagi Huskys, Joe Barresi sem unnið hefur með mörgum af þekktustu rokksveitum heims. „Við töluðum upphaflega við Husky um að taka þetta verkefni að sér af því að hann hefur unnið með skemmtilegu liði eins og Fantomas. Hann var meira en til í að vera með og stakk upp á að fá Joe Barresi í liðið,“ segir Kári. Hann segir að Husky og Barresi hafi verið sendar prufuupptökur af nýju efni Mínuss sem þeim leist vel á. „Barresi þekkti sögu bandsins vel og hafði alltaf fílað sándið. Hann vinnur oft með spennandi listamönnum sem hafa ekki náð hæstu hæðum og lítur á Mínus sem eitt af þessum verkefnum.“ Joe Barresi er sannkölluð goðsögn í rokkheiminum og hefur unnið með ótrúlegum fjölda af þekktum hljómsveitum á um 15 ára ferli sínum. Meðal þekktustu listamanna sem hann hefur unnið með eru Kyuss, L7, Melvins, Tom Petty, Weezer, Hole, Limp Bizkit, Tomahawk, The Neptunes, Auf der Maur, Lostprophets og Judas Priest. Síðustu stóru plöturnar sem hann tók upp eru Lullabies to Paralyze með Queens of the Stone Age og 10.000 Days með Tool. „Hann hefur unnið með ansi flottu liði en þessi Tool-plata kveikti svolítið í okkur neistann, hún hljómar alveg frábærlega. Það er ekkert launungarmál að bandið hefur alltaf stefnt að því að fikra sig aðeins hærra upp og ég held að það hafi vel náðst. Að fá þessa menn til liðs við okkur segir svolítið um þá virðingu sem Mínus hefur þegar áunnið sér,“ segir Kári. Síðasta plata Mínuss var Halldór Laxness og kom hún út fyrir þremur árum. Eftir að platan var gefin út í Evrópu og Bandaríkjunum fóru Mínusarnir í tónleikaferðalag til að kynna hana. Þegar tónleikaferðinni lauk tóku þeir sér svo gott frí, lágu lengi undir feldi og sömdu nýja tónlist. Í september léku þeir á fyrstu tónleikum sínum í eitt og hálft ár og síðan hafa þeir leikið á tvennum öðrum tónleikum, síðast á Airwaves-hátíðinni. Kári segir að fyrirliggjandi séu hátt í 20 lög sem valið verður úr fyrir upptökurnar sem standa eins og áður segir í tvær vikur. Husky og Barresi vinna síðan úr upptökunum og reiknað er með að platan verði tilbúin í janúar. Því má líklegt telja að næsta plata sveitarinnar komi út einhvern tíma á bilinu frá mars til júní á næsta ári. Kári er spurður hvernig nýja efnið hljómi: „Mínus-sándið er vel til staðar og öll sérkenni hljómsveitarinnar. Ég veit ekki hvort hægt er að segja að hún sé þyngri eða léttari en síðasta plata. Ég tek helst eftir því að það eru miklu fleiri góð lög til að velja úr nú en áður. Það verður erfitt að velja hverjum við eigum að sleppa.“ Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Strákarnir í rokksveitinni Mínus halda á vit ævintýranna síðar í mánuðinum. Þeir taka upp næstu plötu sína í Los Angeles undir stjórn mannsins sem tók upp síðustu plötur Tool og Queens of the Stone Age. „Við förum út 27. nóvember og verðum í tvær vikur í Borg englanna, Los Angeles,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður hljómsveitarinnar Mínuss um fyrirhugaðar upptökur á næstu plötu hljómsveitarinnar. Munu tveir þekktir upptökumenn stjórna upptökum á plötunni. Annar þeirra er Íslendingurinn Höskuldur Höskuldsson, eða Husky Huskolds eins og hann kallast í Bandaríkjunum, en hann hlaut Grammy-verðlaunin fyrir vinnu sína á fyrstu plötu Noruh Jones. Hinn er góður félagi Huskys, Joe Barresi sem unnið hefur með mörgum af þekktustu rokksveitum heims. „Við töluðum upphaflega við Husky um að taka þetta verkefni að sér af því að hann hefur unnið með skemmtilegu liði eins og Fantomas. Hann var meira en til í að vera með og stakk upp á að fá Joe Barresi í liðið,“ segir Kári. Hann segir að Husky og Barresi hafi verið sendar prufuupptökur af nýju efni Mínuss sem þeim leist vel á. „Barresi þekkti sögu bandsins vel og hafði alltaf fílað sándið. Hann vinnur oft með spennandi listamönnum sem hafa ekki náð hæstu hæðum og lítur á Mínus sem eitt af þessum verkefnum.“ Joe Barresi er sannkölluð goðsögn í rokkheiminum og hefur unnið með ótrúlegum fjölda af þekktum hljómsveitum á um 15 ára ferli sínum. Meðal þekktustu listamanna sem hann hefur unnið með eru Kyuss, L7, Melvins, Tom Petty, Weezer, Hole, Limp Bizkit, Tomahawk, The Neptunes, Auf der Maur, Lostprophets og Judas Priest. Síðustu stóru plöturnar sem hann tók upp eru Lullabies to Paralyze með Queens of the Stone Age og 10.000 Days með Tool. „Hann hefur unnið með ansi flottu liði en þessi Tool-plata kveikti svolítið í okkur neistann, hún hljómar alveg frábærlega. Það er ekkert launungarmál að bandið hefur alltaf stefnt að því að fikra sig aðeins hærra upp og ég held að það hafi vel náðst. Að fá þessa menn til liðs við okkur segir svolítið um þá virðingu sem Mínus hefur þegar áunnið sér,“ segir Kári. Síðasta plata Mínuss var Halldór Laxness og kom hún út fyrir þremur árum. Eftir að platan var gefin út í Evrópu og Bandaríkjunum fóru Mínusarnir í tónleikaferðalag til að kynna hana. Þegar tónleikaferðinni lauk tóku þeir sér svo gott frí, lágu lengi undir feldi og sömdu nýja tónlist. Í september léku þeir á fyrstu tónleikum sínum í eitt og hálft ár og síðan hafa þeir leikið á tvennum öðrum tónleikum, síðast á Airwaves-hátíðinni. Kári segir að fyrirliggjandi séu hátt í 20 lög sem valið verður úr fyrir upptökurnar sem standa eins og áður segir í tvær vikur. Husky og Barresi vinna síðan úr upptökunum og reiknað er með að platan verði tilbúin í janúar. Því má líklegt telja að næsta plata sveitarinnar komi út einhvern tíma á bilinu frá mars til júní á næsta ári. Kári er spurður hvernig nýja efnið hljómi: „Mínus-sándið er vel til staðar og öll sérkenni hljómsveitarinnar. Ég veit ekki hvort hægt er að segja að hún sé þyngri eða léttari en síðasta plata. Ég tek helst eftir því að það eru miklu fleiri góð lög til að velja úr nú en áður. Það verður erfitt að velja hverjum við eigum að sleppa.“
Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira