Stjórnvöld snúa vörn í sókn 1. nóvember 2006 02:30 Donald Rumsfeld Varnarmálaráðherrann er umdeildur, ekki síst nú þegar stríðið í Írak virðist ætla að kosta repúblikana þingmeirihluta í kosingunum í næstu viku. MYND/AP Bandaríska varnarmálaráðuneytið, með Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra í fararbroddi, ætlar að vinna markvisst að því að bæta álit almennings á ráðuneytinu og boðar ný vinnubrögð sem felast í því að „bregðast við með hraði“ hvenær sem gagnrýnisraddir varpa neikvæðu ljósi á starfsemi ráðuneytisins. Dorrance Smith aðstoðarráðherra, sem ber ábyrgð á almannatengslum ráðuneytisins, segir í minnisblaði sem AP-fréttastofan hefur í fórum sínum að nýir starfshópar fái það verkefni að semja skilaboð til fjölmiðla þar sem leiðréttingum verði komið á framfæri. Annar hópur fær það verkefni að samhæfa „staðgengla“, og er þar væntanlega átt við háttsetta stjórnmálamenn sem tala máli ráðherrans eða sinna erindum fyrir hann. Svo virðist sem helsta markmið þessara nýju vinnubragða sé að vinna á móti gagnrýni sem æ oftar beinist að Rumsfeld ráðherra vegna Íraksstríðsins. Rumsfeld hefur undanfarið kvartað undan því að fjölmiðlar beini athyglinni um of að neikvæðum fréttum frá Írak en fjalli lítið um þann árangur, sem náðst hefur. Hann hefur meðal annars sagst vera andvaka á nóttinni út af því hve vel hryðjuverkamönnum hefur tekist að hafa áhrif á fjölmiðla. Erlent Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Bandaríska varnarmálaráðuneytið, með Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra í fararbroddi, ætlar að vinna markvisst að því að bæta álit almennings á ráðuneytinu og boðar ný vinnubrögð sem felast í því að „bregðast við með hraði“ hvenær sem gagnrýnisraddir varpa neikvæðu ljósi á starfsemi ráðuneytisins. Dorrance Smith aðstoðarráðherra, sem ber ábyrgð á almannatengslum ráðuneytisins, segir í minnisblaði sem AP-fréttastofan hefur í fórum sínum að nýir starfshópar fái það verkefni að semja skilaboð til fjölmiðla þar sem leiðréttingum verði komið á framfæri. Annar hópur fær það verkefni að samhæfa „staðgengla“, og er þar væntanlega átt við háttsetta stjórnmálamenn sem tala máli ráðherrans eða sinna erindum fyrir hann. Svo virðist sem helsta markmið þessara nýju vinnubragða sé að vinna á móti gagnrýni sem æ oftar beinist að Rumsfeld ráðherra vegna Íraksstríðsins. Rumsfeld hefur undanfarið kvartað undan því að fjölmiðlar beini athyglinni um of að neikvæðum fréttum frá Írak en fjalli lítið um þann árangur, sem náðst hefur. Hann hefur meðal annars sagst vera andvaka á nóttinni út af því hve vel hryðjuverkamönnum hefur tekist að hafa áhrif á fjölmiðla.
Erlent Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira