Knattspyrnukonur borga með sér 1. nóvember 2006 06:55 Launamunur milli kynja hefur verið til umfjöllunnar undanfarna daga. Líklega er þó hvergi að finna jafn sláandi launamun milli kynja eins og hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Tugfaldur munur á greiðslum til leikmanna karla- og kvennalandsliða er hneisa fyrir KSÍ. Fótbolti kvenna hefur verið í sókn að undanförnu. Þetta má þakka metnaðarfullu starfi einstakra knattspyrnuliða. Íslenska kvennalandsliðið hefur einnig verið í sókn. Enn hafa þó fáar íslenskar knattspyrnukonur náð þeim árangri að verða atvinnumenn í fótbolta og íslenska kvennalandsliðið er að mestu skipað konum sem stunda vinnu og/eða nám samhliða knattspyrnuiðkun. Knattspyrnukonur sitja því ekki við sama borð og karlarnir í karlalandsliðinu að því leyti að þær þurfa að taka sér leyfi frá störfum í tengslum við leiki landsliðsins, hvort sem leikið er hér heima eða erlendis. Til þess verja þær annað hvort sumarleyfisdögum eða eru launalausar. Umbun fyrir að leika fyrir íslenska landsliðið eru í formi dagpeninga en þó aðeins þegar þær leika erlendis. Þessir dagpeningar nema nú 9000 krónum fyrir hvern leik erlendis. Sé landsleikurinn hér heima kemur ekki til nein greiðsla. Enginn bónus er greiddur konunum fyrir unninn leik. Það er því sama hvort konurnar vinna eða tapa landsleik. Úrslitin hafa ekki áhrif á greiðsluna sem stúlkurnar fá fyrir leikinn. Annað er uppi á teningnum hjá karlalandsliðinu því auk dagpeninga sem nema 40.000 krónum fyrir hvern leik hafa karlarnir samið um 40 til 50 þúsund krónur fyrir hvert stig sem þeir fá í þeirri undankeppni sem nú stendur yfir. Það þýðir greiðslu upp á 120 til 150 þúsund krónur til viðbótar við dagpeningana, vinni þeir leikinn. Ekki er hægt að segja að þetta umhverfi sé hvetjandi fyrir íslenskar knattspyrnukonur, engin umbun fyrir unninn leik fyrir utan ánægjuna eina, bara 9.000 krónur sem auðséð er að koma ekki með nokkru móti til móts við vinnutap stúlknanna. Í yfirlýsingu sem Knattspyrnusamband Íslands sendi frá sér vegna þessa máls er tilraun gerð til að réttlæta þessa stöðu með því að benda á að tekjur af karlalandsliðinu standi undir rekstri kvennalandsliðsins. Á móti má ítreka það sem fram kom í frétt blaðsins að fjárhagsleg staða KSÍ er afar sterk, svo sambandið ætti að hafa bolmagn til að greiða knattspyrnukonum þannig að þær borgi ekki með sér þegar þær leika knattspyrnu fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Í yfirlýsingu KSÍ kemur einnig fram að þar á bæ hafi verið leitast við að jafna stöðu leikmanna í kvennalandsliðinu síðastliðinn áratug og að staðan sé metin svo að enn sé langt í land. „Það er verkefni komandi ára að bæta þar úr," segir í yfirlýsingunni og rétt er að líta á það sem viljayfirlýsingu þeirra sem málum ráða hjá KSÍ og skora á þá að standa við þessi orð. Full ástæða er til að hvetja íslenskar knattspyrnukonur til að skera upp herör gegn misréttinu. Hér eru bæði brotin jafnréttislög og jafnræðisregla stjórnarskrárinnar, eins og Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður staðfestir á síðum blaðsins í dag. Óhætt er að taka undir orð Höllu Tómasdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs: „Við ættum ekki einu sinni að þurfa að ræða þetta." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun
Launamunur milli kynja hefur verið til umfjöllunnar undanfarna daga. Líklega er þó hvergi að finna jafn sláandi launamun milli kynja eins og hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Tugfaldur munur á greiðslum til leikmanna karla- og kvennalandsliða er hneisa fyrir KSÍ. Fótbolti kvenna hefur verið í sókn að undanförnu. Þetta má þakka metnaðarfullu starfi einstakra knattspyrnuliða. Íslenska kvennalandsliðið hefur einnig verið í sókn. Enn hafa þó fáar íslenskar knattspyrnukonur náð þeim árangri að verða atvinnumenn í fótbolta og íslenska kvennalandsliðið er að mestu skipað konum sem stunda vinnu og/eða nám samhliða knattspyrnuiðkun. Knattspyrnukonur sitja því ekki við sama borð og karlarnir í karlalandsliðinu að því leyti að þær þurfa að taka sér leyfi frá störfum í tengslum við leiki landsliðsins, hvort sem leikið er hér heima eða erlendis. Til þess verja þær annað hvort sumarleyfisdögum eða eru launalausar. Umbun fyrir að leika fyrir íslenska landsliðið eru í formi dagpeninga en þó aðeins þegar þær leika erlendis. Þessir dagpeningar nema nú 9000 krónum fyrir hvern leik erlendis. Sé landsleikurinn hér heima kemur ekki til nein greiðsla. Enginn bónus er greiddur konunum fyrir unninn leik. Það er því sama hvort konurnar vinna eða tapa landsleik. Úrslitin hafa ekki áhrif á greiðsluna sem stúlkurnar fá fyrir leikinn. Annað er uppi á teningnum hjá karlalandsliðinu því auk dagpeninga sem nema 40.000 krónum fyrir hvern leik hafa karlarnir samið um 40 til 50 þúsund krónur fyrir hvert stig sem þeir fá í þeirri undankeppni sem nú stendur yfir. Það þýðir greiðslu upp á 120 til 150 þúsund krónur til viðbótar við dagpeningana, vinni þeir leikinn. Ekki er hægt að segja að þetta umhverfi sé hvetjandi fyrir íslenskar knattspyrnukonur, engin umbun fyrir unninn leik fyrir utan ánægjuna eina, bara 9.000 krónur sem auðséð er að koma ekki með nokkru móti til móts við vinnutap stúlknanna. Í yfirlýsingu sem Knattspyrnusamband Íslands sendi frá sér vegna þessa máls er tilraun gerð til að réttlæta þessa stöðu með því að benda á að tekjur af karlalandsliðinu standi undir rekstri kvennalandsliðsins. Á móti má ítreka það sem fram kom í frétt blaðsins að fjárhagsleg staða KSÍ er afar sterk, svo sambandið ætti að hafa bolmagn til að greiða knattspyrnukonum þannig að þær borgi ekki með sér þegar þær leika knattspyrnu fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Í yfirlýsingu KSÍ kemur einnig fram að þar á bæ hafi verið leitast við að jafna stöðu leikmanna í kvennalandsliðinu síðastliðinn áratug og að staðan sé metin svo að enn sé langt í land. „Það er verkefni komandi ára að bæta þar úr," segir í yfirlýsingunni og rétt er að líta á það sem viljayfirlýsingu þeirra sem málum ráða hjá KSÍ og skora á þá að standa við þessi orð. Full ástæða er til að hvetja íslenskar knattspyrnukonur til að skera upp herör gegn misréttinu. Hér eru bæði brotin jafnréttislög og jafnræðisregla stjórnarskrárinnar, eins og Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður staðfestir á síðum blaðsins í dag. Óhætt er að taka undir orð Höllu Tómasdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs: „Við ættum ekki einu sinni að þurfa að ræða þetta."
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun