Kerry baðst forláts 3. nóvember 2006 04:00 Bush er á ferð og flugi milli kosningafunda þessa dagana. Þarna er hann að leggja af stað frá Washington vestur á bóginn til Nevada, Montana og Missouri. MYND/AP Vandræðaleg uppákoma hjá Demókrataflokknum setti svip sinn á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum nú í vikunni, en kosningar verða á þriðjudaginn í næstu viku. John F. Kerry, sem bauð sig fram á móti Bush í forsetakosningunum fyrir tveimur árum, baðst í gær afsökunar á ummælum sínum um bandaríska hermenn, sem repúblikönum og sumum demókrötum þóttu vera niðrandi. Kerry sagði ummælin reyndar hafa verið „mistúlkuð“ og vonaðist til þess að þau drægju ekki athyglina frá öðru sem máli skiptir í aðdraganda kosninganna. Þau hafi einungis verið misheppnaður brandari. Hins vegar sagðist hann innilega iðrast ummælanna og bað alla bandaríska hermenn, fjölskyldur þeirra og þjóðina alla afsökunar. Ummælin umdeildu féllu á fundi með háskólanemum í Kaliforníu á mánudaginn. Hann hvatti stúdentana til þess að sinna náminu vel, að öðrum kosti gætu þeir á endanum orðið „fastir í Írak“, og þótti með þessu gefa í skyn að þeir sem legðu fyrir sig hermennsku væru verri námsmenn. Stríðið í Írak hefur verið mest áberandi kosningamálið undanfarnar vikur og virðist ætla að kosta Repúblikanaflokkinn töluvert fylgi. Skoðanakannanir hafa undanfarið bent til þess að Repúblikanaflokkurinn muni missa meirihluta sinn, annaðhvort í báðum þingdeildum eða annarri þeirra. Fari svo, þá verður George W. Bush forseti illa staddur síðustu tvö árin í þessu valdamikla embætti, þar sem hann þyrfti jafnan á stuðningi andstæðinga sinna að halda til þess að koma málum í gegnum þingið. Bush sagðist hins vegar í gær vera sannfærður um að Repúblikanaflokkurinn héldi meirihluta sínum í báðum þingdeildum. Hann hélt síðan frá Washington vestur á bóginn þar sem hann ætlaði að koma fram á kosningafundum, en bæði Bush forseti og Laura eiginkona hans hafa mætt á fjölmarga kosningafundi vítt og breitt um landið síðustu dagana. „Ég trúi því ekki að þetta sé búið fyrr en allir eru búnir að kjósa,“ sagði Bush og virtist vongóður. „Og ég trúi því að fólk hafi áhyggjur af því hvað það borgar mikið í skatta, og ég veit að margir hafa áhyggjur af því hvort landið sé varið gegn árásum eða ekki.“ Erlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Vandræðaleg uppákoma hjá Demókrataflokknum setti svip sinn á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum nú í vikunni, en kosningar verða á þriðjudaginn í næstu viku. John F. Kerry, sem bauð sig fram á móti Bush í forsetakosningunum fyrir tveimur árum, baðst í gær afsökunar á ummælum sínum um bandaríska hermenn, sem repúblikönum og sumum demókrötum þóttu vera niðrandi. Kerry sagði ummælin reyndar hafa verið „mistúlkuð“ og vonaðist til þess að þau drægju ekki athyglina frá öðru sem máli skiptir í aðdraganda kosninganna. Þau hafi einungis verið misheppnaður brandari. Hins vegar sagðist hann innilega iðrast ummælanna og bað alla bandaríska hermenn, fjölskyldur þeirra og þjóðina alla afsökunar. Ummælin umdeildu féllu á fundi með háskólanemum í Kaliforníu á mánudaginn. Hann hvatti stúdentana til þess að sinna náminu vel, að öðrum kosti gætu þeir á endanum orðið „fastir í Írak“, og þótti með þessu gefa í skyn að þeir sem legðu fyrir sig hermennsku væru verri námsmenn. Stríðið í Írak hefur verið mest áberandi kosningamálið undanfarnar vikur og virðist ætla að kosta Repúblikanaflokkinn töluvert fylgi. Skoðanakannanir hafa undanfarið bent til þess að Repúblikanaflokkurinn muni missa meirihluta sinn, annaðhvort í báðum þingdeildum eða annarri þeirra. Fari svo, þá verður George W. Bush forseti illa staddur síðustu tvö árin í þessu valdamikla embætti, þar sem hann þyrfti jafnan á stuðningi andstæðinga sinna að halda til þess að koma málum í gegnum þingið. Bush sagðist hins vegar í gær vera sannfærður um að Repúblikanaflokkurinn héldi meirihluta sínum í báðum þingdeildum. Hann hélt síðan frá Washington vestur á bóginn þar sem hann ætlaði að koma fram á kosningafundum, en bæði Bush forseti og Laura eiginkona hans hafa mætt á fjölmarga kosningafundi vítt og breitt um landið síðustu dagana. „Ég trúi því ekki að þetta sé búið fyrr en allir eru búnir að kjósa,“ sagði Bush og virtist vongóður. „Og ég trúi því að fólk hafi áhyggjur af því hvað það borgar mikið í skatta, og ég veit að margir hafa áhyggjur af því hvort landið sé varið gegn árásum eða ekki.“
Erlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila